Vikan


Vikan - 19.05.1960, Blaðsíða 7

Vikan - 19.05.1960, Blaðsíða 7
af happdrættismiSunum, sem hann var a?! selja. Við Mark borguðum sinn helminginn hvort i miða Janet, þvi að hún var ekki heima. Ég taldi henni trú um, að ég hefði tekið peningana úr skúffunni hennar, þar sem hún geymdi te- dós með smúpeningum. hannig sparaði hún sam- an fyrir húsaleigunni. Við Mark lögðum stund- um peninga i baukinn, en aldrei injög mikið. — Hvort tveggja var, að ]iá hefði hún veitt því athygli og svo áttum við ekki heldur mikið að gefa. Það ótrúlega gerðist, að Mark fékk vinning á miðann sinn, ekki útvarpstækið, sem við höfð- um öll óskað okkur að vinna, heldur flugferð til Parfsar, — greitt var fyrir vikudvöl og ferðir báðar leiðir. Mark spurði mig í vandræðum sin- um, hvort ég héldi, að hann gæti fengið peninga í staðinn. Hann gat ekki flogið til Parisar. — Það var ekki aðeins, að hann missti af mikil- vægum fyrirlestrum, heldur mundi hann lika missa bæði störf sin. Þá fékk ég snjöllustu hug- mynd, sem nokkru sinni hefur skotið upp í koll mér. — Skiptu á miða við Janet. Hún er ekki heima! Janet mundi áreiðanlega hafa mjög gott af dálítilli loftslagsbreytingu og átta daga hvild og nægum mat, — mat, sem Frakkar einir kunna að tilreiða. Hún var orðin svo horuð og föl og alvarleg, að við áttum sjálf bágt með að trúa að þetta væri hún gamla Janet okkar, sem alltaf var brosandi. Janet var steinhætt að brosa. Mark var enga stund að skipta á happdrættis- miðanum. — Dyrnar hjá okkur hafa þann kost, að sami Tykillinn gengur að þeim öllum. Hann liggur undir dyramottunni hjá Mark, því að við Janet eigum hvorug slikan grip. Þegar Janet kom heim, varð ég að vekja at- hygli hennar á, að' búið væri að draga i happ- drættinu. Ég lézt vera mjög Teið yfir að hafa ekki unnið. Við höfðum reyndar treyst svo á, að eitthvert okkar ynni þetta útvarpstæki. — Kannski þú hafir unnið, sagði ég ismeygi- lega. Janet stóð þreytulega á fætur, gekk að skúff- unni sinni og dró upp miðann. Ég vinn aldrei neitt, sagði hún. En rétt á eftir settist hún niður og leit af blaðinu á miðann og af miðanum á blaðið aftur. Mark stóð i dyruniun og deplaði til min auga, um leið og Janet leit upp. Hún var náföl, og eitt skelfingaraugna- blik hélt ég, að hún hefði komizt að sannleik- anum, af því að Mark hafði deplað augunum til mín, en hún hafði ekki gert það. Ég get ekki farið til Parísar, sagði hún. Eg á engin föt, ekki einu sinni hatt! Ég fór að hlæja, þó að þetta væri raunar sorglegt. Alla sina æskudaga hafði Janet saumað; hatta annarra' smáum nálsporum, — sjálf átti hún engan. Þú getur fengið minn lánaðan, sagði ég göfug-r mannlega. Hann er reyndar fornlegur, en ‘pú getur sjálfsagt lagað hann eitthvað til. Hún gat það, og þegar hún fékk lika lánaðan stuttjakkann minn og silkivasaklút Marks, þá tók hún mikla ákvörðun. Hún andvarpaði mjðg djúpt og leit á okkur. Ég fer! sagði hún. Ef nokkur hefur nokk- urn tima haft þörf fyrir Parisarferð, þá er það ég! Við vorum á sömu skoðun, en siðar kom i ljós, að það var ekki af sömu ástæðu. .Tanet skrifaði okkur á hverjum degi. Henni leið prýðilega. Á niunda degi skrifaði hún, að hún hefði fengið vinnu. í Parts var enn hægt að nota stúlkur, sem saumuðu hatta! Hún hafði lika leigt sér herbergi, og flugfélagið hafði verið svo elskulegt að borga henni fargjaldið til bakaf svo að hún hefði peninga, þangað til hún fengi fyrst útborgað. í stuttu máli: Janet ætlaði að dveljast áfram. Neðan við bréf hennar stóð klausa, sem fékk okkur til að glápa hvort á annað ... — Nú þurfið þið þó ekki lengur að sitja niðri á Adams-bar, þegar þið viljið vera út af fyrir ykkur. Það var dásnmlegt, hvernig þið komuð mér burtu. — Hefði ekki Mark getað selt mið- ann? Nafnið hennar neðan við var dálitið máð, eins og hún hefði hellt vatni yfir það. Fyrstu fimm minúturnar skildum við Mark hvorki upp né niður. Þá settist Mark á rúmið mitt og sagði: —- Guð minn góður! Ég leyfði honum að sitja, því að þetta var sér- stakur viðburður, og undir slikum kringum- stæðum má fólk gjarnan setjast á rúmið mitt. — Handleggurinn! sagði Mark. — Hvað? spurði ég úti á þekju. — Jú, það var einn dag í kennslustund. að ég teiknaði taugarnar í handlegg, og af þvi ég hafði ekki pappír með mér, teiknaði ég aftan á happdrættismiðann. — F'ifl! sagði ég. Svo varð djúp þögn. — Og við, sem liéldum, að við værum góð við hana! Við höfum gert henni mikið illt. Hún hefur haldið . .. Vissirðu ekki, að hún var hrifin af þér, Mark? — Nei! sagði Mark undrandi. Smám samnn rann upp fyrir honum merking þess, sem ég hafði verið að segja, og andlitið á honum ljóm- aði eins og morgunsól. — Hvað er fargjaldið á þriðja farrými til Parísar? spurði hann. — Simskeyti er ódýrara! tautaði ég þurrlega. — Heldurðu, að hún komi? spurði hann ;og minnti i taugauppnáminu dáljtið á mann, sem ég hafði einu sinni séð hring.ja næturbjöllu hjá yfirsetukonu. — Ég held það ekki, sagði ég og fór að sverfa néglurnar á mér. Það leit út fyrir, að Mark ætl- aði að fara að gráta, svo að ég flýtti mér að bæta við: — Ég veit það! Mark varð svo glaður, að hann kyssti mig á ncfbroddinn. — Ég vona, að þú liafir á réttu að standa, sagði hann. Það reyndist svo. Nú er ég að litast um eftir nýju húsnæði, því að enn er Mark dásamlegasta karlvera, sem ég lief fyrir hitt, og ég er bara litil, rómantisk stúlka, sem á bágt með að sætta sig við þá hugs- un, að hann sé næstum kvæntur maður. Janet er farin að brosa aftur, — og ég yrki ljóð, sem eru snjallari en nokkru sinni fyrr. Þau eru öll um óhamingjusama ást. ★ VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.