Vikan - 04.08.1960, Síða 10
Við dönsuðum saman allt kvöldið, og mörg önnur kvöld. Hann var
hugulssamur og nærgætinn. Hann var hrífandi og ég var hrifin. Hrifin það
var rétta orðið. - Hrifin úr hversdagsleikanum inn í n/jan töfrandi heim
grárra augna, sem horfðu á mig spyrjandi, biðjandi, stundum nærri
því skipandi
Kaldur októberstormur leikur um andlit mitt,
þegar ég lýk upp hurBinni. ÞaS logar ekki á næsta
götuljóskeri, og ég staulast upp þessi fjögur þrep
upp á götuna. Ég bretti upp kragann og bind
skýluklútinn fastar um höfuOið. Engin dagsbrún
er enn á lofti, og vindurinn gnauðar á húsaþök-
um og rafmagnsvírunum, sem liggja eins og net.
yfir borginni.
Þegar ég beygi fyrir hornið niSur í EskihlfBina,
kemur snörp vindhviöa og þyrlar framan í mig
gulnuðum laufblöOum. Þau slá mig þéttingsfast
i andlitiO og fjúka sfOan út í buskann. Þau eiga
ekkert eftir nema aO vera troBin niOur í svaBiö.
ÞaB er hálfdraugalegt úti, og enginn veit, hverj-
ir kunna aB vera á ferli. Iskaldur fiOringur fer
niður bakið, en ég ákveO aO ganga beint af aug-
um og lita hvorki til hægri né vinstri.
Skyndilega kemur fréttin i útvarpinu f gær-
kvöldi fram í hugann. Einmitt þannig hlýtur
veOrið að hafa veriB. Eg sé i huganum hvítfyss-
andi öldur byltast viO skipssiðurnar, — skip, sem
veltist í öldurótinu, stingst í öldudal, hefst upp
á næsta freyðandi öldukamb, veltur til beggja
hliBa, liggur augnablik kyrrt og stingst að nýju.
Tveir menn koma upp á Þilfar. öörum skrikar
fótur, þegar skipiB tekur snögga dýfu. Hann
missir jafnvægiB og fellur útbyrðis. Félagi hans
hrópar upp, hikar andartak, en stekkur síOan
yfir borðstokkinn. Nokkur augnabiik sést ekkert
nema hafrótiB, síOan kemur i ljós svart hár f hvít-
um öldukambi og grá augu, sem rýna f gegnum
sjávarlöðriO, hvöss og leitandi, — Hreinn. HiO
fyrsta, sem ég hafði veitt athygli i fari hans,
voru einmitt þessi gráu, leitandi augu, sem virtusl
sjá í gegnum mann. Og í dag var eitt ár, síðan
ég sá hann sfðast, en Þá voru augu hans ekki
grá, heldur svört af hatri og fyrirlitningu. Eitt
ár, — og þá haföi ég þekkt hann aðeins fimm
mánuBi.
Þei. Ég heyri greinilegt fótatak á eftir mér.
Ég reyni að knýja sjálfa mig til að líta ekki viB,
en ég verð. Ot úr dimmri hliBargötu kemur svart-
klædd vera og gengur hrööum skrefum 5 áttina
til mfn. HjartaO stanzar I brjóti mér, svo hendist
þaO af staB með margföldum hraða, og ég verO
magnlaus í hnjáliðunum. En ég verB að ganga
rólega áfram, — ég verð. Hér er enginn nálægur,
sem hægt er aö biöja um hjálp. Nú er veran rétt
á hælum mér, nú ræskir hún sig. Ég verö að
reyna að hlaupa. En — hvað? Hún hefur beygt
út af götunni, og fótatakiö fjarlægist Ég lít viö
í annaö sinn. Unglingsstúlka i svörtum nankins-
buxum og svartri poplinúlpu gengur hröðum
skrefum í áttina að biBskýli strætisvagnanna við
Miklatorg. Hún ætlar auðsjáanlega að fara aO
opna skýliB. Ég varpa öndinni feginsamlega og
hraða mér yfir Miklubrautina, fram hjá torginu,
yfir Snorrabraut og áleiBis upp á SkólavörOuholt.
Eh hve ég man það vel, þegar ég sá Hrein fyrst.
Ég var nýkomin til bæjarins, og vinkona min
haföi tekið mig með sér á dansleik í „BúBinni".
„Þú skalt svo sannarlega fá aO kynnast líflnu
i borginni," sagði hún. „Ég skal sýna Þér, hvernig
unga fólkiö hérna lifir og hvernig þú átt einnig
að lifa. ViO getum til dæmis fariö f „BúOina." —
Og svo fórum viB í Búðina. ViO sátum tvær einar
við borð, og Þegar f fyrsta dansinum var henni
boðiö upp, og ég varö ein viö borBiÖ. Ég litaBist
um í ráðaleysi, og þá, — þá varð mér litiO beint
inn í grá augu, og það var svo greinileg spurn-
ing i þessum augum, að ég hlýt ósjálfrátt aö hafa
kinkað kolli.
ViO dönsuöum saman allt kvöldið og mörg önn-
ur kvöld. Hann var hugulsamur og nærgætinn.
Hann var hrífandi. Og ég var hrifin. Hrifin, —
það var rétta orOiO, — hrifin úr hversdagsleik-
anum inn í nýjan, töfrandi heim grárra augna,
sem horfðu á mig spyrjandi, biðjandi, stundum
nærri þvi skipandi.
„Varaðu þig á honum," sagBi vinkona mfn,
„hann drekkur."
„Drakk,“ leiðrétti ég.
„Hann drekkur," sagði hún með sérstakri
áherzlu á seinna atkvæðinu. „Ég hef séð hann
sjálf, slangrandi niðri í bæ. Eða ætlarðu kannski
að telja mér trú um, að hann snerti ekki vin,
þegar þið eruð saman?"
„Hann fær sér einn og einn snaps?“ varð ég
að viðurkenna, en hann veit, að mér þykir það
miður, og ég veit, að hann hættir því einnig.“
„Bull og vitleysa. Hann drakk eins og svampur,
áður en hann kynntist þér, þessum blessaða
sveitaengli, og ég skil ekki, hvernig hann getur
setiö á sér. Trúðu mér, hann byrjar fljótlega að
nýju. Þetta er tilvalið efni i drykkjurút.“
„Þú lýgur," segi ég, en röddin er farin að titra.
„Þú ert bara afbrýöisöm."
„A-ha. Mátt eiga hann fyrir mér, góða,“ segir
vinkonan.
En ég var ekki róleg. Adda vissi, að ég hafði
megna óbeit á áfengi og blátt áfram ofnæmi fyrir
fullum mönnum. Ég vissi, að Hreinn hafði drukk-
ið. Hann hafði að visu stillt sig, þegar hann var
með mér, því að ég hafði gefiö honum f skyn, að
ég fyrirliti fulla menn. En siðan lét hann ekkert
tækifæri ónotað til að segja mér frá dásemdum
vinsins, hve Það væri unaðslegt að gleyma sér og
létta af sér áhyggjunum í félagi við Bakkus.
„Adda," sagði hann eitt kvöld, „ég er oröinn
þreyttur á þessari sérvizku þinni. Af hverju get-
urðu ekki verið eins og annað fólk? Fáðu þér
nú eitt glas með mér, vina mín. Það er blátt
áfram niðurlægjandi að verða að drekka einn.“
„Ég fæ mér hvorki eítt glas né tvö,“ sagði
ég ákveðin. „Ég hef séð of mörg heimili eyðilögð
vegna þess, aö heimilisfaðirinn hafði einu sinni
fengið sér eitt glas eða tvö og síðan fylgdu fleiri
á eftir, og ég ...“
„Uss, þetta hefurðu tekið úr ræðu eftir ein-
hvern siðferðispostulann," tók hann hlæjandi
fram i fyrir mér. „En,“ — og hann leit b»int
í augu mér, — „okkar heimili hefur ekki enn þá
verið formlega stofnað. Eitt glas í kvöld eyOi-
leggur það varla." Ég fékk hjartslátt. Hann haföi
aldrei talað um „okkar" heimili fyrr.
„Vertu nú sanngjörn," hélt hann áfram. „Þú
veizt ekkert, hvaö þú ert að tala um. Þú hefur
aldrei verið undir áhrifum, — mætti segja mér,
að þú hefðir aldrei smakkað vín. Ef þú værir
skynsöm stúlka, mundirðu fá þér ærlega neðan
í því eir.u sinni, og þá fyrst gætirðu dæmt um,
hver hefur rétt fyrir sér. Ha, — hvað segirBu
um þetta? Og ég skal lofa þér þvi, að ef þú
verður þá sama sinnis og áður, þá skal ég stein-
hætta að drekka, — steinhætta, heyrirðu þaö.“
Ég leit í kringum mig í salnum. Við hvert ein-
asta borð var skálað .Þjónarnir voru önnum kafnir
við að skenkja í glösin. Alls staBar var ys og þys,
glaumur og gleði. Við næsta borB sátu f jórir ungl-
ingar. önnur stúlkan var varla meira en sextán.
„Ég held ég fái mér tvo núna, takk,“ sagði hún
og deplaði augum framan í herrann sinn. Og vin-
ið freyddi í skyggðu glasinu.
Hreinn sigraði. „Eh þú verBur að lofa mér
tvennu. Ég vil ekki vera hér, og Þú mátt ekki
smakka neitt sjálfur."
„Allt í lagi, ég lofa því. Getum við verið í þínu
herbergi?"
,,Já,“ sagOi ég.
Herbergið, sem ég hafði á leigu, var lítiB súö-
arherbergi með blárósóttu veggfóðri.
„Ég leigi þetta ódýrt,“ hafði húsráðandi sagt,
er ég kom til að líta á herbergiö, — „en ég krefst
algerrar reglusemi. Það er hljóBbært i húsinu, og
svefnherbergi okkar er hér beint undir. Og ég
verð að biðja yður að stilla útvarpið lágt, ef Þér
hlustið fram eftir."
Við komum okkur fyrir við litla boröið. Litli
vegglampinn lýsti dauflega, og frá útvarpinu bár-
ust lágir tónar um herbergiO.
„Þú ert indæl, Adda,“ sagði Hreinn lágt og
blandaði í glas handa mér gin og greip. „Ég meina,
þú ert svo skynsöm. Trúðu mér. Á morgun hef-
urðu öðlazt allt aðra skoðun á lífinu og glldi
þess.“
Og ég Vyfti glasinu aO vörum mér,
Það er hvasst uppi á SkólavörOuholti, og storm-
uiinn er beint. i fangið. Það er enginn bill hjá
staurnum frá Bæjarleiöum, og engin mannleg
vera sést á ferli. Ég halla mér í storminn og reyni
að bæla niöur óttann viB myrkrið og nóttina.
Þei. HvaB er þetta? Eitthvert þrusk, eins og
einhver dragíst eftir götunni. Nú staðnæmdist
það og svo — aftur. — Ég lít upp. Hvít vofa
birtist á veginum beint fram undan. Hún stað-
næmist aftur og tekur svo stökk í áttina til
min. Blóðið frýs í æOum mér, og ég get ekki
hreyft legg né lið. Og svo, — stærðar örk af
umbúðapappír flækist um fætur mína og sviptist
svo áfram fyrir vindinum. Ég heyri skrjáfið, er
hann berst niður götuna í smástökkum. — Bölv-
aður bjáni get ég verið. Ég hlýt að vera orðin
meira en lítiö hjartveik.
Ég held áfram móti st.orminum, og brátt er
10
VIK AN