Vikan


Vikan - 26.05.1960, Síða 12

Vikan - 26.05.1960, Síða 12
Qsýn il&óc% Maðurinn tók upp vasahníf, og áður en Snemma morguns, áður en skurðlæknirinn var kominn á fætur, kom til hans maður, sem virtist liggja mjög mikið á, og sagði, að mál hans þyldi enga bið. Læknirinn klæddi sig í snatri og hringdi í þjóninn. „Látið sjúklinginn koma inn,“ sagði hann. Maðurinn, sem kom inn, virtist vera af háum stigum. Fölt andlit hans og óróleikinn, serm var yfir honum, sýndi, að hann þjáðist mikið. Hann hafði hægri hönd í fatla og stundi öðru hverju, en engin svipbrigði sáust á andliti hans. „Gerið svo vel að sertjast. Hvað get ég gert fyrir yður?“ „Ég hef ekkert getað sofið i heila viku. Mér er eitthvað illt í hægri hendinni, ég skil ekki, hvað það get- ur verið. Ef til vill er það krabba- mein eða einhver annar hræðilegur sjúkdómur. Fyrst í stað hafði ég ekki teljandi óþægindi af því, en seinna fékk ég i það brunasviða. Ég kvelst hræðilega. Ég er kominn til bæjarins til að leita ráða hjá yður. Ef ég kvelst svona stundinni lengur, verð ég brjálaður. Ég ætla að biðja yður að brenna það burtu eða skera það eða gera eitthvað annað við það.“ Læknirinn fullvissaði sjúklinginn um, að uppskurður væri ekki nauð- synlegur. „Nei, nei,“ sagði maðurinn ákveð- inn, það verður að gera uppskurð. Ég kom með þeim fasta ásetningi að fá meinsemdina skorna burt. Allt annað er tilgangslaust.“ — Hann tók höndina úr fatlanum með sýnilegri áreynslu og hélt áfram: „Ég ætla að biðja yður að verða ekki undr- andi, þótt þér sjáið ekkert sár á hendinni. Tilfellið er mjög óvenju- legt.“ Læknirinn fullvissaði sjúklinginn um, að það væri fátt, sem kæmi sér á óvart. Engu að síður varð hann mjög undrandi, þegar hann leit á höndina, þvi að ekki var að sjá neitt athugavert við liana. Hún leit út eins og hver önnur hönd, var ekki einu sinni mislit. Þó var aug- Ijóst, að maðurinn var mjög þjáð- ur, á því, hvernig hann greip með vinstri hendi i þá hægri, þegar læknirinn sleppti henni. „Hvar finnið þér til?“ Maðurinn benti á kringlóttan blett á milli tveggja stórra æða, en kippti að sér hendinni, þegar lækn- irinn snerti blettinn með fingurgómunum. „Finnið þér til þarna?“ „Já, hræðilega.“ „Finnið þér mikið til, þegar ég kem við hann með fingrinum?“ Maðurinn svaraði engu, en tárvot augu hans töluðu sínu máli. „Þetta er einkennilegt. Ég sé ekkert athugavert.“ „Ekki ég heldur. Ég er sífellt svo kvalinn, að ég vildi helzt fá að deyja.“ Læknirinn skoðaði höndina í smásjá og mældi hitann í manninum. aður. Ég finn óskaplega mikið til í þessu ósýnilega sári; ég ætla að biðja yður að skera þennan kringlótta blett í burtu alveg inn að beini.“ Að því loknu hristi hann höfuðið. JÞað er ekkert að sjá athugavert við læknirinn gat stöðvað hann, hafði hann rist húðina. Æðaslátturinn er eðlilegur, engin ígerð eða bólga.“ „Ég lield, að hún sé rauðari á þessum bletti.“ ,;Hvar?“ Maðurinn dró hring á handarbakið, á stærð við tíeyring. „Þarna.“ Læknirinn leit á manninn, og það meira en hvarflaði að honum, að hann væri ekki með réttu ráði. „Þér verðið að dveljast i bænum um tíma; ég skal reyna að lijálpa yður eftir nokkra daga.“ „Þetta þolir enga bið. Þér skuluð ekki imynda yður, að ég sé brjál- „Það geri ég ekki, herra minn.“ „Af hverju ekki?“ „Vegna þess að það er ekkert at- hugavert við höndina.“ „Það lítur út fyrir, að þér teljið mig vera vitskertan eða ég sé að leika á yður,“ sagði sjúklingurinn, um leið og hann tók þúsund flórín- ur upp úr peningaveski sínu og lagði þær á borðið. „Þér sjáið, að mér er fullkomin alvara. Þetta er svo mik- ilvægt, að ég vil borga þúsund flórinur fyrir það. Gerið það fyrir mig að framkvæma uppskurðinn.“ „Þótt þér byðuð mér öll heimsins auðæfi, mundi ég ekki snerta heil- brigðan lim með skurðhnifnum.“ ,;Hvers vegna ekki?“ „Vegna þess að sem læknir get ég það ekki. Allir mundu kalla yður heimskingja og segja, að ég hefði notfært mér fávizku yðar.“ „Jæja, læknir, þá ætla ég að biðja yður að gera mér annan greiða. Ég ætla að framkvæma uppskurðinn sjálfur, þó að ég sé kannski ekki beinlínis fimur með vinstri hend- inni. Hið eina, sem mig langar til að biðja yður um, er að ganga frá sárinu, eftir að ég hef framkvæmt skurðaðgerðina.“ Sér til mikillar undrunar sá lækn- irinn, að manninum var fyllsta al- vara, þegar hann sá hann fara úr jakkanum og bretta upp á skyrtu- ermina. Maðurinn tók upp vasahníf, og áður en læknirinn gat stöðvað liann, hafði hann rist djúpan skurð í hönd sér. „Hættið þessu!“ hrópaði læknir- inn, hræddur um, að maðurinn skæri á æð. „Þar sem þér virðizt staðráð- inn í, að þetta verði gert, er bezt, að ég geri það.“ Þvi næst fór hann að undirbúa uppskurðinn. Er því var lokið, ráðlagði læknirinn sjúklingnum að snúa sér undan, því að yfirleitt er fólki illa við að sjá sitt eigið blóð. „Það er alger óþarfi,“ sagði maðurinn. „Ég verð að leiðbeina yður, svo að þér vitið, hversu langt þér eigið að skera.“ — Maðurinn tók aðgerðinni með hinni mestu ró og aðstoðaði lækninn með leiðbeiningum sinum. Hönd hans titraði ekki einu sinni. Þegar hinn kringlótti blettur hafði verið skorinn í burtu, var eins og þungu fargi væri af honuni létt. „Þér finnið eklci lil neins sársauka núna?“ spurði skurðlæknirinn. „Ekki hið allra minnsta,“ svaraði hinn brosandi. „Það er eins og sársaukinn hafi verið skorinn burtu, og hin óverulegu óþægindi af skurðaðgerðinni virðast eins og kaldur andvari eftir hitabylgju. Við skulum bara láta blæða svolítið úr sárinu, það er eins og það frói mér.“ 12 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.