Vikan


Vikan - 26.05.1960, Qupperneq 6

Vikan - 26.05.1960, Qupperneq 6
Smásaga eftir Bjöxn Braga Hann sat og virti tómt glasið fyrir sér, sljóum augum; tvítugur verkamaður á fyllirii í leigu- herberginu sfnu. Hann var langur, toginleitur, úfinhœrður og hjólbeinóttur og sat á stól við gamla skrifborðið sitt, velti fyrir sér tómu glasinu og var hugsi. Svo lét liann glasið frá sér á borðið og teygði sig eftir brennivinsflösk- unni undir borð. Hann var ekki orðinn fullur, en það var farið að svífa á hann, og þegar hann hellti í glasið, var hönd hans óstyrk. — Áður en lengra er haldið, skal þess getið, að hann hét Guðjón Aðalsteinn Jónsson, var verkamuð- ur á höfninni í Reykjavík og drakk i frístund- um sínum — núorðið. Núorðið, — nú er allt breytt, tautaði hann, um leið og hann kveikti sér í sigarettu og fékk sér snaps. Hann strauk um skítuga skeggbroddana og endurtók: Nú er allt breytt. Og á meðan hann sogaði að sér reykinn, lét hann liugann reika til liðinna tima, fylltist einhverju ofvæni, fékk gamalkunnan kökk í hálsinn og fann tárin læð- ast fram i augun. Þá ræskti hann sig og gerði sig grimmdarlegan i andliti, beit saman tönn- unum og muldi sígarettuna i öskubakkanum. Hann var ekki enn búinn að sætta sig við eða venjast því, að nú var allt breytt. Hún hafði sagt, að það lagaðist allt með tím- SúiSanum, hann mundi lækna þetta smávægilega \i.sár. Það var, þegar hún sagði honum upp. Guðjóni stóð sú stund enn fyrir hugskotssjón- um. Það var á kaffihúsi; fólk kom og fór, þykkur sígarettureykur í loftinu, tvær rosknar konur við næsta borð og drukkinn náungi úti í horni. Já, hann mundi meira að segja enn, að stúlkan, sem gekk um beina, var freknótt. Og nú var liðið ár. Og hún hafði setið á móti honum, stúlkan hans, aldrei fallegri en þá, aldrei betur klædd. Og um leið og hann kveikti I annarri stgarettu, strauk hann sér um vangann og lyfti glasinu. Steini minn, liafði hún sagt. Steini minn, þetta er allt búið. Ég vil ekki halda þessu áfram lengur. Hann hafði verið að hugsa um annað, heimsku- legan danslagatexta í útvarpinu, verið að ígrunda hann í sœlli rólegheitakennd — með stúlkuna sina fyrir framan sig. Svo tók hann við sér, missti þráðinn og sagði: Hvað er búið, elskanV Allt — á milli okkar. Ég vil ekki halda þessu áfram lengur. Hann starði á hana steini lostinn og sá, að hún horfði alvarlega á sig. Samt var henni ekki rótt. Hún aðgælti svipbrigði lians náið. Skyndilega stóð allt á höfði, veitingastofan, fólkið, hún og hann. Undarleg, tóm þögn þrengdi VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.