Vikan


Vikan - 26.05.1960, Side 7

Vikan - 26.05.1960, Side 7
sér inn f hann, og hjartað hamratSi i brjósti hans. iHonum fannst hann ver8a aS segja eitt- hva8, en hann gat ekkert sagt. ÞatS var þá þetta. Strax um kvöldið hafði honum fundizt, að eitt- hvað óvenjulegt lœgi i loftinu, og það var þá þetta. Örvænting, heit og þung, fyllti huga hans og varnaði honum máls. Hann sagði ekkert, starði aðeins á unnustu sina með hálfopinn mtinn, en sagði ekkert. Aldrei var hann þó skýrari en á þessu augnabliki; hann tók ná- kvæmlega eftir öllu, sem gerðist i kringum þau. Drukkni maðurinn úti í horni var að hella kaffi t bollann sinn. Þjónustustúlkan var að taka víð greiðslu hjá rosknu konunum, en gaf honum auga annað veifið. Tveir ungir menn komu inn og settust hlæjandi við borð. Guðjón tók eftir þessu öllu án þess að hugsa nánar út í það. Gunna, Gunna mín, hvers vegna talarðu svona? sagði hann svo. Við, sem elskum hvort annað ... Við gerum það ekki, Steini minn, ekki lengur. Þú veizt, hvernig þetta hefur gengið upp á siðkastið, ekkert annað en ... Já, en ... elskan min, það er ekkert að marka, sagði hann örvæntingarfullur. Svo hætti hann að tala. Hann fann kökk þrengja að hálsi sin- um; það var eins og undarlegur þungi legðist yfir hann og varnaði honum máls. Á sama and- artaki skildist honum, að hér gat hann ekkert sagt. Hún hefði tekið endanlega ákvörðun, sem ekki yrði haggað. Þau horfðu hvort á annað. Svo leit liún undan, náði i sigarettu i veskið sitt og kveikti i henni. Þau sátu um stund þögul, hann fullur annar- legraf, nýrrar geðshræringar, hún óróleg. Hún fítlaði vandræðalega við svörtu hanzkana sina, sem lágu á borðinu, og horfði í kjöltu sér. Svo leit hún upp og sagði: Reyndu að skilja mig, Steini minn. Þetta getur ekkí gengið svona lengur. Hann horfðí enn á hana, tómum augum: ,Tá, en ég ... Ég veit það, sagði hún þá, en þetta kemur allt með timanum. Hann læknar þetta smá- vægilega sár. Þau horfðu hvort á annað. Hann langaði til að tala, fullvissa hana um, að þetta væri tóm vitleysa i henni, hvort hún vissi ekki, að þau væru bæði svo hamingjusöm, að þau elskuðu hvort annað, að þau hefðu alltaf verið stað- ráðin i að giftast, — strax og úr rættist og þau færu að hafa cinhver peningaráð. Mundi hún ekki, hvað þau höfðu talað mikið um þessa hluti, bollalagt þá fram og til baka? Yar hún búin að gleyma þvi, að seinast fyrir viku sátu þau saman í rúminn hans, drukku gosdrykki, töluðu saman og hlógu að einhverju skringilegu? Hann lang- aði til að minna hana á þetta allt og ýmislegt fleira, en hann gat ekkert sagt. Eitthvað hafði gerzt, eitthvað hræðilegt hafði komið fyrir og brotið niður allt. Hiin var staðin upp og var að fara i kápuna sína. Hún hinkraði við, hann sat lotinn í herðum, hallaði undir flatt og horfði á hana. Ætlarðu ekki að segja neitt, Steini minn, sagði hún lágt. Ég ... ég get ekkert sagt, sagði hann brost- inni röddu. .Tæja. Vertu blessaður, Steini minn, og hafðu það nú gott. Hún hikaði við og ætlaði ef til vill að segja eitthvað fleira, en svo snerist hún á hæli og gekk út. Hann sat eftir i þögn. Hér höfðu engin orð átt við. Af rælni frekar en löngun lauk hann við kaffið úr bollanum og drap i sfgarettunni hennar i öskubakkanum. Siðan stóð hann upp, fór i lYIp- una sina og gekk út. Hann reikaði stefnulaust um göturnar, og nú tók haan ekki eftir neinu framar. Hugur hans var fullur af brjálæðis- kenndum órum, vonleysi og kvöl. Hann vissi mætavel, að við þessu varð ekkert gert, hún var honum töpuð að eilifu. Og þó átti hann einhvers staðar til örlitinn neista’ af von. Eitthvað hlaut að vera hægt að gera. Ætti hann að kaupa handa henni sjö rauðar rósir, færa henni þær og segj- ast elska hana? Eða væri skynsamlegra i þessu tilfelli að taka úr bankanum þessa aura, sem hann hafði verið að spara, og gefa henni vand- að stálúr? Smám saman varð hann vonbetri, og óttinn og örvæntingin í hjarta hans livarf að mestu leyti. Hann gældi við þessa hugmynd: stálúr, stálúr. Hún hefði oft talað um, að sig langaði til þess að eiga úr; hvort hún kysi sér heldur stálúr eða gullúr, jiað var honum ekki fyllilega ljóst. Að hugsa sér, hvað hún yrði glöð, þegar hann færði henni úrið! Hún mundi vafalaust hoppa upp um hálsinn á honum og segjast elska hann, leggja vanga sinn þétt að hans. Svo færu þan að skoða úrið, hún að festa það á sig, og hann stæði hjá og talaði við hana: Hvað segirðu um bió i kvöld, elskan min? Eða eigum við kannski held- ur að fara í Þjóðleikhúsið? Jæja? Bara i bíó i þetta sinn. Allt i lagi, fyrst hún vildi heldur hafa það svo. Og þau yrðu of sein eins og venjulega, héldust í liendur, á meðan sýningin stæði yfir, og tækju ekki eftir neinu nema sjálfum sér. Hann rankaði við sér. Hann var kominn inn á Klapparstíg og átti hingað ekkert erindi. Það var orðið áliðið kvölds, og það rar sunnudagur. Á morgun var vinna, hann yrði nð vakna snemrna í fyrramálið. En í eftirmiðdaginn mundi hann fá frí. Eftir hádegi ætlaði hann að kaupa úrið. Og kvöldið ... Hann var komimn heim fyrir klukkan 11 um kvöldið. Hann sat um stund á rúminu og reykti, var kominn í ágætt skap og hafði talið sér trú um, að nú yrði allt i lagi. Utan af götunni heyrð- ist hávaði umfcrðarinnar upp i herbergið til hans og setti hann út af laginu stundarkorn. Svo fór liann að raula i hálfnm hljóðum, glugg- aði i gamalt timarit, sem hann henti svo frá sér. Loks stóð hann upp og fór að hátta sig. lagðist siðan upp i rúm og hélt áfram að hugsa «m stúlkuna sina og stálúrið. Nú Toks mundi hann þakka fyrir hamingjuna, en ekki taka henni hugsunarlaust eins og liverjum öðrum sjálfsögðum hlut. Nú yrði honum ljóst, hvað honum var mikið gefið að fá að eiga hana Gunnhildi. Hafði hann annars nokkurn tímann hugsað út í það i alvöru, hvað honum var mikið gefið? Hafði hann nokkru sinni hætt um stund við það, sem hann var að gera, og sagt sem svo: Guð. ég er þér þakklátur fyrir allt það, sem þú hefur veitt mér af náð þinni. Svo sannarlega kann ég að meta það? Nei, það hefði hann aldrei gert. Hann hafði látið dýrmætar stundir, eilif nugnablik, liða hjá, án umhugsunar eða minnsta þakklætis. Honum stóð skepnuskapur sinn Ijós fyrir augum. Og nú hafði drottinn lostið hnnn hendi sinni fyrir vanþakklætið. Hvaða helvitis þvæla var þetta? Það var enginn guð til ... Hann fór aftur að hugsa um gjöfina, scm hnnn ætlaði að gefa G'iinnu. Var þetta ekki annars tóm della, tilgangslaus vitleysa. Mundi hún ekki fleygja því i hann aftur og segja, særð og reið: Ég sel mig hvorki fyrir stnlúr né gullúr, Steini. Það veiztu mætavel. Láttu mig hér eftir afskipta- lausa. Það er allt búið ... Þetta lagast allt með timanum ... Nei, nei. Þetta yrði allt i lagi. Aftur yrði allt gott. Hann skyldi fara inn i sund- laugar á morgun, vera hreinn og finn og i svörtu sparifötunum sinum, biðja hana fyrir- gefningar á öllum yfirsjónum, sem honum hefðu orðið á gagnvart henni i þeirra tveggja ára sambandi, segja, að hér eftir væri honum ljóst, hvað hún gerði mikið fyrir hann, væri honum dýrmæt. Já, það væri lika satt, hann hefði hér meðferðis smágjöf til hennar. Þá yrði allt gott. Þá væri heimurinn aftur góður, og þá yrði guð aftur til. Lengra komst hann ekki i hugsunum sinum. Svefninn tók hann á arma sér og vaggaði hon- um inn á land draumanna. ... Hann fékk fri eftir hádegi næsta dag, fór inn i sundlaugar, hress og glaður, siðan heim og klæddist i sparifötin. Hann var þó eins og á báðuin áttum, kvíðinn, óviss og hikandi. Þegar hann hafði lokið við að klæða sig, tók hann fram bankabókina sina og hampaði henni um stund í hendi sér. Þrjú húsund krónur ... Hvað þau skyldu nú skemmta sér næstu vikur, skemmta sér, vera hamingjusöm, gleyma og muna ... ef ... ? Hann strauk um vanga sína, og var ánægður með það, sem liann fann. Hann var vel rakaður — i fyrsta skipti i langan tima. Svo tók hann fram gamalt spegilbrot og athugaði sjálfan sig í þvi. Hann var sæmilega ánægður, fullviss um, að betur gæti liann ekki gert. Að vísu var hon- um Ijóst, að hann var toginleitur, og engan veg- inn laglegur i andliti, en hann hafði eytt nokkr- um fílapensum og hresst upp á það eins og hann gat. Verstur fjandinn var, hvað hann var hjólbeinóttur. Hann vissi, að Gunnu hafði alla tið leiðzt það, þótt hún hcfði aldre-i orð á því við hann. Við þvi varð þó ekkert gert. Þegar hann var að klæða sig i frakkann, kom hann auga á blett á buxunum sinum, og tók það langa stund að má hann alveg burt. Síðan gekk liann úr skugga um, að frekar gat liann ekki betrumbætt útlit sitt, stakk bankabókinni á sig og lagði af stað niður i bæinn. Klukkan var þrjú, þegar hann hafði lokið öllum erindum. í brjóstvasanum lá vandað kven-stálúr i fallegum, litlum kassa, og veskið hans var nú fullt af peningum. En bankabókin var tóm. Honum stóð hjartanlega á sama um það. Hér eftir hefðu bankabækur ckkert gildi fyrir hann. Hcr eftir væru peningar lilægilegir. Það var aðeins eitt, sem var ekki kjánalegt hjóm, aðeins eitt, sem hann óskaði sér af lijarta. Hvort honum hlotnaðist það, var enn ekki ráðið. Guðjón rölti í rólegheitum inn Hverfisgötu og fór sér ekki óðslega að neinu. Hún kæmi ekki heim fyrr en klukkan fimm, þangað til var ekkert að gera. Hann brá sér inn á veit- ingastofu við Hverfisgötu, fékk sér appelsin og dundaði við að hreinsa hetur undan nögl- unum. Það sótti aftur að honum, að þetta væri allt saman mesta vitleysa, vonleysið greip hann á ný. Mikill bölvaður asni gat hann verið. Sá hann ekki, að hér varð ekkert að gert? Skárri var það nú apakötturinn. Og hugsunarhátturinn — saurugur og ógeðslegur. fmynda sér, að hann gæti keypt Gunnhildi fyrir eitt skitið stálúr,- igrunda og semja lágkúrulegar, en lævislegar áætlanir til að ná henni aftur á sitt vald. Hvers konar maður var hann eiginlega. eins og hann var nú lil<a geðslegur útlits, langnr, toginleit- ur, hjölheinóttur og sjálfsagt í þokkahót asna- legur i útliti og klaufalegur í framkomu. Hvað átti hann að gera með fallega stúlku eins og Gunnhildi? Hvers konar framtíð var það, sem hann gat boðið hcnni upp á? Hann teygaði appelsinið og bölvaði hvað eftir annað með sjálfum sér: Fífl ertu, Steini. Hættu við þetta allt saman. Snautaðu heim til þin, Framhald á bls. 32. Hún hafði sagt honum upp og honum datt í hug, að nýtt stálúr mundi kannske verða til þess að breyta ákvörðun hennar. — Nú var hann á leið til hennar með úrið. — — VIKAN I

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.