Vikan


Vikan - 28.04.1960, Blaðsíða 22

Vikan - 28.04.1960, Blaðsíða 22
FERÐIN TIL KINA Palli paddp. kom til Karls og Mariu, þar sem Þau ldgu í sólbaði í grasinu. Komið þið sæl, sagði hann. Sæll, svöruðu Karl og ’Maria. Viljið þið hjálpa mér að grafa djúpa holu? spurði Palli padda. Karl og María sáu, að Paili padda bar skóflu á annarri öxlinni. Holu? sagði Karl. Hvers vegna ætlar þú að graía holu? Ég skal segja ykkur það, sagði Palli padda. Kg hef ákveðið að fara til Kína, sagði hann. Eg hitti rétt áðan Uglu vitru, og hún sagði mér, að ég kæmist til Kína, ef ég græfi nógu djúpa holu. Karl leit á Palla og var eitt spurningarmerki, en Maria kirikaði kolli við því, sem sagt var. Þetta er rétt, sagði hún. Kfna er hinum megin á jörðinni, og jörðin er hnöttótt eins og epli. Við erum öðrum megin á eplinu, en Kína hinum meg- in. Ef þú grefur nógu djúpa holu, þá ... Áttu við, beint i gegnum jörðina, svo djúpa hoiu? sagði Palli padda. Já, já, sagði María. Ef þú grefur holu, sem er svo djúp, að hún nær gegnum jörðina, kemst þú til Kina. Það er einmitt það, sem Ugla vitra sagði mér, sagði Palli. Eg hugsa, að hún sé ekki svo vitlaus. Komið Þíð, svo byrjum við að grafa. Síðan fundu þau góðan stað, þar sem auðvelt var að byrja að grafa. Ég held, að viö ættum að grafa hér, sagði Kari og benti á skuggsælan stað undir stórri eik. Maríu og Palla fannst það líka góður staður tii að hefjast handa á. Ilver vill byrja að grafa? sagði Palli padda. Ger þú það, sögðu Karl og María. Palli padda andvarpaði og byrjaði að grafa. Jarðvegurinn var mjög laus efst, en eftir nokkra sentímetra varð hann harðari. Þar voru rætur og steinar, sem gerðu gröftinn erfiðan. Sjáið hér, sagði Palli padda eftir dálitla stúnd og benti á holuna. Nú erum við komin vel á veg. Svitinn rann niður andlit hans, og hann var oröinn rjóður af erfiði. En heyrðu, Palli padda, sagði María, við erum alls ekki komin vel á veg enn þá, þú hefur aðeins grafið fimm sentímetra. Hve langt þurfum við að grafa í viðbót til að komast tii Kina? spurði Palli padda. í>úsundir kílómetra, sagði María. Palli padda yppti öxlum, þegar hann heyrði það. Ég er orðinn þreyttur, sagði hann. Hann rétti Karli skófluna. Síðan rétti hann úr sér í skugganum undir eikinni og blundaði. Karl gróf fimm til sex sentímetra í viðbót. Þá var hann orðinn þreyttur og fékk Maríu skófluna. Hún gróf um Það bil einn sentímetra, en þá heyrðu þau skyndilega rödd einhvers staðar neðan úr holunni. Einhver hrópaði: Hvert ætlið þið eiginlega að fara? Palli padda stökk á fætur. Við erum komin þangað, hrópaði hann. Við erum komin til Kina. Þetta er Kínverji. Karl, María og Palli padda þutu að hoiunni og störðu áköf niður. En þetta var alls enginn Kínverji. Þetta var ánamaðkur. Fyllið holuna aftur, sagði hann. Mér er svo kalt. Hve langt er til Kína? spurði Palli padda ánamaðkinn. Kína? sagði ánamaðkurinn. Um það hef ég aldrei heyrt talað. Fyllið holuna strax, og grafið á einhverjum öðrum stað. Karl, María og Palli padda hjálpuðust við að fylla iinluna aftur. Ég gæti trúað, að það væri auðveldara að komast til Kína eftir einhverri annarri ieið, sagði Karl. Já, þið getið farið, sagði Palii padda. Ég fer ekki fet. ir Magga litla var úti að tína blóm handa ihömmu sinni. Hún er á harða- hlaupum, eins og þið sjá- ið, því að henni liggur s\'o mikið á heim. E’f þið athugið myndina nánar, þá sjáið þið, að eitthvað vantar á hana. Hvað haldið þið, að það sé? Takið ykkur blýant, og dragið strik á milli taln- anna í réttri röð 1-2-3 o. s. frv. Lítið siöan á myndina. — Þeirn sýnist skammturinn vera stærri þegar þjónhin n er smávaxinn. —Jú mamma er heima — hún er í baðinu með pípulagningamanninum. — Finnst þér þetta svo rnikið — liugsaðu bara um allt sem ég keypti ckki. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.