Vikan


Vikan - 19.05.1960, Síða 26

Vikan - 19.05.1960, Síða 26
Tékkneskir hjólbarðar B A R U M eru traustir og endingargóðir. B A R U M eru ódýrastir á markaðnum. B A R U M fást í stærstu sérverziunum landsins. Kynniö yður Barum. Uo Reikningsskilin standa joín Framhald af bls. 13. leið út úr ógöngunum. Hún hafði ekki þorað aí fara til lögreglunnar með bréf Rogers. Penny gaf sér ekki mikinn tíma til umhugs- unar. Reiðin sauð í henni. Það hefði verið hægt að bjarga Cathy. Stúlkan hafði haft margt gotl í sér og bein í nefinu — þrátt fyrir allt. Eina synd hennar var aðeins sú, að hún hafði orðið hrfin af Roger Smith, en orðið að gjalda fyrir með lífi sinu. En þessi ógeðslegi þorpari gat haldið óáreittur áfram að eyðileggja heilsu og framtíð einhverra annarra stúlkna. Penny gekk áleiðis til dyranna, en nam staðar og kveinkaði sér undan sársaukanum í hælsærinu. Hún tók af sér skóna og svipaðist um í stofunni, þar til hún kom auga á háhælaða skó, er stóðu við legubekkinn. Cathy hafði stærri fætur en hún, og hún vonaði, að hennar skór meiddu hana ekki eins mikið og sinir eigin. Hún skipti um skó í flýti, greip hand- tösku sína og hanzka og hljóp niður stiginn frá húsinu. Hún gat hvort sem var ekkert gerl fyrir Cathy, — ekki annað en það, sem hún var á leiðinni til að framkvæma. Penny starfaði vélrænt og án umhugsunar. N'úverandi dvalarstaður Rogers Smitli var her- bcrgi uppi yfir bílskúr, sem stóð ef'st á lóð bak við bifreiðaverkstæði. Innkeyrslan var eilt for- arsvað, mettað af smurningsolíum og benzín- leðju. Hún fikraði sig upp ryðgaðar járntröpp- urnar, sem lágu upp að herbergiskytrunni, þar sem Roger bjó, ,— þessi ungi maður, sem einu sinni hafði verið vel efnum búinn. Penny drap á dyr, en uppgötvaði þá, að þær voru ólæstar. Hún var fegin því, að Cathy hafði kosið að leggja spilin á borðið og segja lienni frá því viðurstyggilega lífi, sem Roger hafði upp á að bjóða. Án lýsingar Catliyjar á staðnum mundi Penny aldrei hafa fundið hann. Engum gat dottið i hug, að uppi yfir bílskúrnum væri mannabústaður. En Roger kunni því .sennilega bezt þannig. Það var hálfdimmt í herberginu, og Penny sá aðeins móta fyrir Roger í rökkrinu, þegar hann rcis upp í óhreinu fletinu. — Hver í ósköpunum eruð þér? kallaði liann. — Mvað viljið þér hingað? — Hann rétti út höndina til þess að kveikja ljósið, en Penny stöðvaði hann. — Við skulum ekki kveikja ljós, — sagði hún hægt og rólega. Ljósið er bara til óþæg- inda. Það er langur timi, sem þér hafið orðið að blða. Cathy sendi mig. Hún varð fyrir því óhappi að snúa á sér fótinn og gat þvi ekki komið sjálf ... Nei, nei, það er ekki neitt að óttast. Ég er sjálf í þessu, og ég veit, hvað það er að vera án þess ... Hann virtist taka liana trúanlega. Hann var augsýnilega í því ástandi, að hið eina, sem skipti máli, var ;,stoff“. — Hafið þér sprautu? spurði liún. Hann rétti henni liana, og það fór hrollur um Penny, þegar hún sá, hve óhrein sprautan var, — beinlinis lífsliættuleg á fleiri en einn hátt. Hún opnaði töskuna sína og tók upp úr henni hylki með gulleitum vökva i. Hún vonaði, að hann tæki ekki eftir, að hylkið var úr mjúku plasti, en ekki úr gleri. — En hún var viðbúin þvi og hafði svar á reiðum höndum, ef til kæmi. — Viljið' þér gera þetta sjálfur, eða á ég ... ? spurði hún og rétti honum fyllta sprautuna. Henni létti, þegar hann tók við sprautunni. Það mundi ekki liggja eins þungt á samvizku liennar, ef það væri hann sjálfur, sem gæfi sér hina síðustu innspýtingu. Hún gekk í hægðum sinurn áleiðis til sumar- hússins. Hún var dauðþreytt, en það var aðeins eitt enn þá, sem hún átti eftir. Hún flýtti sér inn í stofuna og skipti um skó. Skór Cathyjar voru ataðir olíublandaðri leðju, og Penny uinl- aði afsökunarorð til stúlkunnar á legubekkn- um, þegar hún skilaði þeim — á sama stað. — Þeir eru alveg ónýtir, Cathy, en það skiptir vist ekki máli núna. Þú hefur ekki not fyrir þá framar. Siðan gekk hún að símanum og hringdi á lög- reglustöðina. Það var MacFarlane sjálfur, sem svaraði í simann. — Cathy Justin er dáin, sagði Penny. Það er sjálfsmorð. Gas. — Ég skal koma undireins, — sagði Mac- Farlane. — Biðið þarna eftir mér. Það var ekki mikið, sem þurfti að skrifa á skýrslueyðublaðið. Læknirinn, sem var i fylgd með MacFarlane, úrskurðaði, að unga stúlkan hefði látið lífið skömmu eftir hádegi. Þegar læknirinn var farinn, bauð McFarlane Penny að aka henni heim til sjúkrahússins. Penny þáði boðið feginsamlega. Hún var alveg uppgefin og langaði ekkert til að ganga þessa löngu leið til sporvagnastöðvarinnar, eins sár- fætt og hún var. Þegar hún ætlaði að setja á sig hanzkana, tók hún eftir, að annar þeirra var allur ataður út í óhreinindum. Þá mundi hún allt i einu eftir því, að hún hafði misst annan hanzkann á leiðinni frá herbergi Rogérs og hafði stigið ofan á hann með skó Cathyjar. Hún hætti þvi við að setja á sig hanzkana, en settist í framsæti bifreiðarinnar við hliðina á Mac- Farlane, sem notaði tækifærið til þess að þakka henni enn einu sinni fyrir það að hafa sent Jeanne litlu heila lieilsu heim til sín aftur. — Hún er litli sólargeislinn okkar, Penny. Og ef ég get einhvern tíina gert eitthvað fyrir yður, þá látið mig vita. — Það er ekkert, sem þér getið gert fyrir mig, sagði Penny og fann um leið, hve óhugn- anlega satt það var. í fyrramálið — eða mjög bráðlega — mundu þeir finna Roger, og hún yrði ákærð fyrir morð. Henni hafði ekki dottið þetta í hug fyrr, en þannig hlaut það að fara. Róger hafði verið myrtur, og lögreglan mundi hefja tafarlausa leit að morðingjanum. Svona gekk það venju- lega til, — og við því var ekkert að gera. Hún þakkaði MacFarlane fyrir ökuferðina, tók handtöskuna sína og gekk eins og í leiðslu upp á herbergi sitt. Henni kom ekki dúr á auga um nóttina. Hún hugsaði um Cathy og hvernig allt hefði getað farið öðruvísi. Henni datt Roger ekki beinlínis i hug, en hún hafði hugboð um, að allt, sem liún gerði, væri i siðasta skipti ... Þeir mundu bráðlega koma og ná í hana, — mjög bráðlega ... Það liðu fjórir dagar, áður en hún sá Mac- Farlane. Hún var ekki undrandi á komu hans, — aðeins undrandi á þvi, hve þetta hafði tekið langan tíma. — Ég átti leið hérna fram hjá, — sagði hann. — Og mér datt i hug að líta upp til yðar og skila kveðju frá konunni minni og Jeanne litlu ... Nú, hugsaði Penny. Það var fallega gert af lionum að byrja svona, en ég hefði nú heldur kosið, að hann gengi beint til verks. Hið eina, sem hún þráði, var það, að gert yrði út um tnálið sem allra fyrst. — Þér hafið líklega heyrt um Roger Smith? sagði MacFarlane og gekk að glugganum, svo að hann sneri baki að Penny. — Var hann ekki sjúklingur yðar einu sinni? Hann er dáinn. Þeir fundu hann í morgun. Læknirinn telur, að það séu þrír eða fjórir dagar, síðan hann lézt. Það er ekki auðvelt að segja nákvæmlega til um tímann ... — Nú, sagði Penny. — Svo að nú skiljum við ástæðuna fyrir sjálfsmorði vinkonu yðar. MacFarlane sneri sér við, svo að Penny sá framan i hann, en hann forðaðist að mæta augnaráði hennar. — Hvað eigið þér við? spurði Penny alveg rugluð. — Hann hefur murkað lífið úr aumingja stúlkunni. Yður er vlst ekki kunnugt um það, að við höfum haft auga með Roger Smith lengi, og við vissum, hvað var á seyði. En við gátum 26 VIK A N

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.