Vikan


Vikan - 26.05.1960, Page 15

Vikan - 26.05.1960, Page 15
 Skólahurð aftur skellur Þetta er þátturinn Þú og barnið þitt eftir Dr. Matthías Jónasson > r — Lécknirinn hefur ráðlagt honum að hafa ferskt loft. — í miðri viku VONIR RÆTAST. Einu sinni enn hefur undrið mikla gerzt. Skólasetunni er lokið, sumarleyfið blasir við. Fjörutíu þúsund ungmenni rétta sig upp eftir vetrarsetu í skóla, og eftirvæntingin eftir fr.jáls- ræði sumarleyfisins seytlar um hverja taug þeirra. Þannig rætist sú þrá, sem þúsundunum var sameiginleg: Allir hafa þráð sumarleyfið, hversu sem þeim vegnaði annars i skólanum. En einnig aðrar vonir verða að raunveruleika þessa dag- ana. Mikill fjöldi ungmenna er að ljúka námi, annaðhvort að fullu eða þá einliverju verulegu skeiði námsbrautarinnar. Vitundin um að hafa náð settu marki blandar sælukennd inn i þreyt- una eftir lestur og próf. Það er indrelt að hafa náð markmiði sínu, leyst þá þraut, sem fyrir mann var lögð, stáðizt þolraun til jafns við aðra. Þeirrar vitundar jjurfa allir menn að njóta, en mikilvægust er hún þó fyrir börn og ungl- inga, meðan viðkvæm skapgerð þeirra er að mótast og sjálfstraust þeirra að styrkjast. Hún er auk þess einu launin, sem skólanemar, fjöl- mennasti starfsmannahópur á íslandi, fær greidd út i hönd. Handan við sumarleyfið blasa við ný við- fangsefni, sem vekja eftirvæntingu, ýmist blandna tilhlökkun eða kviða. Sumir hlakka til þess, að hið langþráða sérnám hefjist í haust. Þeir sjá það e. t. v. fyrir sér í dálítið ævintýra- legum bjarma, eins og þar mundi allt liggja opið fyrir þcim og þeir þyrftu ekki að fást við neitt nema það, sem hneigð þeirra og löngun bentu til. Aðrir hugsa með nokkrum ugg til áfram- haldandi náms. Þeir sjá e. t. v. hilla undir crfiðan bekk, hættulegan áfanga á námsbraut- inni. Margir, sem dragast' með lágri einkunn frá unglingaprófi inn í landsprófsdeild eða skriðu naumlega með lágmarkseinkunn lrá landsprófi inn í menntaskóla, vita, að fallöxi einkunna- gjafarinnar vofir yfir hálsi þeirra. Slíkur geigur læðist þó aðeins inn, þegar þreytan eftir vetrarsetu í skóla fölskvar i svip bjartsýni heilbrigðrar æsku. Annars liggja á- hyggjurnar langt í burtu. Nú blasir sumarið við með frjálsræði sínu og ævintýrum, -— blár him- inn með Ijósum skýjahnoðrum. VONBRIGÐl UNGS HUGAR. Einnig skólinn hefur aðdráttarafl og vekur eftirvæntingu. í margra augum er hann hið heillandi ævintýri. Aðra lél liann þó ósnortna, svo að eftirvænting þeirra snerist í vonbrigði. Skólanum tókst ekki að kveikja eld áhugans í brjósti þeirra. Námsefnið snart ekki né heillaði tilfinningar þeirra, kaldir og' sljóir sátu þeir undir kennslunni, rétt eins og hún væri veitt á framandi tungu og ekki ætluð þeim. Nú skilja ])eir við skólann í vor og e. t. v. fyrir fullt og allt án þess ;>ð hafa fengið þá umbun erfiðis síns, sem felst í vitundinni um að hafa staðizt þær kröfur, sem almennt voru gerðar. Því kveðja þeir nú skóla sinn án sakn- aðar. Þeir gleðjast eingöngu yfir þvi að losna án þess að vita, til hvers þeir hlakka, þegar lausnin er lengin. Þeim hættir kannski ofurlitið til að réttlæta sig. Sjálfsréttlæting er nú einu sinni fnikilvæg- asta varnarráðstöfun mannsins. Þeir hafa lagt sig fram á sina vísu og stritað við að ná árangri, en hann brást þeim þó áð mestu. Við gleymmm Framhald á bls. 31. — Þetta er brúðarmyndin — hún er tekin um leið og Jón sagði já. — — Má ég sjá þctta ögn nánar við dagsbirtuna?

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.