Vikan


Vikan - 19.05.1960, Síða 29

Vikan - 19.05.1960, Síða 29
„og kannski hefur blóð úr þvi sletzt á mig, þegar ég dró það heim.“ Fógeti sendi byssur beggja manna til FBI-rann- sóknarstöðvanna í Washington ásamt kúlunni, sem kaupmaðurinn var drepinn með, og sýnishorni af blóðinu á sokkum fangans fyrrverandi og hegn- ingarvottorði hans. 1 Washington var blóðið fyrst rannsakað i blóðrannsóknardeildinni, og kom þá í Ijós, að það var ekki úr manni. — Þá var að athuga byssurnar. Nú er það vitað mál, að engin tvö byssuhlaup eru nákvæmlega eins, jafnvel þótt leikmaður sjái þar engan mun. Þegar byssa er búin til í verksmiðju, eru smáójöfnur látnar vera í hlaupi hennar, og þær rispa kúlurnar, um leið og þær renna í gegnum það. Þegar kúlurnar eru skoðaðar í sterkri smásjá, sjást rispur þessar greinilega eins og fingraför. Sérfræðingar tóku nú byssu fangans og skutu úr henni inn í þar til gerðan sívalning, sem fylitur var með baðmull. Kúlan var síðan borin saman við kúluna, sem maðurinn var myrtur með. Kúlurnar voru ekki eins. Síðan var nákvæmlega sama aðferð höfð við byssu Eskimóans. Kúlurnar tvær voru settar undir smásjána, og þá kom í Ijós, að rispurnar í báðum kúlum féllu saman, — þær voru ná- kvæmlega eins! Skýrsla um þessar niðurstöður var jafnskjótt send fógetanum í Nome. Óhugsandi var, að kúlan, sem varð John Nilima að bana, hefði komið úr annarri byssu en byssu Eskimóans. Þegar svo var komið, játaði hann á sig glæpinn og vai dæmdur í 20 ára betrunarhússvist. Það var nú sannað, að fyrrum tugthússfangi og fjandmaður kaupmanns- ins var saklaus, og var hann látinn laus umsvifa- laust. Oft eru það óliklegustu hlutir, sem leiða lög- regluna á sporið, hvort sem um er að ræða seka menn eða saklausa. Sennilega veit Nikita Krústjof, forsætisráðherra Sovétríkjanna, ekkert af þvi, að heimsókn hans til Bandaríkjanna varð til þess að afhjúpa þjóf, ræningja og morðingja, sem ekki aðeins bandarísk yfirvöld höfðu leitað að árum saman, heldur einnig franska lögreglan. Það er siður FBI að rannsaka skilríki allra þeirra, sem líklegt er, að komast muni I námunda við erlend stórmenni, sem til landsins koma, og þá sér í lagi starfsfólk þeirra gistihúsa, þar sem hinum frægu gestum er ætlað að búa. Forsætisráðherrann átti samkvæmt áætlun að koma til San Francisco, og þar var ætlunin. að hann byggi á hótelinu Mark Hopkins. Þegar FBI athugaði listann yfir starfsfólk hótelsins í þeim tilgangi að rannsaka hegningarvottorð þess, kom í Ijós nafn Antoine (Tony) Sinibaldis, 44 ára aðstoðarmatsveins. Franska öryggislögreglan var að ieita að manni með þessu nafni, en Sinibaldi neitaði að hafa nokkurn tíma átt I brösum við lögregluna og kvað myndina, sem lögreglan lagði fram, vera af frænda sínum, sem líka héti Sinibaldi. En austur í Washington var að finna fróðlegar upplýsingar um feril Sinibaldis. Samkvæmt skjöl- um frönsku lögreglunnar hafði Sinibaldi verið I bófaflokki, sem stal 20 milljónum franka I verð- bréfum úr landsbanka Indó-Kína árið 1946. Tæpu ári síðar fannst lík stúlkunnar Jeanne Plaissais I skógi fyrir utan París, og reyndist hún hafa verið vinkona eins bófans. Frönsk yfirvöld upplýstu, að Sinibaldi hefði myrt hana 4. apríl 1947, þar eð hann hélt, að hún hefði I hyggju að gefa lög- reglunni upplýsingar um félaga bófaflokksins. Áf skýrslum FBI kom enn fremur I ljós, að hinn 14. nóvember 1950 hafði vararæðismaður Frakka í New York, George Roux, afhent bandarískum stjórnarvöldum kæru á hendur Sinibaldi. þar sem hann er ákærður fyrir morð og fyrir að hafa tekið við stolnu fé. Kæran var gefin út, og síðan hafði FBI haldið uppi leit að Sinibaldi I níu ár. Og ekki var nóg með, að hann væri á lista frönsku lögreglunnar yfir þá menn, sem mest reið á að finna, heldur var hans leitað af lögregluyfir- völdum flestra landa heims utan járntjaldsland- anna. En hver var nú hinn raunverulegi morðingi stúlkunnar, — maðurinn, sem FBI hafði I varð- haldi, eða frændi hans? Fingraför aðstoðarmat- sveinsins frá Korsíku voru nákvæmlega eins og glæpamannsins, sem leitað hafði verið að! Og nóttina, sem sovézki forsætisráðherrann dvaldist á hótelinu, var Sinibaldi vandlega lokaður bak við lás og slá. Síðar tóku frönsk yfirvöld við honum. Hvernig stendur á blóðblettum framan á bíl tveggja pilta, sem teknir eru fyrir of hraðan akstur? Það var þetta, sem lögreglustjóri nokkur vildi vita, er hann sendi sýnishorn af blóðinu til rannsóknarstofu FBI I Washington ásamt blóði, er einnig haíði fundizt á Þjóðveginum. Grunur lék á, að þar hefði verið ekið á mann og hinir seku síðan forðað sér. Hins vegar haíðí ekkert lik fundizt, enginn hafði týnzt þar I grennd, en piltarnir gátu ekki gefið fullnægjandi skýringu á blóðblettunum á bílnum. FBI-fulltrúi framkvæmdi blóðrannsóknirnar, og ekkert frekar var gert I málinu, meðan beðið var eftir úrskurði hans. En innan skamms kom svarið: Blóðið var úr nautgrip. Piltarnir höfðu sem sé ekið á kú, en ekki mann, eins og ótt.azt hafði verið. Þeir sluppu með duglega ráðningu og ávítur fyrir of hraðan akstur. Það eitt, að maður hafi áður verið dæmdur, er vitanlega ekki nóg til Þess að álykta, að hann sé viðriðinn annað sakamál. Þegar John Stoppelli, öðru nafni „veggjalúsin" og alræmdur eiturlyfjasali, var dæmdur sekur vegna eiturlyfjasölu í San Franeisco árið 1949, trúði lögfræðingur hans fastlega á sakleysi hans. Hann fór því fram á, að FBI bæri fingraför skjól- stæðings síns saman við Þau fingraför, sem fund- izt höfðu á umslagi með heróini, sem um var að ræða. FBI svaraði, að fingraförin á umslaginu væru ekki eftir Stoppelli. Lögreglumaðurinn, sem sagði okkur þetta dæmi, lauk frásögn sinni með þessum orðum: „Það skiptir ekki máli, hve djúpt maðurinn er sokk- inn, — hann hefur borgaraleg réttindi, sem okkur ber að vernda. Við sendum því FBI-skýrsluna aft- ur til fylkisdómsmálaráðherrans í San Francisco. Árangurinn varð sá, að þáverandi forseti lands- ins, Harry S. Truman, breytti dómnum yfir Stoppelli.“ Snillmgnrinn frá Aberdeen Framhald af bls. 9. luigðist telja fram peningana, fékk hann allt í einu bakþanka. Hann gat bókstaflega ekki með nokkru móti sleppt þeim úr liendi sér, og til þess að láta sem minnst á því bera fór liann að spyrja um verð á öðrum hljóðfærum. Hvernig þessu lauk? Jú, nú kem ég það þvi. Þetta er ein af þeiin sögum, sem fara ágætlega, þótt útlitið sé eins afleitt og hugsazt getur. Nokkrum árum síðar var Arcliie McNugget nefnilega einn af tónlistarmönnnm þeim, sem skemmtu gestunum á víðkunnum veitingastað í Lundúnum. Hann beið að tjaldabaki, reiðubúinn að ganga inn á leiksviðið, — beið aðeins eftir þvi, að kynnirinn ávarpaði gestina: — Og næst, heiðruðu gestir, fáið þið að heyra hið fræga tónverk, Næturgalann, blístr- að af skozka blístursmeistaranum ... Archie McNugget ... BERGEN-DIESEl 8 (Yl. BERGEN-DIESEL BERGEN-DIESEL, hin fullkomna fiski- bátavél með nýjustu endurbótum á sviði véltækninnar. Stærð- ir 250 til 660 HK. — Skrúfuútbúnaður hin víðkunna Liaaen gerð. MARH A-DIESEl Ljósavélasamstæður, dælur, loftþjöppur og til hverskonar rafmagnsnotkunar. Ennfremur smábátavélar í stærðum frá 8 hestöflum til 48 hestafla. Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnsson h.f. Skúlatúni 6. — Sími 15753. XIKAN , ; . j ^ _ ^I.^i 29

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.