Vikan


Vikan - 19.05.1960, Síða 19

Vikan - 19.05.1960, Síða 19
Selur málverk eftir listmálara Þeir, sem eitthvað fylgjast. með myndlist, munu hafa heyrt um nýjan sýningarsai á Týs- götu. Sá, sem fyrir því mannvirki stendur, heitir Guðmundur Árnason, og sést hann á þessari mynd ásamt máiverki eftir Jóhannes Jóhannesson listmálara. Jóhannes var einn hinna fyrstu, sem sýndi i sýningarsal Guðmund- ar, en málverkið, sem Guðmundur heldur á, var raunar ekki á þeirri sýningu, heldur var hann að imiramma það. Guðmundur hefur stundað innrömmun um margra ára skeið og haft list- vérzlun jafnframt. Hann er sonur séra Arna Þórarinssonar, þess merkisklerks, sem Þórberg- ur hefur lagt fram drjúgan skerf til þess að gera ódauðlegan. Það er mjög lofsvert að auðvelda mynd- iistarmönnum að ná sambandi við fóikið og verður bezt gert á þennan hátt. Nú tiðkast allmjög að gefa málverk í tækifærisgjafir, og þá ar gott að vita, að i sýningarsalnum við Týsgötu er ævinlega eitthvað gott á boðstói- um, sem ber langt aí því rusli, er ýmsir kaupa- héðnar hafa á boðstólum eftir húsamálara og plata inn á saklaust fóik., Hún heitir Marta María og kom i heimsókn til okkar snemina í páskavikunni, og þar sem okkur var kunnugt um, að hún var nýkomin tii landsins eftir nokkurra mánaða dvöl á Ítalíu, spurðum við hana frétta þarna að sunnan. — Varstu i Róm? — Já, aðallega. Fór snöggvast til Flórens og í stutta ferð til Napoli og Capri. — Og hvað hafðir þú fyrir stafni þarna i Rómaborg? — Var í skóla. Og til að hjálpa upp á fjár- haginn, réði ég mig í vist i tvo mánuði. Það vai ósköp rólegt — nær eingöngu barnagæzla, gætti barnanna á kvöldin, þegar hjónin brugðu sér út í selskapslífið. Fyrir það fékk ég l'rítt her- liergi og fæði. — Og áttu þau mörg börn? — Tvær telpur, fimm og níu ára. — (laztu talað við þær? — Það var nú lítið annað en fingramál til að byrja raeð - en það lagaðist nú smam saman. — En töluðu hjóriin ekki ensku? — JÚ, frúin dálitið — en maðurinn lítið. Var þetta vel metin og virðuleg •fjölskylda? — Já. Húsbóndinn var ritstjóri tveggja viku- blaða i borginni, annað hét fl Purido en bitt var litið auglýsingablað. Þetta var mjög elsku- legt fólk. — Voru margir íslendingar í Róm? — Nei, þeir voru ekki margir -— en þar er þó fyrsjan að lelja Hilmar Kristjónsson og fjöl- skyldu, sem hafa verið búsett þarna lengi. Eru þau þjónin íslenzkum ferðá- og námsmönnum mikil sfoð. Einnig voru þar fjórir piltar og ein stúlka við nám. í janúarlok kom svo Jón Sigurbjörnsson söngvari til áframhaldandi söng- náms. Eggert Stefánsson og konu hans hitti ég lika, en jiau dvöld'u í Róm stuttan tírna sér til hressingar og hvíldar. — Það hefir ekki verið stofnað neitt íslend- ingafélag þarna? — Nei, til þess vorum við nú of fá. En við þekktumsl öll og hittumst við og við. — Hvernig -virtist þér almenningur í Róm lifa — góðu lífi? — Á yfirborðinu er ekki annað að sjá. Annars er ítalskf líf allt öðruvísi en hérna heima. Ein- Framhald á bls. 33. 18 „ítalir eyða öllu í föt“ Þeir standa við grunn hallarinnar Akveðið hefur verið að reisa stóra iþrótta- og sýn- ingarliöll í Laugardal í Reykjavík, og eru framkvæmd- ir hafnar við grunninn. Hér þarf fyrir mörgu að sjá, en traustir menn hafa tekið starfann að sér og leiða hann vonandi til lykta á farsælan hátt. Skarphéðinn Jóhannsson arkítekt stendUr næst á myndinni. Við hlið hans stendur Gísli Halldórsson arkítekt, en þeir liafa teiknað liúsið og munu hafa yfirumsjón með byggingu þess. Næstur þeim er Geir Hallgrimsson borgarstjóri og þá Jónafy B. Jónsson, fræðslufulltrúi bæjarins. — Maðurinn minn vill fá matinn í rúmið. •— Láttu nú ekki svona Jón minn, einhver verður að tapa, Þeir leiktjöld Skálholt eftir Kamban hefur að vonum vakið mikla athygli, enda hafa góðir leikendur fengið verkið til meðferðar. Þessi mynd er tekin á æfingu, þar sem leikstjórinn, Baldvin Hall- dórsson, er að útskýra fyrir þeim Ævari Kvaran og Helga Skúlasyni, hvaða skilning hann vill leggja í scrstakt atriði. Svo er Jjað prófað aftur og aftur, unz leikstjórinn er ánægður. ‘l^ESSAR myndir eru teknar á trésmíðaverk- stæði Þjóðleikhússins, og smiðirnir eru að smíða leiktjöld vegna hátíðarsýningar Þjóðleik- hússins. Sá á efri myndinni heitir Eyvindur Erlendsson og stundar nám við Þjóðleikhús- skólann um þessar mundir. Hann leikur auk þess i Kardemommubænum, og í vetur hcyrðum við í honum í útvarpsleikritinu: Umhverfis Jörðina á 80 dögum. Eyvindur er frá Dals- mynni í Biskupstungum og lærði húsgagnasmíði á Selfossi. Þar byrjaði hann að leika og hyggst nú helga sig listinni einvörðungu. Þegar stund gefst frá námi og æfingum, grípur hann í leik- tjaldasmiðina, og þá kemur trésmíðakunnáttan að góðu liði. Eyvindur er lescndum Vikunnar ekki Jneð öllu ókunnur: Ekki alls fyrir Iöngh birtust eftir hann tvær ágætar teikningar með smásögum eftir íslenzka höfunda. Smiðurinn á neðri myndinni heitir Kristinn Friðriksson. Hann er 72 ára og hefur unnið við leiktjaldasmiði i rúm fjörutíu ár. Hann hóf störf hjá Leikfélagi Reykjavikur árið 1918 og sá um öll leiktjöld þar til ársins 1950, er hann réðst. til Þjóðleikhússins eins og svo margir aðrir starfsmenn L. R. Á trésmiðaverkstæði Þjóðleikhússins er unnið allt árið um kring, þó að sjálft leikárið nái ekki yfir nema vetrartímann, því að undirbúningur er oft mjög mikill fyrir haustið, er Jeiksýningar hefjast að nýju. Fiskurinn farinn að kólna Fyrir skömmu birtist smásaga í Vikunni eftir þennan unga mann. Hún bar yfirskriftina: Fiskurinn má ekki kólna. — Höfundurinn heitir Sigurður Hreiðar og er blaðamaður við Tímann, en smásagnahöfundur i tómstundum. Nú var það ætlunin, að þessi mynd birtist með sögunni, en fórst fyrir, og kemur hún hér með seinni skipunum, og verður þá fiskurinn sennilega far- inn að kólna eitthvað, þegar hún sér dagsins ljós. 19

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.