Vikan


Vikan - 28.04.1960, Blaðsíða 5

Vikan - 28.04.1960, Blaðsíða 5
Könum sagt til syndanna — Bréf frá „einni af skárri sortinni" |— viljum helzt af öllu vera uppi í sveit. Og hvernig eigum við að komast að þessu, œtli það sé ekki óskaplega dýrt að setja þessháttar auglýsingu í franska dagblað? Við getum báðar bjargað okkur sœmilega i málinu, ef til kemur. Með fyrirfram þakklæti. Tvær stöllur. Eina ráðið, sem ég kann að gefa ykkur, er að þið snúið ykkur til franska sendiráðsins hér í borg og leitið þar upplýsinga, og efast ég ekki um að þær verði fúslega veittar. En mér finnst að þið ættuð um leið að athuga, hvort ekki myndu fáanlegar tvær franskar stúlkur hingað í kaupavinnu í ykkar stað — ef marka má það, sem sagt er, megum við illa við því að missa úr landi þær stúlkur, sem eru tilleiðanlegar að fara í sveit til vinnu yfir sumarmánuðina. atvinnuleyfi til að fara á norskt flutningaskip, og hvort það muni vera unnt að komast á þau. Svo þakka ég fyrir gott svar. Bless. H. Ef þú færð ráðningu á norskt skip í er- lendri höfn, kemur atvinnuleyfi ekki til greina fyrr en skipið kemur í norska höfn — en skylt er þá útgerðinni, ef leyfi fæst ekki, að sjá viðkomanda fyrir ókeypis fari hcim. Hvort auðvelt er að komast sem haseti eða kyndari á norsk flutningaskip, veit ég því miður ekki, en í sambandi við atvinnu- leyfið skal þess getið, að mörg norsk flutn- ingaskip eru í siglingum svo mánuðum og jafnvel árum skiptir, án þess að koma heim til Noregs. OG ENN EIN ... FORSÍÐAN Myndin er af aðalinn- gangi Tivolis í Kaup- mannahöfn. Við getum gengið út frá því sem vísu, að sá sem vinnur Kaupmannahafnarferðina í verðlaunakeppni Vikunnar, niuni örugglega leggja leið sína gegn um þetta glæsilega hlið, sem snýr út að Vestur- hrúargötu. SVAR TIL „KANATENGDAMÖMMU“. Reykjavík, 3. apríl 1960. Kæri póstur. Ég var að lesa síðasta töluhlað af „Vikunni" rétt 1 þessu. Það, sem einkum vakti þar athygli mina var bréfið frá „Kanatengdainömmu“, þar sem mér þóttu bornar fram harla einkennilegar fullyrðingar. Kanatengdamamma segir að Kan- arnir drekki ekki og reyki mjög litið, og kemst að þeirri niðurstöðu, að ungir menn i Banda- rikjunum séu reglusamir. Svo virðist sem þessi ágæta frú horfi til Bandaríkjanna gegnum ein- hver „himnaríkisgleraugu“, fyrst liún fullyrðir annað eins og þetta. Það er nefnilega altalað og víða sagt á prenti, að æskufólk vestur þar sé einhver forhertasti glæpalýður, sem um getur. Og ekki er öll sagan þar með sögð, því að þegar þessum lýð er smalað í herinn til að viðhalda kalda stríðinu, eru þeir verstu, það er að segja „úrhrökin“ send hingað til að vernda okkur, — til að hanga á sjoppum og miða byssum á íslendinga. Það er ekki að undra þótt mæður hér heima séu ánægðar með að seytján ára dætur þeirra giftist inn i þennan menningar- snauða Bandaríkjalýð, sem ver tómstundum sínum helzt til þess að lesa hazarblöð og hlusta á músikk óðra manna. ... Ég vil benda ungum stúlkum á að það er ólikt betra að eiga íslenzk- an að eiginmanni en bandarlskan hermann, þvi að við höfum alltaf staðið, og stöndum á hærra menningarstigi, en ef það á eftir að breytast, er ég hræddur um að úti sé um íslenzka þjóð. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Einn af skárri sortinni. Svo mörg eru þau orð. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að birta þetta bréf, þótt ekki væri til ananrs en að sýna hvernig fer, þegar annar sér ekkert nema svart, þar sem hinn aðilinn sér helzt ekkert nema hvitt. Þó neyddist ég til að sleppa úr bréfinu umsögn varðandi vissa veitingastaði, þar sem hún mundi hafa jaðrað við atvinnuróg. Það sanna í málinu mun, hér eins og oftast nær, liggja mitt öfganna á milli. Engar þjóðir, sízt þær fjölmennustu, verða dæmdar í heild eftir nokkrum einstaklingum, þaðan af síður for- dæmdar, og sízt af öllu verður hlutlaus dóm- ur kveðinn upp um þær á þeim forsendum, ef „dómarinn“ er annaðhvort haldinn tak- markalausu dálæti eða takmarkalausri and- úð á viðkomandi þjóð, einhverra orsaka vegna, sem ekkert eiga skylt við trútt menn- ingarmat. ATVINNULEYFI TIL SIGLINGA ... Vestmannaeyjum, 4. april 1960. Kæra Vika. Ég les „Vikuna“ alltaf og líkar mér hún ágæt- lega. Nú langar mig að vlta hvort ég muni Jwfa Kæri póstur. Mig langar til að biðja þig að reyna að hafa uppí á utanáskrift þessara manna fyrir mig: Rocco Granata — þess (?r syngur „Marina“: Pat FvIöÍSt lYieð Boone og Brigitte Bardot. Með beztu kveðjum. Hulda. verðlaunakeppninni. Samkvæmt venju kunnum við ekki annað váð en leyti til lesenda um aðstoð. Og þar »em það hefur áður gefist vel, skulum við vona hið bezta. Og ef svo fer, að þú komizt i bréfasamband við Brigittu, máttu gjarna skila kveðju til hennar frá mér. Getraunaseðillinn er á bls. 3 Þvottahúsið FÖNN Fjélugötu 19b. — Sfani 17220. hvað á ég að gera? Allir flibb- arnir og liningarnar á skyrt- unum mínum eru slitnar og trosnaðar og engin fæst til þjónustustarfa lengur! Reyndn hma í FÖNN, þar venda þeir slitnum flibbum og líningum um leið og þeir þvo skyrturn- ar. FÖNN. Fannhvitar Vandræðin leysast skyrtur aðeins frá F Ö N N .

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.