Vikan - 04.08.1960, Síða 4
Öll dreymir okkur eitthv
Furðulegar uppgötvanir vísindamanna kollvarpa gömlun
dreymir með vissu millibili á vissum tíma í einu
Nú á tímum eru vísindamenn fyrst að upp-
götva, hvers eSlis draumar eru. Þeir hafa kom-
izt að raun um, hve oft flest okkar dreymir,
hvenær draumarnir koma og hve langir þeir
eru. Þeir vita nú, að rótgrónustu skoðanir
okkar á draumum eru hreinar kerlingabækur.
Uppgötvanir þeirra geta komið að miklum
notum i sálarfræði og við rannsóknir á geð-
veiku fólki og munu geta leitt margt mikilvægt
í ljós um hugsanastarfsemi manna, þótt merk-
ing drauma sé enn á huldu.
Undirstaða þessara uppgötvana er þróun
nýrrar rannsóknaraðferðar, sem gerir vísinda-
mönnum kleift að segja nákvæmlega til um i
fjórum dæmum af fimm, hvenær mann er að
dreyma. Vísindamenn, sem liöfðu hug á að
lcanna draumheiminn, höfðu hingað til átt
allt undir stopulu minni dreymandans morg-
uninn eftir. Nú geta þeir fylgzt með draumi
manns, vakiö hann i miðju kafi og skráð
drauminn, meðan hann er enn ferskur i minni
og áhrif hans skýr.
„Fyrir okkur, sem höfum verið að reyna að
skýra leyndardóma hugsunarinnar og heilans,
er þetta sögulegur áfangi,“ segir sálfræðingur
í New York.
Undirstöðurannsóknirnar, sem hafa leitt til
þessarar þróunar, voru hafnar við læknisfræði-
deildina í Brooklyn við ríkisháskólann í New
York. Hér á eftir verða taldar upp nokkrar
algengustu skoðanir manna á draumum, sem
vísindamenn halda fram, að þeir hafi af-
sannað:
Suma dreymir aldrei.
Sannleikurinn er sá, að öll dreymir okkur
á hverri einustu nóttu, hvort sem við verðum
vör við það eða ekki. Af sex stunda óslitnum
svefni dreymir venjulegan mann alls í 64 mín-
útur. Draumatímabil koma öðru hverju með
vissu millibili alla nóttina og standa yfir frá
8 eða 9 mínútum upp i 30 mínútur eða meira.
. .
Tr '
mn
jlÍHfli
WBm
s
í
mmm
mSSIBsSmá
■
'' '
:■■■:■::: ‘ '
Þetta skemmtilega kort yfir rás draum-
anna á einni nóttu er teiknað af Ricliard
Erdoes og sýnir næturstundir venjulegs
manns, sem um daginn hefur verið skamm-
aður af yfirmanni sínum á skrifstofunni
og sldpað af konunni að fara út með kött-
inn (til vinstri). Þegar hann er að sofna,
sér hann óljóst ketti. Síðan er svefninn
eins og sýnt er á dökka fletinum neðst á
myndinni. Þar sést, hvernig hann fellur
i djúpan, draumlausan svefn, en losar um
svefninn, þegar draumarnir koma.
Fyrsti svefninn er fastastur. Á annarri
klukkustund losar hann um svefninn, og
fyrsti draumurinn kemur. Er hann um það,
4
VIKAN