Vikan


Vikan - 26.05.1960, Síða 33

Vikan - 26.05.1960, Síða 33
Ósýnilega sárið Framhald af bls. 13. Dag nokkurn kom greifafrúin að sækja hana og gat talið hana á að vera allan daginn i kastal- anum. Ég lofaði að koma um kvöldið. Strax og þær voru farnar, gerði ég tilraun til að opna saumaborðið. Loksins tókst mér það. Eftir langa leit fann ég bréfabunka. Ég sá þegar, að þetta voru ástarhréf, bundin saman með bleiku silki- bandi. Ég var elckert að liugsa um, að ekki væri viðeigandi að hnýsast í leyndarmál, sem konan min kynni að hafa átt, áður en hún giftist. Ég leysti borðann og las öll bréfin. Þetta var hið liræðilegasta, sem liafði komið fyrir mig. Þau ieiddu í ijós liin mestu svik, sem unnt er að fremja gagnvart eiginmanni. Einn beztu vina minna hafði skrifað þau. Þau komu upp um náin kynni og sterkar ástríður. Hann hvatti hana til að halda þessu leyndu og talaði um heimska eiginmenn. Öll bréfin voru skrifuð, eftir að við giftumst. Og ég hélt, að ég væri hamingjusamur. Ég get ekki lýst tilfinningum mínum. Eg drakk eitrið til botns. Siðan braut ég bréfin saman, lét þau i skúffuna og læsti henni aftur. Ég vissi, að færi ég"ekki til kastalans, mundi hún koma heim um kvöidið. Það var einmitt það, sem gerðist. Hún lioppaði fjörlega út úr vagninum og flýtti sér til mín, kyssti mig og faðmaði með mikilli blíðu. Ég lét sem ekkert væri að. Við töluðum saman, snæddum kvöldverð og fórum að hátta eins og vanalega, hvort i sínu herbergi. Ég var þá búinn að ákveða, hvað gera skyldi, og ég ætlaði að framkvæma það með þrákelkni brjálaðs manns. Hvernig gat hún, sem var svo syndug, verið svona sakleysisleg? hugsaði ég, um leið og ég gekk inn í lierbergi hennar um nóttina. Eitrið hafði náð tökum á sál minni og hafði mig algerlega á valdi sinu. Ég tók með liægri hendi um háls henni og þrýsti að eins fast og inér var unrit.-Hún opnaði augun sem snöggvast, leit furðu lostin á inig, lokaði þeim aftur og dó. Hún veitti enga mótspyrnu, en dó strax, eins og þetta væri í draumi. Blóðdropi draup af vörum hennar og féll á hönd mína. — Þér þekkið blettinn. Ég tók ekki eftir honum fyrr en morguninn eftir, og þá var hann alveg þornaður. Hún var jarðsett i kyrrþey. Ég hjó á einkaeign í sveitinni, og þar voru engin yfir- völd til að rannsaka málið. Þar að auki hefði engum dottið þetta í hug, af því að hún var eiginkona mín. Hún átti hvorki ættingja né vini, og ég þurfti ekki að svara neinum spurningum. Af ásettu ráði sendi ég út tilkynningu um andlát hennar eftir jarðarförina til að forðast afskipta- semi annarra. Ég hafði ekkert samvizkubit. Eg hafði verið miskunnarlaus, en hún átti það skilið. Ég liataði hana ekki, ég gat vel gleymt henni. Enginn morðingi hefur nokkru sinni framið glæp með meira kæruleysi en ég. Þegar ég kom heim, var greifafrúin nýkomin. Hún kom of seint til að vera við jarðarförina, eins og ég hafði ætlazt til. Hún var mjög óróieg. Þessar óhugnanlegu fréttir komu svo óvænt, að hún var miður sín. Hún taiaði einkennilega, og ég skildi ekki meininguna í liuggunarorðum hennar. Raunar hlustaði ég ekki með áhuga, því að ég þarfnaðist engrar hughreystingar. Síðan jirýsti hún hönd mina og sagðist ætla að trúa mér fyrir íeyndarmáli og bætti við, að hún vonaðist til, að ég mundi ekki notfæra mér það. Hún sagðist hafa trúað hinni látnu konu minni fyrir bréfum, sem hún hefði ómögulega getað geymt sjálf vegna hins sérstæða efnis jieirra, og spurði, hvort ég vildi gera svo vel að láta sig fá þau aftur. Kuldahrollur fór um mig. Með uppgerðarrósemi spurði ég hanay hvað stæði í þessum bréfum. Henni brá við spurninguna og sagði: „Konan yðar var tryggasta og heiðar- legasta kona, sem ég hef þekkt. Hún spurði mig ekki, hvað stæði 1 þeim. Hún lofaði meira að segja að lita aldrei i þau. „Hvar geymdi liún bréfin?“ „Hún sagðist geyma þau í lokaðri skúffu i saumaborðinu sínu. Þau eru bundin saman með bleiku silkibandi. Þér nmnuð strax þekkja þau. Það eru þrjátíu bréf.“ Við fórum inn í herbergið, sem saumaborðið var í, og ég opnaði skúffuna. Ég tók upp bunkann og rétti tienni. „Eru þetta bréfin?“ Hún tók við þeim með ákefð. Ég þorði ekki að líta upp, ég var hræddur um, að hún læsi eitthvað í svip minum. Skömmu síðar fór Iiún. Nákvæmlega viku eftir jarðarförina fékk ég ofsakvalir í blettinn á liendinni, þar sem blóð- dropinn hafði fallið þessa hræðilegu nótt. Þér vitið, hvað gerðist eftir það. Ég veit, að þetta er aðeins hugarflug, en ég get ekki losnað við það. Þetta er refsing fyrir, að ég myrti saklausu og yndislegu stúlkuna mína með svo mikilli fljót- færni og grimmd. Ég reyni ekki lengur að hamla á móti þessu. Ég ætla að fara til hennar og biðjast fyrirgefningar. Hún mun áreiðanlega fyrirgefa mér. Hún mun elska mig alveg eins heitt og meðan hún var á lifi. Ég þakka yður, læknir, fyrir allt það, sem þér hafið gert fyrir mig. ★

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.