Vikan


Vikan - 14.07.1960, Síða 18

Vikan - 14.07.1960, Síða 18
» *T (t 1ftiuAna% it segi a, & m HrútsrnerkiÖ (21. ,marz—20. apr.): Ekkl er víst að allt gangi sam bazt í vikunni, en þú mátt sar.it ekki missa móð.nn. Þetta er aðeins afleiðing þess, að þú hefur færzt allt of mikið í fang undan- farnar vikur. Þú skalt reyna að hvílast sem mest og safna þreki. NautsmerkiÖ (21. apr.—21. maí): Nú getur draumur þinn rætzt — en aðeins ef þú leggur hart að þér. Vertu höfð- inglegur í garð náungans, einkum þeirra, sem lifið leikur ekki við. Líklegt er að þig bresti þolinma'ði í sambandi við það sem þú hefur verið að vinna að undanfarið. Tvíburamerkiö (22. maí—21. júní>: Þótt þú sért í alla staði hinn hraustasti, máttu ekki vinna allt of mikið í vikunni. Þú verður að gera þér ijóst, að frístundir eru einnig nauðsynlegar, þótt vinnan gefi mikið í aðra hönd Þú ert nokkuð kröfuharð- ur gagnvart kunningja þínum, mundu að hann er breyzkur eins og þú. Krabbamerkiö (22. júní—23. júlí): Þú munt kynnast persónu, sem hefur margt á prjónunum og vill fá þig til þess að taka þátt í áformum sínum, en hætt er við að þau áform séu aðsins draumórar og tyllivonir Þú ert nokkuð þrár og vilt ekki sinna ráðieggingum annarra. Ljórismerkiö (24. júlí—23. ág.): Hætt er við, að samkomulagið verði ekki sem bezt heima hjl þér um helgina, en það ætti svo sem ekki að saka, því að eftir helgina gerist dilítið, sem gerir það að verkum, að allir gleyma þessum smáerjum og at- hyglin beinist einung's að einu. Heillatala 7. MeyjarmerkiÖ (24. ág.—23. sept.): Pen- ingavandamál kasta ef til vill skugga á vikuna, en allt bendir til þess. að þú eigir launahækkun skilið, og er ekki úr vegi að fara fram á hana Einkalíf þitt verður viðburðasnautt en þó ánægjurikt. Á þriðjudag kemur einkennilegur gestur í heimsókn. Vogarmerkiö (24. sept.—23. október): Verið getur að ailt gangi ekki sem skyldi á vinnustað, en endalokin verða samt alit önnur en þig óraði fyrir. Hætt er Við að einhver kunningi þinn særi stolt þitt. en ef þú hugsar þig vel um, er það sem hánn sagði um þig einmitt sannleikur. Drekamerkiö (24. okt.—22. nóv.): Vin- sældir þínar munu aukast talsvert í vikunni, og listrænir hæfileikar þínir fá að njóta sín svo um munar í viku- lokin. Treystu ekki kunningjum þínum samt of miklð i vikunni. Þú skalt ekki segja nein- um frá því, sem þú hefur i hyggju í sambandi við peningamál. Heillatala 4. Bogtnaöurinn (23. nóv.—21. des.): Allir þeir, sem vinna undir umsjón annars manns, ættu að fara að öllu með git i vikunni. Varastu að skrifa þýðingar- mikið bréf, ef þú kemst I uppnám. Vik- an verður einkum kvenfólki til heilla, en karl- mönnum kann að leiðast í vikunni. Geitarmerkið (22. des.—20. jan.): Þú skalt ekki taka á þig neina ábyrgð i vikunni, því að það getur komið þér í koll. Þú munt lenda í mjög vafasömum félagsskap um eða eftir helgi, og er þér bezt að sinna þeim félögum sem minnst. Góð- vinur þinn hverfur af sjónarsviðinu um stundar- sakir. Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. íeb.): Þú skalt ekki lofa of miklu i vikunni, því ag erfitt verður um efndir. Margt getur gerzt, sem breytir áformum þín- um, en það verður vafaiaust ekki tii hins verra. Þú lendir í einhverju klandri út af gamalli skuld, en með aðstoð vinar þíns mun rætast úr því. Heillalitur grænt. Fiskamerkiö (20. feb—20. marz): Það getur komið sér vel að koma sér i mjúkinn hjá gömlum kunningja eða skólafélaga. Hætt er við að upp kom- ist um dllítið, sem þú og kunningi þinn höfðu eitt sinn á prjónunum, og þýðir ekki annað en að sætta sig vig það og reyna að gleyma því. Gott hvort með öðru Nij stúlka í nýja bílinn eða nýr bill fyrir nýju stúlkuna. Hvort hehlur er, þá virðist þaff smekksalriði. Aðalatriðið er, að hvort tveggja sé vlI heppnað. Þurna virðist mjög vel hafa til tekizt og þaff nut segja, að hvort sé eftir öðru, stúlkan og biltinn. Og þó, líklega er stúlkan betri. Já, hvernig œtti bill að jafnast á við fallega stúlku i mjúknm flauelskjól — og með aðra eins fietnr og þessi hér. Nei, það er auðvitað ómögulegk Hitt getur svo verið spurning, hvort annað krefst ekki hins: Nýr bill er fátœklegur, hafi ökuþórinn ckkert hjá sér i frumsœtinu og á hinn bóginn er fátiek- legt að vera með fallega stúlku upp á arminn og geta ekki boðið hcani upp í sæmilegan far• kost. í Khyberskarðinu 1 Khyberskarði, milli Pakistans og Afganistans, d hann heima, þessi skuggalegi náungi. Það má mikið vera, e/ hann er ekki eitthvað skyldur Jóni Hreggviðs- sgni, bónda á Rein — þeim svarta snærisþióf og böð- ulsmorðingja, sem hljóp nálega berfættur þvert gfir ísland og Holland, marg húðstrýktur og pindur. Þarna í Iíhyberskarðinu er fjallvegur milli Kabul, höfuðstaðar Afganislans og Peshawar í Pakistan. Þar eru rán og morð daglegir viðburðir og aldrei að vita, til hvers hinir skuggalegu íbúar skarðsins kunna að grípa. En þeir eru gestrisnir, ef tekst að vinna vin- áttu þeirra. Það kann að taka tima og þolinmæði, því þeim hefur verið kennt að hata og tortryggja út- lemUnga. Þessi mynd er einkum oy sér í lagi ictluð karl- mönnum og sérstaklega þeim, sem kunna að bregða sér til Svíþjóðar á þessu sumri. Við getum upplýst, að þessi stúlka er einhvers staðar i Stokkhólmi, ef vel er leitað. liún er bráðfalleg, eins og fjöldi sœnskra stúlkna, ótilgerö og hefur þstta ferska, eðlilega útlit. En ef einhver skyldi nú hitta hana, þá er vissara að taka þrð fram, að stúlkan hefur œft hncfaleika. Já, glerharða hnefaleika. Kvenlegt er það að vísu ekki, en þeg- ar maður er svona ástleitinn á svipinn, þá sakar ekki aö kunna eitVtivaÖ fyrir sér í hinni „göfugu sjálfs- varnarlist". Fyrst við ernm komin til Ilamborgar, þá skulum við skreppa út fyrir Ijósadýrð gleði- hwerfanna, þangr.ö sem enn eru sár eftir stríð- ið. M'.klir erfiðleikur eru á því að fá húsnæði og menn búa þar í húsnæði, sem e.kki þætti fært fyrir skepnur hér. í þessum arma skúr lýr fjölskylda, lijón með þrjú börn. Hann er áþekkur meðal-garðkofa, nálega gluggalaus og stendur auk þess algerlega á bersvæði. Nei, þelta er ekki París. Það er ekki að marka það, þólt hér standi Moulin Rouge ofar dyrum. Rauðu myllan er til víðar en í París og við höfam meira að segja eina hér á Laugaveginum. 1 gleðihverfum flestra stórborga sjást sömu nöín n, sem virðast hafa unnið alþjóðlega hylli. Lido er haðströnd á Italíu, en siðan var einn frægasti næturklúbbur Parisar nefndur eftir lienni og þaðan héfur nafnið breiðst út. Hér eruni við stödd á Reberbhan i Hamborg — þar er Zigauna- kjallari og Rauð mylla, að því er virðist. Sjálfragt kannast íslendingar við sig þarna og eiga sælar endurminningar úr þessari borg gleðinnar. Og rétt tyrir utan g§j| ' ■Íi

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.