Vikan


Vikan - 14.07.1960, Síða 9

Vikan - 14.07.1960, Síða 9
Við vorum svo hamingjusöm sem ung og nýgift hjón geta framast verið. E'n einn góðan veðurdag skaut fortíðin upp kollinum með gamla kröfu. Og allt í einu var sólheiður sumardagurinn orðinn grár og gugginn. Enda Þótt Meríta væri fædd og uppalin í borg- inni, var hún mest gefin fyrir sveitalífið. Hún ætlaði sér að verða búfræðingur, og að sumrinu vann hún alltaf á bóndabæ, til þess að kynnast búskapnum af eigin reynslu, en aðra hluta ársins dvaldi hún við nám á Landbúnaðarháskólanum. Síðasta sumarið sem þau voru saman, hún og Troels, gerði hann sér ferð þangað sem hún vann. Það var á stórbýli í Norður-Jótlandi. En þá slitn- aði upp úr öllu milli þeirra, og það var rétt eftir að Meríta sleit sambandi við hann, sem ég hitti Troels. Svo ég hafði bara verið eins konar afdrep, hugs- aði ég með beiskju, — staður, sem hann gat falið sig í og sleikt sár sín, eftir ósigurinn hjá einu konunni sem hann hafði verið ástfanginn af. Og ég sem hafði haldið að hjónaband okkar væri byggt á gagnkvæmri ást, það var aðeins ég sem hafði elskað hann. Hann hafði bara látizt elska mig. Það var hagsýni og ekkert annað sem hafði rekið hann i hjónabandið, — hagsýni með ögn af þrjózku. Nú gat Meríta siglt sinn sjó, hafði hann sjálfsagt hugsað. — Skrítið hvernig fortíðin getur skotið upp kollinum, sagði hann og gerði sér upp hlátur. Síð- an kveikti hann sér í vindlingi, las bréfið aftur og reif það í smátt. — Annars frétti ég af henni um daginn, — í fyrsta skipti eftir að við skildum. Hún fór nefnilega til Ameríku og hélt þar áfram náminu. En nú er hún komin heim aftur. Hún vann líka um tíma þar vestra. — Jæja, sagði ég hljómlaust. — En nú ferð þú auðvitað að finna hana ... ? — Hví skyldi ég vera að því? spurði hann. — E'kki kemur hún mér vitund við. Það er búið með allt slikt fyrir lifandi löngu. — Jæja, sagði ég aftur. Ég greip kústinn og hélt áfram að mála. En nú var ekkert gaman að því lengur. Mest langaði mig til að fleygja mér niður og fara að hágrenja. Við minntumst ekki á bréfið framar. Troels nefndi það ekki á nafn og ég vildi ekkert segja. En hvers vegna talaði hann ekkert um það, hugs- aði ég með mér, ef það var i rauninni satt, að honum væri það einskisvirði framar? Benti ekki þögn hans til Þess, að hann hugsaði svo mikið um það, að hann þyrði ekki að minnast á það af ótta við að það kynni að komast upp, hve mikils virði það hafði verið honum? Nokkrum vikum eftir að sumarleyfi okkar lauk, kom Troels allt í einu heim með stórt ilm- vatnsglas handa mér, — alveg að ástæðulausu. Ég vissi að ilmvatnið var dýrt og vissi líka að hann hafði ekki efni á þessu. Hvað kom þá til að hann var að kaupa það? spurði ég sjálfa mig. Var ekki hendi næst að halda að hann hefði verið með Merítu og hefði svo mikið samvizkubit, að hann hefði keypt þessa dýrmætu gjöf handa mér, — heimskulega syndakvittun? Ég var nærri viss um að þessi var ástæðan, og því gat ég ekki látið neina verulega gleði í ljós yfir gjöfinni. Ég tók vel eftir því, að Troels varð hvumsa við Það, hvern- ig ég tók þessu, en það varð nú einu sinni svo að vera. Ég var lika farin að veita honum athygli í laumi. Ef hann sagðist verða að vinna fram yfir í kvöld, ímyndaði ég mér þegar, að yfirvinnan væri innifalin i stefnumóti við Merítu. Væri hann í sérlega góðu skapi einhvern morgun, hugsaði ég: Nú á hann að hitta Merítu í dag og því liggur svona vel á honum. Ef hann var niðurdreginn að kvöldinu, hugsaði ég: 1 dag hefir honum ekki gefizt tækifæri til að tala við Merítu. — Opnaðu það bara, sugði Troels. — Við höfum engu að leyna hvort fyrir öðru. Mér leið svo ósegjanlega illa. Ég, sem aldrei hafði látið mér til hugar koma að ég gæti orðið afbrýðisöm, ég kvaldist nú af afbrýðisemi meir en orð fá lýst. Ég var svo altekin af hugsuninni um Meritu, að ég gleymdi alveg giftingardeginum okkar, sem var hinn 15. september. Þegar Troels sagði mér um morguninn, að hann hefði pantað borð fyrir okkur á Bristol hóteli og nú skyldum við einu sinni gera okkur glaðan dag úti, til tilbreytingar, hugsaði ég bara sem svo, að líklega fyndist hon- um það keyra úr hófi fram, að ég skyldi aldrei fara neitt. Því auðvitað var hann oft á slíkum stöðum með Merítu. Þess vegna glöddu orð hans mig ekki vitund. Mér fannst ég bara enn ógæfusamari og umkomulausari. Annars nefndi hann ekki á nafn, að það væri brúðkaupsdagurinn okkar, og á skrif- stofunni hugsaði ég ekki um annað allan dag- inn en þessa „friðþægingarfórn“ sem ég kallaði svo. Hann minntist jafnvel ekki á það hvaða dagur var, þegar við komum heim og fórum að búa okkur um. Ég var stúrin og þegjandaleg og alls ekki i skapi til að fara út og dansa. En við fórum samt á Bristol, snæddum dásam- legan miðdegisverð, og dönsuðum. Okkur hefði liðið yndislega ef ég hefði bara getað komið mér í hátiðaskap. Um tíuleytið rétti hann mér svo- litinn kassa með merki virðulegs skartgripasala á lokinu. — Gerðu svo vel, Anna, og til hamingju með daginn. Ég opnaði kassann og þar lágu ljómandi fal- legir eyrnahringir úr silfri og glerungi. Þeir voru svo indælir að undir venjulegum kringumstæðum hefði ég orðið utan við mig af aðdáun. En ekki nú. — Þakka þér fyrir, Troels, sagði ég lágt. — Eru þeir ekki laglegir? spurði hann von- svikinn. — Ertu ekki ánægð með þá? — Vist er ég ánægð með þá, ég hefi lengi ósk- að þess að ég ætti svona hringi. — En hvers vegna ertu þá ekki glöð? spurði hann. — Ég er svo sem glöð, þú getur nú hugsað þér það, svaraði ég og reyndi að gera mér upp svolitla hrifningu. Hann var þögull það sem eftir var kvöldsins. Daginn eftir töluðum við ekki saman, ekki heldur daginn Þar eftir. Ég fann helkulda gagntaka mig og allt sem í kringum mig var. Þetta var upp- hafið á endinum, hugsaði ég. Mér kom ekki til hugar að gjöfin væri í tilefni af giftingardegi okkar. Framhald á bls. 34. Frásögn úr daglega lífinu

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.