Vikan


Vikan - 14.07.1960, Blaðsíða 23

Vikan - 14.07.1960, Blaðsíða 23
Mynd til að lita ÞaS er ekki auövelt að gera sér grein fyrir af hverju þessi mynd er. En ef þið takið fram litina og litið alveg eins og sagt er fyrir þá verður úr þessu hin fallegasta mynd. Litatáknin eru þessi: B—blátt, Y=gult, V= fjóluhlátt, Br=brúnt, G=grænt, 0=appel- sínugult, R=rautt, P=ljósrautt. Boltaleikur Níu strákar ætla í boltaleik og þeir hafa ákveðið að hittast í horninu til hægri. Jói er að leggja af stað úr vinstra horninu til þess að hilta hina strákana. Nú eigið þið að finna út hvaða leið hann fer. Byrjið á númer eitt og fylgið Jóa síðan réttu leiðina. Hve fljótir eruð þið Jói að komast til hinna strákanna? Þegar áslin gerdi kraílaverk Framhald af bls. 15. ir, ef verða mætti, að þær fengju mikið skilning hennar á ástandi lians. Hún óskaði þess innilega að geta fundið e.nhver ráð til þess að hjálpa honum. En það vissi Máró ekkert um. í sumar sem leið fékk Máró sim- skeyti frá Maríu um að hún ætlaði að koma i nokkurra daga heim- sókn. Þegar liann sá hana stiga út úr lestarvagninum, breyttist gleði hans og eftirvænting i áhyggjur og ótta. 1 stað þess að vera kát og elskuleg, eins og hún hafði alllaf verið áður, var liún nú alvarlcg, ákveðin og einbeitt á svip. — Ég hef liugsað mikið um mig og þig, sagði hún stutt i spuna. — Þetta getur ekki haldið svona á- fram, Máró. Hvers vegna viltu ekki tala? Það gengur ekkert að þér. Það hafa læknarnir sagt. Þú getur talað, ef þú befur nógu sterkan vilja til þess. Svoleiðis er j>að nú. En þú elskar mig ekki nógu heitt til þess að kæra þig um að reyna svo mikið á viljastyrk þinn. . .. Þau gengu ieiðar sinnar, hægt og rólega. — Ég kæri mig ekki um að gift- ast manni, sem aldrei getur sagt við mig: — Maria, ég elska þig, — sem aldrei getur spjulluð við mig og hjálpað mér til að uppfræða börn min. Skyndilega hljóp hún leiðar sinnar, en Máró stóð aleinn eftir. Andartak stóð hann, án þess að hreyfa legg né lið, og horfði ör- væntingaraugum á eftir lienni. Svo hélt liann ósjálfrátt áfram. Nú var hann orðinn aleinn aftur, eins og liann hafði verið í fjórtán ár. Hann reikaði um bæinn í hugsunarleysi og hélt svo út á þjóðveginn. Gras- ið var þrungið sumarangan, olifu- trén klökuðu silfurglitrandi blöð- unum. En Máró sá hvergi sumar. Allt i e.'nu fór hann að hlaupa. Var jiað óttinn, sem greip hann eða tók Iiann að eygja nýja von? Þegar Maria hitti hann þrem stundum siðar, varð hún skelkuð sjálf. Hann var allur af sér geng- inn, vangarnir votir af tárum og svipurinn biðjandi. En María grét ekki, og rödd hennar var einbeitt eins og áður, þegar liún sagði: — Jæja, Máró, ertu nú búinn að taka jiá ákvörðun að tala? Varir unga mannsins skulfu. — Maria, ég elska þig.... Þetta voru fyrslu orðin sem hann hafði sagt um fjórtán ára skeið. Nú eru þau Máró Genovesi og Maria Giambirello trúlofuð og ekki siður hamingjusöm en aðrar ung- ar og heitbundnar manneskjur. Þau ræða um framtiðaráform sin og lofa blaðamönnum að eiga viðtöl við sig, þq. hálffeimin séu. Máró vonar að saga hans geti orðið til þess að koma öðrum að haldi, sem átt hafa í annarri eins baráttu og hann. Atvik eins og það, sem kom fyrir hann, þar sem lömun orsak- ast af andlegum, en ekki likamleg- um ástæðum, eru afar sjaldgæf. Máró skrifar löng og uppörvandi bréf tll málleysingja, er heyrt hafa um lækningu lians, og spyrja hann nú ráða. Hver veit nema einhver, sem þjáist af sams konar sálræn- um vanheilindum, geti fyrir þessi bréf öðlazt nýja von um krafta- verk. Eina setningu afsegir Máró barð- lega að endurtaka fyrir fréttamönn- um, hversu mjög sem þeir sárbæna liann um það. Þetta var litla setn- ingin fyrsla, hin yfirnáttúrlcga gjöf hans lil Mariu: — María, ti amo... . Maria, ég elska þig! ic Slöngurnar eilííu|| Framhald af bls. 7. slanga upp, „en i henni bjó guðinn sjálfur", og fylgdi hinum róm- versku sendimönnum og lagðist með mestu spekt i tjald stýri- mannsins á afturþiljum. Þegar komið var til Rómar, srnaug hún skyndilega niður af skipinu í áttina að Tíbereynni. Þennan saina dag rénaði farsóttin i Róm. Skýringin var auðvitað sú, að farsóttin var „útbrunnin"; en i Róin var slöngunni helgaður heið- urinn, og þar sem hún koin á land var reist hof lielgað Æskulap. Hinn rómverski Æskulap fékk sama tákn og hinn griski Asklepíos. Og enn er þessi slanga guðanna notuð sem tákn lækna og stéttar þeirra. Ilermes var ekki einungis verzhmargiiO. Fyrst var það slangan og lækn- arnir. Siðan komum við að slöng- unni og kaupmönnunum. Eins og Rómverjar „fengu lánað- an“ Asklepios og kölluðu hann Æskulap, fengu þeir einnig að láni m. a. griska guðinn Hermes og kölluðu hann Merkúr. Flestir halda, að Merkúr sé ein- ungis verzlunarguð, en það er öðru nær. Og hvers vegna vefja sig tvær slöngur um staf verzlunarguðsins? Við verðum að fara aftur i griska goðafræði til þess að finna skýr- inguna á þessu. Hermes varð i fyrstu að láta sér nægja ósköp venjulegan staf, og með þcssum staf kallaði hann guðina saman á ráðstefnur og fundi. Dag einn rakst hann — segir goðafræðin — á tvær slöngur á förnum vegi, og blessaðar slöng- urnar voru að slást. Hann skildi nú slöngurnar með stafnum sínum. Upp frá þvi varð hann nokkurs konar „hlulleysissendiboði". Þetta á cinlcar vel við verzlunarguð, þvi að verzlun er bráðnauðsynleg i bliðu og striðu. Slöngur eru tákn dauðans. Og eitt hlutverk Hermesar var að fara með hina framliðnu til lieljar. Slangan er tákn frjósemL— og Herines var einnig dýrkaður scm frjósemisguð. Menningin ríkir meðal þjóða og liður undir lok, en táknin lifa ... þótt uppruni þeirra og fruindýrkijn sé fyrir löngu falliu i gleyiusku. if VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.