Vikan - 04.08.1960, Síða 2
TRAUST MERKI
Heildsölubirgðir
ECGERT KRISTTANSSON & CO. H.F.
Sími 1 14 00
HOLLAND
Cloznne heflr hlotið sérstök
meðmœli sem gott þvotta-
duft f þvottavélar.
M/rtM EZF/Ð/
Heildsölubirgðir: Eggert Kristjánsson & Co. h.f.
★ Pjásustíll eða —
★ Geðtrufluð af trúboðs-
skóla
★ Skuld þjóðarinnar við
knattspyrnumenn
„PJÁSU STÍLLINN“.
Iíæra Vika.
Við skrifum þér vegna þess að við stöndum
í hálfgerðu striði út af rokkbuxunum. Okkur
finnst þetta svo þægilegur búningur að við vilj-
um helzt ekki 1 annað koma, og okkur finnst
að rokkbuxurnar geti gengið allsstaðar, nema
kannski í kirkjum, ef þær eru heilar og hreinar.
Við erum orðnar fjórtán ára og mömmur okkar
segja, að við séum orðnar of gamlar til að ganga
klæddar eins og strákar, en okkur stendur á
sama um það, bara ef fötin eru þægileg. Við
kærum okur ekkert um að vera fínar dömur,
og okkur finnst að við þurfum ekkert að haga
okkur ósiðlega eða verr en þær, þó að við göng-
um í rokkbuxum og strigaskóm. Og við erum
ekki að elta neinn stæl, við viljum bara vera í
rokkbuxum af því að þá erum við miklu frjáls-
ari og eigum betra með að hreyfa okkur. Hvað
finnst þér um þetta? Ertu okkur ekki sam-
mála?
Bless, Vika mín.
Skólasystur.
Hjartanlega sammála — en þó innan vissra
takmarka. Hversdagslega eru rokkbuxurnar
svokölluðu áreiðanlega þægilegasti búningur
fyrir telpur, og það eitt er víst, að framkoma
telpna getur verið í alla staði til fyrirmyndar
þótt þær gangi þannig klæddar. En það er
Iíka eitt af einkennum góðrar framkomu,
bæði hjá telpum og drengjum, að taka tillit
til allra aðstæðna hverju sinni — einnig
hvað klæðaburð snertir, og þótt rokkbuxur
séu hinar þægilegustu flíkur, er ekki þf r með
sagt að þær eigi alltaf og allsstaðar við, og
eins, að þær fara ekki öllu kvenfólk' v;d ...
EINGÖNGU ÍSLENZK DANSLÖG ÞANN
SEYTJÁNDA JÚNÍ ?
Iíæri póstur.
Seytjándi júní er okkar þjóðhátiðardagur.
Hann á að vera helgaður fslenzkri menningu
og menningararfi, öllu því, sem íslendingar hafa
unnið og afrekað. Og um leið á hann að mynda
sem traustasta undirstöðu að varnarmúr gegn
erlendum áhrifum, vera í senn islenzkur þjóð-
hátíðardagur og þjóðræknisdagur. Með tilliti lil
þessa ber að velja eingöngu íslenzkt og þjóðlegt
dagskrárefni þennan dag, bæði til flutnings á
samkomustöðum og í útvarpi, og vanda það val
sem bezt. En á þessu hefur jafnan orðið nokk-
ur misbrestur. Á ég þar einkum við danshljóm-
listina. í seinni tíð hafa íslenzkir dægurlaga-
og textahöfundar unnið mikið þjóðþrifaverk og
þar höfum við eignast sanna afreksmenn og
listamenn, eins og til dæmis Tólfta september
meðal dægurlagahöfunda, Hauk Morthens meðal
söngvaranna og Jón Sigurðsson meðal texta-
höfunda, svo nokkrir séu nefndir.