Vikan


Vikan - 26.05.1960, Side 8

Vikan - 26.05.1960, Side 8
STEINDÖR EINARSSON g. ISf sss * —————— HRAGLANDI *** í HAFNARSTRÆTI I. X>aS bar vi?S i Yalhöll á Þing- völlum sumarið 1958, að nokkrir gestir voru saman komnir i hinni litlu gestastofu hótelsins og voru að biða eftir því, að opnað væri inn i matsalinn. Gestirnir voru matbráðir, eins og sumargestir eru allajafna, þar sem þeir hafa ekk- ert annað við dagana að gera en rölta um i eirðarleysi um hraun og móa, lesa blöð og skáldsögur — og bfða eftir kaffi- og matartímum. Hvert smáatvik, sem fyrir kemur, er slíku fólki kærkomið. Það veld- ur tilbreytingu og vekur umræðu- efni og bollaleggingar um menn og málefni. Úti var rigning og bleyta, og þegar svo er, verður hver stund löng og erfið. Allt I einu ók bíll 1 hlað. Aftur- sætið var fullt af krökkum, en út úr bílnum snaraðist maður, nokkuð við aldur. Hann sagði eitthvað við krakkana i liöstum og afgerandi tón, skellti svo aftur bílhurðinni og snaraðist inn i hótelið. Þetta var Steindór Einarsson bílakóng- ur, sem allir þekkja. Hann á sumar- bústað út með vatninu og er þar oft á sumrum, unir þar um helgar, en á þó erfitt með að sitja um kyrrt, þvl að bezt kann hann við sig í Hafnarstræti eða á verkstæði sinu vestur undir Selsvör. Það var snúður á Steindóri. Þegar hann kom í dyrnar, leit hann fyrirlitlega á gestina, kastaði ekki einu sinni kveðju á þá, en virtist þó taka kveðju eins þeirra, en þó heldur kuldalega. Hann virt- ist vera að flýta sér, — hnellinn maður, sæmilegur meðalmaður á hæð, liörkulegur ásýndum, að minnsta kosti ekki góðlegur, einna líkastur broddgelti, sem mundi stinga með óteljandi broddum sín- um, ef komið væri við hann. Hann snaraðist að Sigurði Gröndal, átti eitthvert erindi við liann, lauk þvi dálitið hávær og frekur, kvaddi ekki, ]>aut bara út og upp i bilinn, skellti á eftir sér hurðinni — og rauk burt, en mölin á hlaðinu kast- aðist á bárujárnið undan hjól- unum. Gestirnir i setustofunni brostu heldur kuldalega, — og einn þeirra mælti: „Þetta er ekki sýmpatiskur maður. Það er einna líkast þvi, að hann sé alltaf öskuvondur — og allir í kringum hann óvinir hans.“ „Já,“ svaraði annar. „Hann er dugnaðarvargur, sem á vist enga vini, enda stafar kulda af honum. Það er einkennilegt að geta lifað heila ævi svona — og virðast þó vera ánægður.“ Hinn svaraði: „Ánægður? Það efast ég um. Ég held, að svona mönnum líði alltaf fremur illa.“ Meðal gestanna var landskunnur maður, sem enn hafði ekkert lagt til málanna. Það var sá hinn sami, sem kinkað liafði kolli til Stein- dórs, þegar hann kom inn, en Steindór varla svarað kveðjunni. Nú sagði maðurinn: „Hann var kallaður skitugasti strákurinn úr skítugasta kotinu, þegar hann var barn.“ iHinir gestirnir sneru sér að manninum. Einn þeirra sagði: „Jæja, ætli foreldrar hans hafi verið mjög fátækir?" Maðurinn þagði við, en sagði svo: „Ég sat einu sinni hjá Stein- dóri Einarssyni i dálitla stund, og við ræddum saman i næði. Það var af sérstöku tilefni, — og samn- ingar tókust með okkur. Þá sagði Steindór mér nokkrar sögur frá æsku sinni, og síðan hef ég litið hann allt öðrum augum en áður og skilið hann miklu betur. Áður var mér heldur i nöp við hann, en siðan er mér vel við hann.“ ,jHvaða sögur?“ spurði einn gestanna. „Einu sinni,“ svaraði maðurinn, „var Steindór að leika sér með börnum rfkra foreldra, sem heima áttu í húsinu, þar sem nú er Geysir (þar er nú Verzlunarsparisjóður- inn). Börnin voru prúðbúin, en Steindór litli ldæddur lörfum — og soltinn. Börnin fóru ekki i manngreinarálit, og Steindóri datt ekkert slikt i hug. Þegar börnin höfðu leikið sér lengi og Steindór haft forystuna i flestu, enda var hann kartinn krakki, sagði eitt þeirra: „Ég er orðin svöng. Við skulum fara heim og fá kókó og kökur hjá mömmu. Þú kemur lika, Steindór, ég ætla að biðja mömmu að gefa þér líka.“ Svo þutu þau öll af stað og heim i fina húsið. Börn- in fóru á undan upp tröppurnar og opnuðu dyrnar, en i sama bili birtist prúðbúin frúin í húsinu, brosandi iit undir eyru fyrst, en svo hnykluðust brúnirnar, — og hún starði á Steindór, sveinstaul- ann i tuskunum. Svo sagði hún: „Hvað er hann að gera hingað, þessi strákur?" Telpan svaraði: „Við buðum hon- um með. Þú verður að gefa honum súkkulaði með okkur.“ Þá þyngdist enn meira svipur hinnar prúðbúnu konu. Hún greip i börnin sin tvö, ýtti yið Steindóri niður af tröppunum og sagði i ávitunartón: „Ég hef harðbannað ykkur að vera að leika ykkur með kotungskrökkum, — og svo veljið þið ykkur hvorki meira né minna en skítugasta strákinn úr skítug- asta kotinu í Vesturbænum.“ Steindór hrökklaðist niður 8 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.