Vikan


Vikan - 26.05.1960, Page 17

Vikan - 26.05.1960, Page 17
CItiisMéÚÍf Nú eru víð pils mikið í tízku, og er því þægilegt að geta saumað sér skjört. Og hér kemur sniðið: Skjörtið er rykkt yfir mjaðmirnar, en slétt að framan og aftan. Efnið, sem þarf, er 3 m af 90 sm breiðu efni og 2,50 m af flauels- eða silkiböndum, sem saumuð eru yfir samskeyti. Takið nú pappír og reglustiku, og strikið ferninga 5 sm, og teiknið síðan sniðið eftir I. mynd. Klippið sniðin út, og mátið þau; breytið þeim síðan, ef með þarf. Leggið nú sniðin á efnið; ath., að liggi þráðrétt og eins í öllum stykkjum, og sníðið með 1 sm breiðu saumfari. Byrjið að sníða eftir sniði merktu a, og sníðið 2 stk. eins, sem eru fram og aftur- stykki. Sníðið næst eftir sniði merktu b, og er það efra stykkið, sem rykkt er; sníðið af því 4 stk. eins. Sníðið nú eftir sniði merktu e, og er það neðra stykkið, sem rykkt er; sníðið eftir því 4 stk. Sníðið svo að lok- um strenginn eftir sniði merktu d. Bylgjaða linan, sem merkt er á sniðunum, táknar rykkingar. Saumið nú saman efra mjaðmarstykki hægra megin, en vinstra megin er látið ó- saumað fyrir rennilás. Takið nú efri stykkin, sem rykkja á, og VIKAN saumið þau saman tvö og tvö með tvöföld- um saumum, en ath. að skilja nokkra sm ósaumaða fyrir rennilás í vinstri hlið. Saum- ið neðri stykkin á sama hátt. Rykkið þau síðan þannig, að þau falli alveg við efri mjaðmarstykkin. Bezt er að rykkja þannig að sauma 2 umferðir með stóru spori frá réttu og draga síðan i undirþræðina eins mikið og rykkja á. Saumið nú rykktu stykkin í, fyrst á hlið- unum, en síðan niður, við fram- og aftur- stykki. Setjið rennilásinn í. Saumið strenginn á, og gangið frá skjörtinu að neðan með mjó- um faldi. Að lokum er svo böndunum fest i höndum yfir rykkingarsamskeyti og hnýtt- ar slaufur. Skyrtukjóllinn heldur enn þá velli lijá þeim i Ameríku. Þessi fallegi sumarkjóll er með viðum, „brúsandi“ ermum, sem gera hann enn fínni. Liljuvendi er stungið í beltissiað. Hinn kjóllinn er aðallega ballkjóll, þar sem hann er svo mikið fleginn. Það þykir mjög flott að hafa svona flegið bak á kjólunum. Pilsið er mjög vitt, og beltið er úr breiðu flauels- bandi, sem bundið er í stóra slaufu að aftan. Bandarískir virðast vera mikið fyrir blómaskraut á kjólunum, því að þessi kjóll er einnig skreytt- ur blómvendi. ★ Uúsráð Ef þér þurfið að þræða upp perlufesti með misstórum perlum, er tilvalið að raða þeim í rétta röð á bylgjaðan pappír, eins og sýnt er á myndinni. Þetta er miklu fljótlegra, og perl- urnar ruglast siður. ★ i , 47

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.