Vikan


Vikan - 26.05.1960, Blaðsíða 26

Vikan - 26.05.1960, Blaðsíða 26
\ í aldarspegli Framhald af bls. 9. mörgum fyrirmönnum i borginni, sem leituðu titt til „skítugasta stráksins úr skítugasta kot- inu“, en hann lék við þá að vild, leysti vand- ræði þeirra og gerði þeim glatt i geði, — á þeirra kostnað, en ekki lians. Ekki mun hann þó hafa leitað eftir vináttu þeirra, heldur aðeins við- skiptum. Hann vissi það, að þeir urðu að koma bónarleiðina að honum, en ekki hann til þeirra. Honum var fagnað með bros á vör og útbreidd- um faðmi, þegar hann kom, en hann brosti ekki á móti og galt þvi síður faðmlögin. Steindóri græddist fé — og safnaði því, enda alltaf fyrir- hyggjusamur eins og frændur hans í Ölfusinu — og duglegur eins og móðurfrændur hans. III. Steindór Einarsson virðist ekki koma mikið við sögu, þegar bilarnir komu fyrst. Þó hafði hann augun opin fyrir öllum möguleikum. Hann mun hafa viljað bíða og sjá, hvað sæti. Að minnsta kosti sagði maður mér, að hann hefði rætt við Steindór árið 1913 um bifreiðar og Steindór hafi þá sagt: „Ég fer í þetta, — já, ég fer í þetta. En ég ætla að láta hina tapa fyrst á byrjunarerfið- leikunum." Steindór keypti fyrstu bifreið sína árið 1915 og auglýsti, að liann leigði hana til ferðalaga. Birtust auglýsingar um þetta í Vísi, en bifreiðin var heima hjá Steindóri, í Ráða- gerði, og þar hafði hann síma. Ekki stjórnaði Steindór sjálfur bifreiðinni, en réð sér bifreiðar- stjóra. Þó fékk hann ökuskírteini árið 191ö. Grimur, mágur Steindórs, réðst á bifreiðina og var síðan hjá honum alla tið. Þegar Steindór hafði þreifað fyrir sér, fór liann að auglýsa ferðir austur yfir fjall og suður með sjó, og voru farseðlar seldir i vepeluninni Breiðabliki í Lækjargötu 10. Haustið 1918 stofnaði hann svo Bifreiðastöð Steindórs, og hafði hún afgreiðslu í Hótel ísland. Þarna kom i Ijós fyrirhyggja Steindórs, þvi að fjölmennt var i gildaskála hótelsins á kvöldum og auk þess starfaði Nýja bíó þar fyrsta kastið. Margir þurftu þvi að fá sér bíl, þegar þeir fóru úr hótelinu eða komu af bíó. Árið 1919 fluttist Steindór svo með starf- rækslu sina 1 stöðina, þar sem hún er nú, á horni Aðalstrætis, Austurstrætis og Hafnarstrætis, — og á því Steindór einhverja allra verðmestu lóð- ina í Reykjavík. Það skiptir hann þó ekki mestu máli, heldur hitt, að hús hans og bifreiðar standa andspænis húsinu, sem liann var hrakinn frá með illyrðum — barn að aldri. Brátt óx vegur Steindórs og stöðvar hans. Árið 1920 átti hann ellefu bifreiðar, allar nýjar eða nýlegar. Og fullyrt er, að enginn maður hafi, þó að viða sé leitað um lönd, átt og rekið eins margar bifreiðar og hann. Þannig óx Bifreiðastöð Steindórs ár frá ári — og varð snemma eitt af allra öruggustu fyrir- tækjunum í Reykjavík. Það er óvenjulegt um þetta rótgróna fyrirtæki, að menn hafa alltaf viljað skipta við það þrátt fyrir óvinsældir og fráhrindandi viðmót eigandans og forstjórans. Hann var og hefur alltaf verið allt i öllu. Hann kemur fyrstur á stöðina á morgnana og fyrstur lika á bifreiðaverkstæðinu vestur með sjó. Hann reigsar um, kaldur, harður, ákveðinn og við- skotaillur, en „korrekt" og staðfastur, leysir öll mál með kaldri skynsemi og viðskiptasjónar- mið í huga. Tilhliðrunarsemi og gott hjartalag kemur ekki til mála. Þetta er fullyrðing, sem fengi ef til vill ekki staðizt við nánari kynni af manninum, en honum er erfitt að kynnast, — og ef til vill þekkir hann enginn f raun og veru eins og hann er. Steindór fékk snemma sérleyfi á ýmsum leið- um: til Þingvalla, suður með sjó, austur yfir fjall — og innan bæjar í Reykjavik ásamt öðrum. Sumar leiðirnar hefur hann ekki, — aðrar rekur hann enn. Hann hefur sýnt áreiðanleik, en ekki tilhliðrunarsemi — og er þá oft svo smásmugu- legur, að undrum sætir, — eu ef til vill er hann þá svo stil'ur til j)ess eins að brjóta ekki reglur, sem liann hefur sett sér. Steindór Einarsson mun aldrei hafa beðið um vináttu eða velvild nokkurs manns. Vísan, sem börnin sungu hér á árum, er ef til vill ávöxtur af nepjunni i kringum hann: Allir með strætó, allir með strætó, enginn með Steindóri Hann er svoddan rokna svindlari. „Svindlari“ er hann ekki meiri en gerist og gengur. Hann fer eins langt og hann kemst. Ef til vill er hann vitrari en margir þeir, sem þá iðju stunda, þvi að hann gefur meir fyrir stöðug viðskipti en margar krónur í lófa' um stund. Hann selur akstur lægra verði i innanbæjar- akstri en allar aðrar bifreiðastöðvar. Þetta er staðreynd, sem ég lief margoft reynt sjálfur. Einkaskrifstofa Steindórs er uppi yfir af- greiðslusal stöðvarinnar. Þar dvelst hann mjög alla daga. Hann borðar þar oftast, leggur sig á dlvangarm — og gengur um gólf. Starfsmenn hans vita af honum þarna uppi. Þar ríkir hann yfir höfuðsvörðum þeirra. Hann sér, þegar bil- stjórarnir koma á torgið, fylgist með því, hvernig þeir leggja bílunum, horfir á það, hvern- ig þeir bjóða fólki inn i bilana, og athugar gaum- gæfilega, hvernig þeir taka af stað. Guð hjálpi þeim, sem honum mislikar við. Þá kemur hann annaðhvort niður stigann eins og skriða eða hann kallar sökudólginn fyrir sig. Og það kvað vera enn þá verra. Það þýðir brottrekstur. — Svo er sérleyfisstöðin hinu megin við Hafnar- stræti. Hann getur ekki fylgzt með henni úr glugganum sínum, en hann labbar þangað oft, þegar hæst stendur, reigsar um og hefur auga á öllu. Strákunum hans tveimur þykir hann að likindum of afskiptasamur og vilja, að hann fari að hægja á. En hann mun ekki vera á þeirri reiminni, gamli maðurinn. Hann er liraustur, kennir sér einskis meins. Hann má varla vera að því að liggja i sumarbústað sínitm við Þing- vallavatn, þvi að ef til vill þarf að skipta um bifreiðarstjóra, gera upp bíl, kannski hefur girkassi brotnað eða bíll bilaður einhvers staðar á þjóðvegi. Honum finnst, að hann megi ekki vera fjarvistum lengi. Hann fær það ekki i sinn nauðrakaða og ferkantaða haus, að maður kcmur manns í stað. — Honurn þykir áreiðanlega væni um barnabörnin sin. Steindór Einarsson er ímynd kotungssonar- ins, sein varð fyrir barðinti á samtíðinni í æsku sinni og hét því þá að sýna pakkinu í tvo heim- ana. Hann gerði það. Hann fékk hvorki kókó, súkkulaði né finar kökur í húsinu þarna beint á móti. Hann horfir niður á það, og milljóna- eignir hans standa á eigin, öruggum grunni. Konan, sem hrakti hann niður af tröppunum, og allt hennar fólk er óþekkt, týnt — og allt, sem þá var, tapað. Það hefur alltaf verið svelj- andi i Hafnarstræti, síðan Steindór lagði það undir sig. En hvað sem um það er, þá er Steindór Einarsson alveg eins og Bjartur i Sumarhúsum og um leið — að líkindum — sjálfstæðasti ein- staklingur í Reykjavik, sem hefur farið sinar eigin brautir og komizt á leiðarenda. En hvort það er nægilegt, skal ósagt látið. Er ekki erfitt að standa alltaf einn á bersvæði — I hraglandanum? SKÁKÞÁTTUR SÁLFRÆÐI I SKÁK. Margir visindamenn hafa með sál- fræðilegum athugunum rannsakað hina svokölluðu sannanlegu eðlis- þætti skáklistarinnar. í þessum til- gangi hafði mikilmennið Benjamin Franklín sett fram i ritgerð einni og einnig í endurminningum sínum þá skoðun, að skák væri sérstaklega nytsöm fyrir æskumenn, þar sem iðkun hennar þroskaði eftirtalda hæfileika, sem teljast ákjósanlegir og mannbætandi: 1) Snarræði i ákvörðunum, 2) jafnvægi I geðsmunum, 3) skýra- hugsun, 4) skarpa dómgreind, 5) hlutlæga hugsun, 6) heilbrigt ímynd- unarafl, 7) viljastyrk, og síðast en ekki sizt 8) réttlætiskennd. Vísinda- menn hafa athugað skákmenn á ýmsum stórmótum, sem haldin hafa verið, svo sem i Amsterdam og Moskvu, og athuganir þeirra hafa leitt í Ijós, að hinir fremstu úr hópi skákmeistaranna voru gæddir eftir- farandi eiginleikum: Þeir höfðu líkamlegl þrek, voru gæddir hæfi- leika til að einbeita huga sinum, þeir höfðu meðfædda tilhneigingu til ígrundunar og höfðu góða yfirsýn um orsök og afleiðingar. Sá, sem minnsta athygli vekur, en er ef til vill þýðingarmestur þessara eigin- leika, er hæfileikinn að einbeita hug- anum, þvi að sögn sálfræðinga skort- ir mjög á hann hjá nútímamönnum, sér í lagi Evrópubúum. Árið 1918 rannsökuðu sálfræðingar I Bern hið 7 ára gamla undrabarn Samuel Reshevsky, sem þá ferðaðist um heiminn og tefldi fjöltefli. Sammy litli fæddist í Póllandi 1911, en fluttisl skömmu eftir þessa frægðar- för sína til Ameriku, varð þar brátt Bandarikjameistari í skák, síðan stórmeistari, síðan hefur hann hvað eftir annað ógnað heimsmeistara- titlinum og er enn í dag álit- inn einn af beztu skákmönnum heimsins. En 1918 uppgötvuðu sál- fræðingarnir alvarlega vöntun á al- mennri þekkingu hjá drengnum. Sammy gat ekki gert greinarmun á hundi og ref, og ekki lagði hann neina merkingu i tákn eitt, sem fyr- ir fullorðnum mönnum er allþýð- ingarmikið, sem sé 0. Hér birtist skák eftir Reshevsky, sem hann tefldi í fjöltefli í París þá 8 ára gamall. Drottningarbyrjun. Reshevsky — N. N. 1. d4 d5 2. Rf3 Rf6 3. e3 e6 4. c4 c5 5. Rc3 Rc6 6. a3 cxd. Fram til þessa hefur svartur leikið samskonar leikjum og hvltur, en bregður nú út af og hyggst láta hvítan fá stakt peð á d4, sem hann hyggst nota s'em árásarpunkl siðar meir, t. d. með Hd8, þegar d-linan opnast. Þetta er rökrétt hugsað, en það fer oft öðieu vísi en ætlað er og það verður einmitl þetta peð, sem verður banabiti svarts. 7. exd Be7 8. Bd3 dxc4 9. Bxc4 a6 10. 0 — 0 Dc7 11. Hel 0 — 0 12. d5!! Hinn 8 ára gamli snillingur hefur teflt skákina markvisst og ákveðið og af furðulegri glöggsýni sér hann að það er einmitt þetta pcð, sem kemur til með að ráða úrslitum skákarinnar. Hann virðist missa peðið, þegar svartur leppar það með hrók, en Sammy hefur séð lengra. ... 12. Hd8 13. Bg5 Rb4. Ógnar í senn Bc4 og peðinu á d5. 14. Db3 Rb4xd5. Og hvað eigum við nú að gera, þegar við erum bara 8 ára og það er búið að taka af okkur peð? .íú, fyrst gerum við svona: 15. Bc4xRd5! Rf6xBd5, síðan gerum við svona: 16. Rc3xRd5 HxRd5. 17. BxBe7 DxB og að lokum drepum við þennan hrók dálítið fallega: 18. DxHd5! og svartur gafst upp, því eftir pxD kemur 19. HxDe7 og þá er Sammy með einum lirók meira. Slíkt undrabarn var Sammy i skákinni. Var það annars nokkur furða, þó að hann gæti ekki gert mun á jafnveraldlegum skepnum sem ref og hundi? 26 VIKAN i

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.