Vikan - 04.08.1960, Síða 21
fór að fitla við kögrið á dúknum, eins og annars
hugar.
Allt í einu kallaði hann upp: — Hvað er nú
þetta? Undan borðdúknum dró hann fram tvo
samanbrotna peningaseðla, braut þá sundur og
sýndi félaga sínum. — E’kki svo afleitt, það verð
ég að segja.
Nú fyrst sneri hann sér að Phyllis: — Viljið
þér nú segja okkur, hvaðan þessir hlutir eru
komnir?
Phyllis starði stórum augum. Hún hafði aldrei
séð svo stóra peningaseðla fyrr, vissi ekki einu
sinni að fimm hundruð dollara seðlar voru til.
Hún stóð með opinn munn og stamaði svo: —■ Ég
veit það ekki . . . ég hef aldrei séð þá fyrr . . .
Ég . . . ég hef ekki hugmynd um . . .
— Svona ,svona, kona góð, ekki að verða ótta-
slegin. Við trúum orðum yðar. Þér hafið ekki
fali ðpeningana hér, en hver hefur þú gert það?
Kannski elsku, hjartans maðurinn yðar?
Phyllis náfölnaði. Páll hafði sagt henni að hann
ætti peninga í bankanum . . . Nei, nei . . . Allir
aðrir. Ekki Páll. Aldrei!
Hún var svo skelfingu lostin, að jafnvel lög-
regluþjónarnir kenndu i brjósti um hana. Annar
þeirra klappaði vingjarnlega á öxl hennar.
— Ekki að láta sér verða svona um þetta! Það
er enginn sem grunar yður. Bara rólegar!
Hann hvíslaði að hinum: — Þetta er synd og
skömm. Svona lítil og lagleg hnyðra!
Hinn svaraði með því að yppta öxlum.
— Það eru einmitt þær, sem falla fyrir hvaða
þorpara sem lítur á þær.
Phyllis rétti úr sér. Veikindakenndin var liðin
hjá. Hún kreppti hnefana og hrópaði:
— Nú segið þið mér hvað um er að vera. Ég
á heimtingu á að vita það. Og þið skuluð ekki
dirfast að gruna manninn minn, — að þið vitið
það.
Annar lögreglumannanna stakk seðlunum í
veski sitt, og skrifaði eitthvað upp á blað hjá
sér. Siðan mælti hann: — Ef þér viljið fara að
mínum ráðum, ættuð þér að leggja yður stundar-
korn. Þér fáið nógu snemma að kynnast mála-
vöxtum.
Phyllis greip ihandlegg honum: — Ég vil fá
að vita það núna undir eins! Heyrið Þér það,
núna! Núna!
— Gott, sem yður sýnist! Hann ræskti sig. —
Staðreyndin er sú, að maðurinn yðar er sem sé
. . . í stuttu máli sagt, hann var staðinn að verki.
Peningaskápurinn opinn og tómur ... og nætur-
vörðurinn skotinn.
Phyllis fálmaði fram fyrir sig, eins óg til Þess
að grípa í eitthvað, svo reikaði hún til og féll
áfram yfir stólbak. Lögreglumennirnir báru hana
upp á legubekkinn og biðu, Þangað til hún rankaði
við sér. Þá læddust Þeir út.
PHYX/LXS gat ekki staðið á fótunum. Hvert sinn
er hún reyndi Það, hringsnerist herbergið fyrir
augum hennar. hún féll aftur yfir sig og vitundin
hvarf henni. Það var ekki fvrr en farið var að
dimma, sem hún vaknaði að fullu til hins hræði-
lega veruleika.
Hún var foreldralaus. Hún átti enga ættingja,
hvorki fiær eða nær, sem hún gæti leitað til og
spurt ráða. Hún vissi ekki einu sinni hvert Þeir
höfðu farið með Pál Það hlutu að vera margar
lögreglustöðvar um hina miklu borg. Það var þvi
ekki um annað að gera fyrir hana en að ganga
milli Þeirra, Þar til hún rækist á Þá réttu. Páll
morðingi ... ! Það var mikið að Þeir sökuðu ekki
hana sjálfa um að vera morðingi?
Gatan, húsin, allt var gerbreytt. Hún þekkti
það ekki aftur. Hún gekk beint af augum og
náði að lokum til einnar hinna minni stöðva. Lög-
regluþjónarnir voru hinir vinsamlegustu, simuðu
fyrir hana til aðalstöðvanna og tilkynntu komu
hennar. Þangað var löng leið og hún var þreytt,
dauðþreytt. En hún kom sér ekki að þvi að fara
inn í strætisvagn eða neðanjarðarbrautina. Bara
ganga heldur, ganga, ganga, ganga ...
Enn var hún yfirheyrð, og enn var það greini-
legt að menn trúðu framburði hennar. Hér komst
hún að því, að peningaskápurinn hefði verið skor-
inn upp með acetylengasi, að innihald hans var
horfið og að Páll hefði verið með seðlabunka
innan undir vestinu, þegar hann fannst.
— Sagðist Páll . . . hafa . . . hafa . . . drepið
manninn?
Maðurinn brosti vorkunnlátlega. — Glæpamenn
eru ekki vanir að játa verk sín, meðan þeir geta
samið einhverjar skröksögur. Nei, hann hefur ekki
kannast við neitt ennþá. En það liður ekki á
löngu. Áður en tuttugu og fjórar stundir eru
liðnar, mun honum finnast það ráðlegast sjálfum,
að segja sannleikann!
— Sannleikann .. . Og Phyllig spurði: — Má ég
fá að sjá Pál?
— Auðvitaö getið þér fengið að sjá hann. Bn
gætið að, hvað þér segið. Ummæli yðar kunna
einnig að verða notuð gegn honum.
Phyllis var nú vísað inn í gæsluvarðhaldið, og
þar sá hún gegnum járngrindur. hvar Páll stóð
milli tveggja fangavarða. Þetta var Páll, Páll
hennar, og þó allt annar maður. Hann leit út eins
og árabil væri liðið siðan hún veifaði til hans
í kveðjuskyni síðast. Hann rétti hendurnar móti
henni, en mælti ekki orð. Grindurnar voru milli
þeirra, Augu hennar blinduðust af tárum, serri
ekki svöluðu, köldum örvæntingartárum. Andlit
Páls var grátt og guggið, líkt og visið. Annað auga
hans blátt og bólgið. Hann laut áfram. Annað
veifið komu kipþir í munninn, eins og hann vildi
mæla, en varir hans luktust aftur án þess orð
kæmi út yfir þær.
—• Loksins tókst henni að stama:
— Páll, ég veit ... ég veit, að þú hefur
aldrei ...
Höfuð hans hneig niður á bringuna, en hann
Þagði. Allt í einu mundi hún eftir áríðandi atriði.
Hún var hrædd við að minnast á það, en gat þó
ekki annað. Hún hvíslaði: -— Páll, hvaðan eru
peningarnir? Undir dúknum?
Hann horfði forviða á hana.
Hún tók orð sín upp aftur og bætti við: —
Þessir tveir fimm hundruð dollara seðlar? Svar-
aðu mér Páll, svaraðu mér, hvaðan eru þeir?
Harin leit á hana eins og hann vissi ekki hvaðan
á sig stæði veðrið: — Peningar . . . Fimm hundr-
uð dollara seðlar ... Ég veit ekki um hvað þú
ert að tala ...
Hún spurði ekki neins framar. Hið eina sem
hún þráði, var að láta hann vita, að í hennar aug-
um væri hann sá sami, hinn einasti eini, ástvinur
hennar, á hverju sem gengi. En hún fann ekki
orðin. Grindurnar voru á milli þeirra.
Þeir fylgdu henni út. Páll hafði ekki reynt að
fá hana til að vera kyrra. Engin kvörtun hafði
komið fram yfir varir hans. Ilún muldraði fyrir
munni sér: — Ég veit ekki um hvað þú ert að
tala ...
Hún stóð úti á gtöunni að nýju. Aftur gekk
hún bara beint af augum. Hún fór framhjá ein-
hverri blaðasölu og varð litið á fyrirsögn með
stóru letri:
„Gluggahreinsari svrengir upp peningaskáp og
myröir næturvörö. Aöeins einn bófanna varö grip-
inn á staönum."
Hún var svo skjálfhent, að hún gat ekki náð
í peninginn sjálf, en varð að láta blaðsölumann-
inn ná í hann fyrir sig úr pyngjunni. Hún þrýsti
blaðinu fast að sér og fannst sem það brenndi
sig, gegnum fötin. Hún drógst áfram af veikum
burðum, fæturnir voru máttvana.
Þegar heim kom, kveikti hún ljós og fór að
lesa. Stafirnir dönsuðu fyrir augum hennar, en
þó skildi hún meiningu orðanna. Þau stungu hana
eins og hnífsoddar.
Hún kinkaði kolli. Þetta stóð allt heima við
það sem lögreglan hafði sagt henni: Gluggahreins-
arinn hafði beðið þess, að allar skrifstofur yrðu
mannlausar, þá hafði hann gefið hinum meðlimum
bófaflokksins merki Til þess að réttlæta sjálfan
sig hafði hann spunnið upp sögu um það, að hann
hefði misst fótanna við vinnu sina, og hangið milli
himins og jarðar. þangað til ókunnir menn hefðu
heyrt köll hans og dregið hann upp og inn. Til
endurgjalds fyrir björgunina höfðu þessir ókunnu
menn þvingað hann til að heita þeim þagmælsku.
Þetta var allt og sumt, sem enn hafði verið hægt
að ná út úr honum.
Vitaskuld datt engum í hug að leggja trúnað
á þessa skýringu, enda þótt Það kynni að reynast
rétt, að hann hefði dottið út. Það voru skrámur
á skrokk hans, er gátu bent til þessa, en hann gat
hafa hrokkið út við það að verða hverft við. þegar
hinir bófarnir úr hópnum komu inn. Ef til vill
höfðu líka orðið áflog um þýfið. Allt myndi þetta
koma i ljós við yfirheyrslu af þriðju gráðu, sem
þegar var byrjuð.
Það var að vísu ekki heldur upplýst að fullu,
hvort hann hefði einmitt sjálfur veitt næturverð-
inum banaskotið, en allt benti til þeirrar álykt-
unar. Nokkuð af þýfinu hafði fundist falið á hon-
um sjálfum. Eftir venju höfðu bófarnir unnið
verk sitt með hanzka á höndum, og var því ekki
um nein fingraför að ræða, er sannað gætu þátt-
töku glæpamanns þessa. Blaðið birti myndir af
Páli, eins og Phyllis hafði séð hann. niðurlútan,
með annað auga lokað og bólgið. Samanbitnar
varir.
Phyllis tók utan um höfuð sér. Henni fannst
það ætla að springa. Og hún varð að geta hugsað.
Hún varð að hugsa bæði fyrir hann sjálfa sig.
Hún varð að finna einhverja skýringu, sem frí-
kenndi hann. Hvernig stóð á peningunum sem
þeir höfðu fundið á honum? Og hvernig stóð á
stóru seðlunum tveimur, undir borðdúknum?
Nú var um að gera að byrja á byrjuninni. Pen-
ingaseðlarnir undir dúknum? Hún hélt höfðinu
undir vatnskrananum og lét hálfvolgt vatnið renna
þangað til það var orðið ískalt. Þetta dugði. Það
skýrði hugsanirnar.
Hvers vegna hafði hún ekki séð þessa peninga
fyrr? Hún hafði lofað Páli að gera ekki hreint
á laugardaginn, eins og vant var, og Páll hafði
ekki gert nema það allra nauðsynlegasta. Hann
hafði áreiðanlega ekki lyft borðdúknum upp í
síðustu viku. Ekki siðan þau höfðu farið til lækn-
isíns. Og það var .. . það var daginn eftir að menn-
irnír komu til að taka festina. . . . Já. iá! Svona
lá í því. Nú mundi hún það. Gráklæddi maður-
inn hafði gengið um gólf og fitlað við margt. Nú
minntist hún þess svo greinilega, hvernig hann
hafði staðið og vafið kögrinu um fingur sér ...
Hann hafði lagt þé ''arna.
Hann hafði skam' ~st sín fyrir aðdróttunina.
Skammast sin, þegr~ Páll vildi ekki taka við
fundarlaunum. Hann var auðugur meður. Já,
hann hafði auðvitað lagt peningana ''arna.
Svolitil fróun. Nú var hún komin betta á leið.
Næst reið á að finna manninn. Þegar hún hefði
haft. upp á honum. myndi hún fá hann til að fara
sjálfan og segia lögreglunni söguna um Pál. Þá
myndu þeir skilja að svo stoltur maður sem Páll,
myndi aldrei. aidrei að eilífu geta eignað sér
stol’ð fé, hvað þá heldur tekið líf annars manns.
Hún neyddi ofan í sig einum bolla af tei og tók
nú eftir því að hún var glorhungruð. Nú gat
hún farið að borða aftur. Hún varð að hugsa
eitthvað um sjálfa sig, svo að hún gæfist ekki
upp. Eigandi perlufestarinnar varð að finnast,
enda þótt hún vissi hvorki nafn hans né heimili.
Hún ætlaði að segja hinum gráklædda heiðurs-
manni, hve duglegur Páll væri. Verið gat að hon-
um dytti Þá í hug að veita honum stöðu við fyrir-
tæki það hið mikla, sem hann hlaut að eiga.
Nú mátti ekki eyða timanum til ónýtis. Þó hún
ætti það á hættu að verða að leita um borgina
þvera og endilanga, gerði ekkert, bara að hún
fyndi hann að lokum.
Skyldi svo skartklæddur maður ekki hafa eitt-
hvað með kauphöllina að gera. Það var víst iðu-
lega svo. Þar bröskuðu menn og græddu mikið
fé á skömum tíma. Fyrst af öllu ætlaði hún að
fara niður í kauphöll, bíða þar fyrir utan og
sjá til, hvort hann kæmi ekki þangað.
Þá komst hún að því, að kauphallirnar voru
tvær, og í tvo daga samfleytt gekk Phyllis milli
þeirra. E’n gráklæddi maðurinn kom aldrei út, og
rann þó óslitinn straumur manna þar sífellt út
og inn, og allir liöfðu svo ósknplega mikið að gera.
Það gat verið að hann ætti alls ekki heima í
New York. Það voru svo margir sem bjuggu utan
við borgina, á stóreflis búgörðum, höfðu gróður-
hús og stofuþernur og drukku vin með öllum mál-
tiðum. Nú gekx frúin auðvitað með perlufestina
og vissi víst ekki að hún hafði legið í svaðinu.
En þótt hann kynni að búa i stóreflis skraut-
hýsi þarna fyrir utan, hlaut hann þó að verða
að fara í borgina öðru hvoru, til Þess að líta eftir
fyrirtæki sínu, hvers konar fyrirtæki sem það
nú var. Phyllis leit á alla hávaxna menn í gráum
fötum. Hann var ekki neinn af þemi.
Framh. í næsta blaði.
VIKAN
21