Vikan


Vikan - 19.05.1960, Side 10

Vikan - 19.05.1960, Side 10
Ný verðlaunakeppni 5000 kr. fyrir tíkallinn Hugsið ykkur annað eins, góðir hálsar: Að taka einn meinleysislegan tíkall upp úr veskinu sinu og komast að raun um, að liann liefur fimmhundruðfalt gengi á við aðra tíkalla. Hann gildir sem sé á við fimm þúsund krónur. En ekki lengi, vel að merkja. Það er aðeins fyrstu vikuna frá því, er blaðið keniur út, að Vikan borgar svo ríflega fyrir þennan seðil. Ilann lækkar niður í 2000 kr. aðra vikuna, og hina þriðju mun hann gilda á kr. 500. Ljósmyndari blaðsins og eigandi fóru í leiðangur með seðihnn, og myndin var tekin, þegar hann var látinn i umferð að morgni hins 19. maí. Afgreiðslustúlkan lók við honum og hafði ekki hugmynd um þau verðmæti, sem hún hafði í hönduniun. Vikan efndi til sams konár keþþni á sl. hausti, nema hvað verðlaunin voru þá aðeins 500 kr. Seðillinn kom fram eítir háltan mánuð vestur á Elliheimili, en var látinn í umferð i „sjoppu“ við Kleppsveg. Númerið er c Við borgum kr. 5000 ef líkallinn kemur fram fyrstu vikuna frá 19. maí — 2G. maí. kr. 2000 ef seðillinn kemur fram aðra vikuna eftir útkomu hlaðsins. kr. ef hann kemur fram þriðju vik- una — 2. júní til 9. júní. Upp frá því er hann aðeins 10 kr. virði. Hús og húsbúoaduv Síðan farið var að reisa hús úr varanlegu efni hér á landi, hefur tíðkazt að hafa loft og veggi múrhúðað og málað. Séu Iitirnir þægilegir, gefur þetta íbúðinni rólegan svip og er ekki ástæða til þess að amast við þvi. Sunmm þykir það hins vegar nokkuð einhæf notkun byggingar- efnis og þvkir æskilegt að fá meiri lilbreytingu i sjálfa bygg- inguna. T'*á hafa menn gripið til þess ráðs að hlaða einslaka veggi úr múrsteini eð i einungis venju- logu grjóti. bá hefur lika mjög tíðkazt að klæCa einn og einn vegg með timbri eða einhvers konar plötum, og veggfóður, — sé það gott, — er sígilt til slikra hluta. Þannig liefur fengizt æski- Teg tilbreyting, sem myndar ljúf- legt samspiT við slétta, málaða múrfieti. Allt fram til þessa hefur Ioftið í íbúðinni orðið út undan. Það hefur einungis verið múrað og málað. Sé ibúðin innréttuð með breytilegu móti, gefur það auga leið, að loftið þarf að eiga þátt í því allsherjar-samspili. Þar kem- ur ýmislegt til greina. Sniða má niður trétex, hefla á því jaðrana og líma á loftið. Þá er smekksat- riði. hvort slétta eða hamraða hliðin er lálin snúa niðtir. Plöt- urnar eru síðan málaðar á eftir. Að undanförnu hefur verið flutt inn kork i þessu skyni. Það er i fremur litlum plötum með hcfl- uðum jöðrum og er mjög hlýlegt og skemmtilegt. Hið þriðja, sem kemur til greina, er timbur- klæðning. Henni má auðveldlega koma við, þólt loftið bafi verið steypt, og að sjáifsögðu er aTltaf óþarft að múrhúða loftið, sé það klætt á einhvern hátt. Hið fjörða er það að koma fyrir bitum í loftinu eða ögn fyrir neðan það. Þá er loftið haft slétt og málað eða þá klætt með einhvers konar Framhald á bls. 32. ■ 'v. i#fl 10

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.