Vikan


Vikan - 26.05.1960, Síða 31

Vikan - 26.05.1960, Síða 31
Pðstnrinn Framhald af bls. 3. Svona er það, sfnum augum lítur hver í silfrið, og ekki er gott að gera svo öllam líki — sízt af öllu í útvarpinu. SKYLDU ÞEIR ÆTLAST TIL EINHVERS ... Kæra Vika. Á hverju sumri auglýsa karlmenn eftir stúlk- um sem félögum i sumarferðalög og bjóða allt ókeypis. Finnst þér að ungar stúlkur geti svarað slfkum auglýsingum og tekið boðinu, eða held- urðu að þeir ætlist til einhvers annars, sem ekki er þá gott að neita, ef maður hefur þegið boðið? Með þökk fyrir svarið. Tvær i vafa. Til hvors skyldu mennirnir svo sem ætlast? Allt sr nú svo sem lagt út á verri veginn ... Lærið að hvílast Framh. af bls. 16. Reynið nú að gleyma handleggjum yðar og fót- um, — látið þá liggja máttlausa. Ef þetta reyn- ist erfitt, skuluð þér lyfta hverjum fæti og hand- legg dálítið og láta síga hægt. Það hjálpar til. Andið rólega og ekki djúpt, af þvi að það örvar taugastöðvarnar. Nú, er þér hafið lokað augunum, skuluð þér telja sjálfum yður trú um, að augnalokin séu svo þung, — brátt svo þung, að þér gætuö alls ekki opnað augun, jafnvel þótt þér vilduð. Hafið engar áhyggjur, enda þótt þetta heppnist ekki strax. Kveikið ljós, lesið eitthvert skemmti- efni í nokkrar mínútur, en reynið þá aftur. Þetta hefst smátt og smátt. Sannið til, að áhyggjurnar og erfiðleikarnir virðast ekki eins slæmir, er þetta hefur verið reynt nokkrum sinnum. Ef þér um nokkurt. skeið haíið verið tauga- spenntur og svefnlítill, getið þér vart búizt við, að líkami yðar og sál venjist þessu strax. Hafið hugfast, að öll auglýsingastarfsemi grundvallast á sífelldum endurtekningum, og sú staðreynd, að hundruðum milljóna er varið til þeirrar starfsemi, sannar, að áhrif þeirra eru geysileg. Þér megið alls ekki hefja þessa aðferð með því að segja við sjálfan yður í önugum tón: „Ég skal sofna" — eða: „Ég skal hvilast", ef undirmeðvitundin spyrnir á móti og segir: „Hvaða helv.... vitleysa! Það get ég aldrei." Er þér hafið lært að hvílast á nóttunni, mun yður veitast það auðveldara að deginum. Reglulega góð hvíld, þar sem likaminn og heil- inn „slappa af“, er í rauninni afbragðs-taugameð- al, hvort s'em notaður er djúpur hægindastóll, garðstóll eða farið í sólbað úti í guðsgrænni nátt- úrunni. Ef þér viljið auka á hamingju yðar og áhrif, verðið þér fyrst að læra að hafa fullkomna stjórn á yður. Óþörf orkueyðsla er ekki vænleg til ár- angurs, en hins vegar hafa engin afrek verið unnin með því að halda henni í skefjum. Reynið að hvílast bæði andlega og líkamlega eins oft og þér getið, og yður mun furða á þeirri orku, sem þér getið safnað á stuttri stund, og þér munuð finna aukinn kraft til þess að glíma við hin hversdagslegu vandamál, er að steðja á hverj- um tíma. Góð hvíld er lykillinn að góðri og varanlegrl heilsu og háum aldri. Séuð þér áhyggjufullur og taugaspenntur og andardráttur yðar stuttur og tiður, andið þá nokkrum sinnum mjög djúpt. Með því að hægja á andardrættinum og dýpka hann, getið þér einn- ig hvílzt. + Þú og barnið þilt Framhald af bls. 15. þvi oft, sem eigum auðvelt með nám, hve mikið strit sumir nemendur verða að leggja á sig til þess að ná örlitlum árangri. Við miðum námskröfurnar við getu sjálfra okkar og ætl- um þær svo öllum börnum og unglingum. Af- Dragist ekki afturúr ... Það getur dregið dilk á eftir sér að vita ekki full skil á nýj- ungunum sem daglega koma fram á sviði tækninnar. Það er auðvelt að fylgjast með flestu sem ger- ist siðan tímaritið „TÆKNI fjTÍr alla“ hóf göngu slna, því það birtir fréttir, myiidir og lengri greinar um allt það sem máli skiptir. Þér þurfið enga tækniorðabók til þess að skilja greinarnar i „TÆKNI fyrir alla“. leiðingin er sú. að sumir nemendur standa í þrotlausu námsstriti alla sina skólatíð og leggja svo hart að sér, að vinnudagurinn verður ó- hæfilega langur og heilbrigði þeirra stafar hætta af. LEYND TILHLÖKKUN. Sameiginleg öllum er gleðin yfir tilbreyting- unni, að losna undan fargi hins reglubundna náms og að leyfa nýjum viðfangsefnum að kitla hugann. En undir þessari gleði yfir skólaslitum og tilbreytni leynist hjá mörgum dýpri þrá, sem þeir gera sér eklci ljósa, en blandar þó ofur- litlum saknaðarkeim í tilhlökkunina. Fjölmargir nemendur lita á skólann sem tryggan vin, sem þeir skilji að vlsu við um stund, en hitt aftur á tilteknum tlma. Það er hinn fjölmenni hópur barna og unglinga, sem hefur yndi af náminu og þráir að fá að lialda því áfram. Sú þrá truflar ekki gleðina yfir sumarleyfinu né lætur hana sljóvga sig. Þegar liður á sumarið, verður til- hlökkunin til skólans ráðandi i liug barn* og unglings. Heilbrigð æska flýr ekki þá áreynslu, sem námið krefst. Þörfin fyrir áreynslu er þvert á móti fólgin I vaxtarhæfni mannsins. í öllu at- ferli sinu leitast barnið við að finna sér tilefni til áreynslu. Upp af þessari viðleritni eru leikir barna sprottnir. í þeim finnur barnið tækifæri til þess að reyna á sig og leggja sig af alefli fram við að leysa einhverja þraut .Við full- orðnir, sem erum að verða ofurlitið værukærir og hóglífir, mættum oft undrast, hve mikið börn og unglingar geta lagt á sig i leik. Þá brýzt fram hjá þeim sálræn orka, og þau sýna viljastyrk og þolni, sem við hefðum naumlega trúað, að þau ættu til. Vandi kennarans er fólginn í þvi að gera þessa orku virka i náminu. Hún er óvirk hjá þeim hluta nemenda, sem situr sljór og daufur undir kennslunni. Kennsla, sem ekki fær vakið barnið til áhuga og þátttöku, er þvi að vissu marki andstæð meginlögmáli mannlegrar þróunar og kemur að engu gagni. Eftir slika aðbúð i skóla skilja nemendur við hann án saknaðar. Þelr þykjast hólpnir að slappa. ★ VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.