Vikan - 14.07.1960, Page 5
landið. „Sonur sólarinnar“, Viracocha Inka, birtist lionum og flutti
honum mikilvægan boðskap, er hann fól honum að koma til þjóðar-
innar. Boðskapinn útlögðu spámenn konungsins á þá lund, að þar
væri sagt fyrir að rikinu yrði hætta búin af mönnum, sem „réðu
yfir eldingunni og liefðu alskegg.“
En konungur lét boðskapinn ekki skelfa sig. Hann reisti musteri
til heiðurs Viracocha, sem var 1200 fermetrar að grunnfleti, og inn-
gangur þess var völundarhús með tólf göngum. Þegar einhver hafði
náð að rata gegnum völundarhúsið, kom hann að steinþrepum, er
lágu upp að hellulögðum hápalli undir voldugri steinhvelfingu. Og
í þessari kapellu miðri stóð likneskja af manni með sítt alskegg,
klæddum skikkju mikilli.
Styttan átti að sýna Viracocha, en alskeggið hlýtur að vera tengt
boðskap þeim, er hann birti hinum unga konungssyni i draumi, því
Inkar voru skegglausir.
Af rústum þessa musteris má greinilega sjá hvernig það hefur
verið byggt. Á sínum tima var musterið allt klætt skiru gulli að innan,
og þar var geysimikil, hringmynduð gullplata, sem átti að vera imynd
sólarinnar.
^lancio Sierra de Leguizamo hét maður sá, er Pizarro setti til þess
að stjórna árásinni á Cúskó. Hann vann borgina, og hið fyrsta,
sem hann tók i sinar hendur, var gullskjöldurinn mikli. En sama
kvöldið tapaði hann honum i fjárhættuspili!
Spánverjar liófust þegar handa um að rifa niður musterið, þar
sem það hafði verið reist heiðnum guðdómi. En þá ráku þcir sig á
lpá furðulegu staðreynd, að hin risavöxnu granitbjörg voru höggvin
út af þeirri vandvirkni og síðan felld saman með svo hárfinni ná-
kvæmni, að við þeim varð ekki haggað.
Svo Spánverjar ventu sínu kvæði i kross og byggðu kirkju á gólfi
musterisins. En þessu hljóta liinir gömlu guðir Inka að hafa reiðzt,
því nokkru eftir að hún var komin upp gerði jarðskjálta, sem lagði
kirkjuna i rústir.
í múrveggi Inkanna kom ekki ein einasta sprunga.
1850 gerði aftur jarðskjálta Hann kostaði fjörutíu manns
lifið- En einnig að þessu sinni stóðust múrar Inkanna allar hamfarir
nattúrunnar.
í Cúscó má sjá leifarnar af hinni gömlu konungshöll, með skreyt-
mgum höggnum í dökkgrá granítbjörgin. í görðum hallarinnar var
f01”1® fJrlr stórum líkneskjum úr skíru gulli og silfri, þar voru
í1!,'! f)08agöng og veggir fóðraðir gullþynnum. Cúskó liafði verið
holuðborg Inkarikisins um langan tíma, þegar hinn mikli umbóta-
maour, Pachacutec konungur, breytti henni í það, sem hann taldi
vera verðugt konungssetur. Sú endurbygging er kapituli út af fyrir sig.
Konungur réð til sin húsameistara, landmælingamenn og skipu-
lagssnillinga og þeir gérðu uppkast að framtiðarborg i lágmyndum.
Borgin varð hrein fyrirmynd um einfalt skipulag og með endur-
byggingunni gerðu meistararnir byltingu í hinum hefðbundna
byggingarstil Indiána. Þeir höfnuðu aðferð þeirri sem hingað til
hafði verið notuð. En hún var sú, að byggja úr óreglulega löguðum
steinum, er lagðir voru meira og minna af handahófi hver ofan á
annan, en tóku upp gerð ferhyrndra og rétthyrndra steinblokka, er voru
svo nákvæmlega tilhöggnar og skeyttar saman, að enn i dag er ekki
hægt að stinga nál á milli þeirra.
Hvernig mögulegt hefur verið að inna þetta af hendi, hvernig
unnt hefur verið að beita slikri nákvæmni, er ein af þeim ráðgátum,
sem vísindunum hefur ekki enn tekizt að leysa.
Með þessum nýja byggingarhætti gátu þeir haft dyrnar hærri og
gluggana betur lagaða. Nú létu þeir húsaþökin hallast til beggja hliða
svo að regnvatn gæti runnið af þeim og veggir voru lagðir gull- og
silfurþynnum.
Aðaltorginu var gerbreytt og vatn var leitt til borgarinnar eftir
stórum skurðum neðanjarðar. Klætt var yfir Watanay-fljótið með
hellum, og á hinu viða, opna svæði, sem við það skapaðist, var hægt
að láta fram fara stórar hersýningar.
Eftir að öllum þessum risavöxnu byggingaframkvæmdum var lokið,
hófu meistararnir að reisa kastalann Sacsayhuaman. Hann hefur verið
einstakt meistaraverk i byggingarlist og handiðn á sinu sviði.
Þvi hefur verið lialdið fram, að kastalinn væri byggður á árunum
nálægt 1450. Mörg af granitbjörgum þeim sem notuð hafa verið til
byggingarinnar, eru á annað hundrað lestir að þyngd. En jafnvel þau
eru eigi að síður tilhöggvin af hinni rnestu nákvæmni.
Sama aðferð hefur verið notuð við að koma upp kastalanum, sem
Egyptar hinir fornu viðliöfðu, er þeir byggðu pýramidana. Hin tröll-
auknu björg liafa verið dregin upp eftir torfgörðum, sein hlaðnir voru
í þeim tilgangi, en siðar jafnaðir við jörðu.
Járn þekktu Inkar ekki, og af hjóli höfðu þeir engar spurnir.
Kalk notuðu þeir ekki né önnur bindiefni. Eigi að siður standa þó
grunnmúrar þeirra enn jafn óhaggaðir og fjallið, sem þeir eru reist-
ir á.
Björgin tóku þeir i grjótnámu sem er 25 kilómetra utan við borg-
ina. Framan við kastalann liggja ennþá nokkrir steinar á víð og
dreif, sem ekki hafa náð að komast alla leið í bygginguna. Það eru
„þreyttu steinarnir“, sem svo eru nefndir.
Sagan segir, að eftir að björg þessi höfðu verið dregin um 25 km
veg yfir óslétt land, hafi allt i einu reynzt ókleift að lireyfa þau úr
stað. Var það þó reynt með öllu mógulegu móti, aukareipum var
Frarnhald á bls. 28.