Vikan


Vikan - 04.08.1960, Síða 20

Vikan - 04.08.1960, Síða 20
Páll hreyfði sig ekki. Maðurinn kom inn fyrir, sneri vasaluktinni til, sá peningaskápinn opinn, kve’kti á rafljósunum og kom auga á lík nætur- varðarins. ... — Guð almáttugur! 1 sömu andránni sá hann Pál. Þaut til hans í einu stökki og miðaði á hann skammbyssu sinni. — Upp með hendurnar, argvítugi fantur! Morð- inei . . . morðinginn þinn! Páil veitti. ekkert viðnám. Næturvörðurinn dró snæri upp úr vasa sinum og öskraði: — Ef þú hreyfir þig, skal ég fara með þig eins og þú fórst með greyið Jóa. Páll lét hann binda sig á höndum og fótum. Næturvörðurinn blés í pipu sína. Skömmu síðar hevrði hann lögreglubílana flauta umhverfis bygginguna. Síðan fótatak margra manna. Það var farið með Pál eins og þann manndrápara sem allir héldu að hann væri. PXIYLLIS sat og beið eftir Páli. E'nda þótt hann hefði unnið við að hjálpa vini sínum veikum, þessum vini sem hafði útvegað honum starfann, hefði hann átt að vera kominn heim um þetta leyti. Hún leit á klukkuna. Hálf tólf. Hann hafði kannski þurft að liðka fæturna. Það var langt heim. Hann gat hafa farið niður í fjórtándu götu, þar var allt svo ódýrt. E'n hvað skyldu þeir hafa lengi opið þar? Þrisvar sinnum hafði hún haft matinn tilbúinn og þrisvar hafði hann kólnaðaft- ur. Þegar klukkan sló tólf, var Phyllis orðin full angistar. Hún gekk út á götuna og skyggndist um í allar áttir, en það var enginn Páll sýnilegur. Hún fór inn aftur og gekk upp í íbúðina. Hún rölti eirðarlaus um litlu stofurnar tvær. Þær voru alls ekki nógu vel útlítandi. Bersýnilegt var að þær höfðu ekki verið gerðar rækilega hreinar, sið- ustu þrjár vikurnar. Karlmenn höfðu ekki smekk fyrir slíkt. Hana sárlangaði að taka til við þær helzt undir eins, til þess að stytta sér stundir. En hún sem hafði lofað Páli því að ... Hefðu þau haft síma, gat hún hringt til lög- reglunnar. Þar vissu þeir hvort orðið hefði slys. Nei, nei, þá hugsun þorði hún ekki að hugsa til enda. Allt annað, bara ekki það. En í hug- anum sá hún Pál fyrir sér liggjandi á götunni, bláan og blóðugan. Óþekkjanlegan. Fólk þyrptist saman. Hélt svo leiðar sinnar. Þetta kom því ekki við. Phyllis grét ekki. Tilfinningar hennar urðu ekki linaðar með tárum. Henni var kalt á heitri sumar- nóttunni. Hún skalf af kulda, svo tennurnar glömruðu í munni hennar. Hvert sinn er hún heyrði skóhljóð á dyraþrepunum, þaut hún fram að hurð og hlustaði. Allt fótatak hljóðnaði áður en það komst að hennar dyrum, ellegar það fór framhjá. Hún sat teinrétt og hlustaði. Það var sem ís- kaldur vindur næddi inn um annað eyrað og út um hitt. Það tók að skíma af degi. Hún sat á sama stað og starði inn í ógn, sem hún hafði aldrei kynnzt fyrr. Nú heyrði hún fótatak, er nam staðar fyrir utan hjá henni. Fótatak fleiri manna en eins. Og um leið og hún opnaði, vissi hún að þeir komu með hræðilegar fréttir. Hún huldi andlitið i höndum sér og hvíslaði; — Hvað er það? Segið mér hvað það er? Er það . . . er það . . Páll? Mennirnir gengu inn og lokuðu á eftir sér. Ann- ar þeirra sýndi lögregluskírteini undir jakka- boðangnum. — Jæja, kona góð, segið okkur nú, hvað bér vit’ð um piltinn. Hvenær sáuð þér mann- inn yðar siðast? Þeir tóku að spyrja hana aftur á bak og áfram, og Phyllis svaraði svo greiðlega sem hún gat, en bað þá aðra stundina að segja sér hvað um væri að vera og hvað orðið væri af Páli Þeir litu hvor á annan, en svöruðu ekki. — Þér segið að hann hafi farið mjög snemma að heiman í gærmorgun, og að hann stundi átta tíma vinnu á dag sem gluggafægir, er það rétt? — Já, tuldraði hún. — Og hvað haldið þér þá að hann hafi verið að gera, það sem eftir var dagsins? — Ég . . . ég veit ekki . . . Hann kemur stund- um seint heim. Vinur hans er veikur . . . það er sá sem útvegaði honum vinnuna, og hann á bæði konu og börn . . . Þess vegna hreinsar Páll lika glugga fyrir hann . . . Vegna konunnar og barn- anna, auðvitað . . . — Það var svei mér fallegt að heyra. Hvar á þessi veiki vinur hans heima? Phyllis hugsaði sig vel um. Hún hafði ekki hugmynd um, hvar maðurinn átti heima. Hann hafði aldrei komið heim til þeirra og Páll hafði ekki minnst á heim- ilisfang hans. Hún kannaðist við að hún vissi það ekki. — Páll hefur gleymt að segja mér, hvar hann býr. — Einkennilegt var það! Hún spennti greipar og sagði enn í bænarrómi: — Hvernig er þetta með Pál? Segið mér það! Ó, segið mér það! Ég verð að fá að vita það . . . Annar þeirra brosti næsta mannlega. — Það virðist allt vera í lagi með yður. Svo sagði hann i hálfum hljóðum við hinn manninn: — Ég gæti dáið upp á það, að hún hefur ekki hugmynd um neitt. Xlann hefur haldið henni utan við allt bramboltið! — Utan við hvað? Hvar er Páll? Hvað hefur . . . hann gert? Hún bar þessa spurningu upp vegna þess, að henni kom alit í einu til hugar, að lögreglan hlyti að hafa einhverjar ástæður fyrir því að spyrja hana svona. Þetta gat ekki verið slys, þá hefðu þeir hagað sér öðruvísi. — Ef þér hafið ekkert á móti því, langar okk- ur til að litast svolítið um i íbúðinni. Þeir tóku að rannsaka herbergin, án þess að bíða eftir svari. Þeir börðu í veggina, lyftu gólf- ábreiðunni upp, rannsökuðu múrinn bak við fasta skápa, leituðu i öllum eldhússkápum. Þeir rifu sængurfötin fram á gólf, sneru botninum upp á legubekkjum og leituðu 1 fjöðrunum. — En hvers vegna . . . hvers vegna gerið þið þetta . . . ? spurði hún. Annar þeirra svaraði dálítið óþolinmóðlega: — Bíðið þér andartak, þangað til við erum búnir að þessu. Þá skuluð þér fá að heyra fréttirnar. Mennirnir gættu niður i ruslafötuna, inn í ofn- inn. skyggndust meir að segja ofan í potta og pönnur, opnuðu poka og þukluðu skúffubotna. Það virtist allt saman árangurslaust. Annar settist svo sem til að hvíla sig eftir áreynsluna. Hann Grindurnar voru milli þeirra. Augu hennar blinduðust af tárum, sem ekki svöluðu köldum örvæntingartárum. þeirra sakaði annan um að hafa gert vitleysu og gripið fram fyrir hendurnar á hinum. En þeir höfðu mestan huga á að komast af stað, og hættu við að fara í hár saman. Þeir leituðu um skápinn í siðasta sinn, af eldhraða. rétt litu á líkið og komu svo til Páls. Einn þeirra stakk upp á að gefa honum spark út úr glugganum. Annar muldraði: — Það er hættulegt að skilja hann eftir hér ... En sá þriðji hristi höfuðið. — Hver er foring- inn, þið eða ég? Svo sneri hann sér að Páli: •— Ef þú opnar kjaftinn, þá er það 'konan, sem fær að kenna á því! Skilur þú mig? Ég hefi gott minni, og nafn þitt og heimilisfang geymi ég hér inni fyrir. Hann benti á enni sér. — Ef þú segir eitt einasta orð, er hún orðin maðkafæða á stundinni. Hann snerist á hæli og hvarf út um dyrnar. Annar hinna kom nú og þuklaði utan um Pál um leið og hann tautaði: — Svona, kunningi, þá er í lagi með þig! ÞE’IR voru farnir. Hann var aleinn hjá líkinu. Engin hreyfing, ekki stuna, maðurinn hlaut að vera steindauður. En Páll var úr hættu. Tilfinn- ingarnar báru hann ofurliði, svo hann hneig aft- ur niður og leið í öngvit. Hann vaknaði með svima og megna ógleði. Hann varð að reyna að komast burtu. Það vissi hann. En það var sem allur viljastyrkur væri horfinn honum. Hann þráði aðeins hvíld, svefn og gleymsku. Skynsemin sagði honum að það væri hreinasta fjarstæða að vera hér kyrr. Hvað gerðist þegar næsti næturvörður kæmi inn? Hver vissi nema hann gæti sloppið út óséður. En skotið gat hafa vakið grun. Auk þess var fólk alltaf niðri i hús- inu. Hvað átti hann að segja? Honum var ómögu- legt að afsanna það með rökum, að hann hefði verið að vinna hér .. . Og hann hafði heitið því að þegja. Dyrnar opnuðust. — Ert Þú hér, Jói? K'ARIW MICHAELf 20 YIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.