Vikan - 04.08.1960, Qupperneq 28
• •
011 dreymir okknr
Framhald af bls. 5.
fólkinu, sem bentu til, að það væri
að dreyma. í 191 sinn, sem fólkið
var vakið, var það að dreyma í
152 skipti, en það er um 80%. Ef
það var vakið 160 sinnum, þegar
augun lireyfðust ekki bratt, var það
ekki að dreyma í 149 skipti — eða
í 15 skipti af 16. Þetta sannaði
kenninguna.
Sú uppgötvun, að augun séu lyk-
illinn að draumum okkar, hefur
leitt til fjölda annarra stórkost-
legra uppgötvana. í fyrsta lagi kom
í Ijós, að augu dreymandans
breyfðust í samræmi við það, sem
Jiann horfði á í draumnum. Einn
maður var vakinn, eftir að hann
hafði sofið i eina mínútu, og
hreyfðust augu hans upp og niður.
Hann sagði, að sig hefði dreymt,
að hann stæði við rætur kletts
eins og væri að stjórna eins konar
lyftu. Fólk var að klifra upp klett-
inn, og hann var að horfa upp á
það og niður á vélina, sem hann
var að stjórna. Annar sagði, eftir
að sézt höfðu hjá honum hraðar
augnahreyfingar upp og niður i
álíka langan tíma, að sig hefði
dreymt, að hann væri að tína bolta
upp af gólfinu og væri að kasta
þeim í körfu fyrir ofan sig. í öðru
dæmi, þegar láréttar hreyfingar sá-
ust lijá manni, sagðist liann hafa
dreymt, að hann væri að horfa á
tennisleik, þar sem tveir menn
voru að kasta tómötum hvor í
annan.
Aðrar tilraunir veittu i fyrsta
sinn nákvæmar upplýsingar um
lengd drauma. Þær virtust sanna,
að við þjöppuðum að vísu saman
og felldum burt tímann í draumr
um okkar, eins og rithöfundar
gera í sögum og leikritum. En
samanburður á lengd eins draums
og því, hve lengi augnahreyfingarn-
ar stóðu yfir, sannfærði Kleitman
og Dement um, að draumar taka
álíka langan tíma og atburðirnir
mundu gera í reynd.
Dement og hjálparmaður hans
leyfðu einu sinni manni að sofa
óáreittum í 10 mínútur, meðan
augu hans hreyfðust hratt, létu síð-
an vatn drjúpa á bak hans úr
lítilli handsprautu. Þeir létu ha. n
dreyma í 30 sekúndur lengur og
vöktu hann svo og spurðu: „Hvað
var þig að dreyma?“
Maðurinn lýsti leikriti, sem hann
hafði dreymt, að hann væri að
leika í. „Allt í einu,“ sagði hann,
„datt aðalleikkonan. Vatn lak ofan
á hana. Ég hljóp til hennar og fann,
livernig vatnið rann niður hálsinn
Sáí
oq KIVEA/
NIVEA-
sólhlíf húííar y*5ar
Óvernduð húð verður fljótlega hrjúf og skorpin I sólskininu, þvl
sólargeislarnir brenna ekki einungis, heldur ofþurrka þeir líka
húðina. NIVEA verndar sem sólgleraugu. Við notkun NIVEA-
krems í sólskini verður húð yðar mjúk og slétt, þvl NIVEA-kremið
kemur I veg fyrir ofþurrkun hennar. NIVEA-ultra-olfa verndar
gegn brennandi sólargeislum. Vegna eiginleika sinna, sem hindro
sólbruna, gerir hún lengri sólbóð
möguleg og orsakar hraða lita-
skiptingu.
á mér og bakið. Þakið lak, en af
hverju hafði hún dottið? Ég gerði
ráð fyrir, að gips hefði dottið nið-
ur úr loftinu á liana, og leit upp
og sá, að það var gat á loftinu.
Eg dró hana til hliðar á leiksvið-
inu og gaf merki um að draga
niður tjaldið. Svo vaknaði ég.“
Þeir báðu manninn um að leika
athafnir sínar í draumnum frá því
augnabliki, að hann fann vatnið
drjúpa á sig. Þessi látbragðsleikur
hans tók tæplega 30 sekúndur, sein
sagt sama tíma og hann hafði
fengið að dreyma áfram, eftir
vatnssprautunina.
En jiar sem það virðist svo, að
okluir dreymi nokkra drau'ma á
hverri nóttu, væri fróðlegt að vita,
hvort nokkurt samhengi er á milli
þeirra. „Draumar," segir Dement,
„virðast hafa einhver innbyrðis
tengsl . . . Framhald þeirra er ekki
alltaf greinilegt, en einhver þráð-
ur heldur þeim saman.“
Fyrsti draumur manns nokk-
urs var þannig, að hann þóttist
ganga niður göng full af fólki.
Hann varð að gæta þess að detta
ekki, því að ísmolar lágu á víð
og dreif um gólfið. í næsta draumi
sá liann mann, sem sat og var að
veiða. „Hvað ertu að veiða?“ spurði
hann. „Melónur," sagði veiðimað-
urinn. En þegar hann fékk eitt-
hvað á linuna og dró það upp úr
vatninu, kom í ljós, að það var
stór ísklumpur. í þriðja draumn-
um þóttist maðurinn vera úti. Hann
leit upp og sá stórar snjóflygsur
koma úr loftinu. Næsta morgun,
þegar hann hlustaði á það, sem
hann hafði talað inn á segulband-
ið, furðaði hann sig á því, hvernig
is og snjór gengu eins og rauður
þráður i gegnum draumana, —
en hann gat ekki skýrt það.
Hvítur shjórinn gaf þessari
draumaröð serkennilegan litblæ.
Flestir draumar eru daufir í lit-
um, eins og allt hendi þar í grárri
birfu dimmra og drungalegra daga.
Einstaka sinnum koma fyrir
draumar, þar sem allt virðist hafa
ýmis litbrigði af sama litnum, ■—
rauðu, grænu eða brúnu, eins og
horft væri í gegnum litað gler. En
draumar með mörgum litum eru
mjög sjaldgæfir.
„Þegar ég heyri um stórkost-
lega drauma í öllum Iitum,“ segir
Dement, „verð ég að efast um sann-
leiksgildi þeirra. Fólki þykir gam-
an að skreyta dálítið drauma sina
og gera þá meira spennandi.“
Reqlan nm hæðir og lægðir.
Umdeildasta og óljósasta atriði
þessa máls var spurningin um,
hvenær okkur dreymir. Dreymir
okkur helzt, þegar við erum að
sofna, —. eða á miðri nóttu — eða
þegar við fálmum eftir vekjara-
klukkunni?
Kleitman og Dement réðust á
þetta vandamál með rannsóknum
á meira ne 30 mönnum. Fólkið
svaf ótruflað í eina nótt eða fleiri,
og vísindamennirnir mældu hreyf-
ingar líkamans mcð tækjum, sem
komið var fyrir í dýnunni. Heila-
bylgjurnar og hreyfingar augn-
anna voru mældar eins og venju-
lega.
Allar tilraunirnar áttu svo mikið
sameiginlegt, að greinilegt var, að
draumarnir koma öðru hverju á
nóttu, en aðeins á vissu stigi svefns-
ins. Hvenær það er, getur verið
breytilegt eftir þvi, hver í hlut á,
en hringrásin er hin sama, og regl-
an um hæðir og lægðir i misdjúp-
um svefni og drauma eftir því gild-
ir hjá öllum.
Þetta fer þannig fram:
Við venjulegan, heilbrigðan næt-
ursvefn þokuinst við smátt og smátt
að barmi svefnsins. Höfgi sígur á
okkur öðru hverju og ýmsum
myndum, — leiftrandi ljósum eða
andlitum eða einhverju öðru
bregður fyrir eins og speglun á
titrandi vatnsfleti og liverfa aft-
ur. Enn koma engir reglulegir
draumar. Við erum ekki sofnuð
cnn.
En allt í einu steypumst við fram
af brúninni og niður i dýpsta
svefn. Þar erum við ekki í tvær
klukkustundir, eins og hingað til
hefur verið haldið, heldur í um
jiað bil 30 mínútur. Þá byrjum
við að færast upp á við í léttasta
svefninn og náum honum, þegar
við höfum sofið i alls 70 mínútur.
Þetta tímabil létts svefns er sá
tími, sem okkur dreymir á. Það
er aðeins á þessu stigi svefnsins,
sem okkur dreymir, en sjaldan eða
aldrei annars.
Á þessu stigi svefnsins erum við
í um 9 mínútur, og þar dreymir
okkur fyrsta draum næturinnar.
Svo föllum við aftur i djúpan
svefn, en þó ekki eins djúpan og
,áður. Þegar við höfum sofið í
hálfa þriðju stund, kemur aftur
19 mínútna draumatímabil. Síðan
dreymir okkur i þriðja skipti aft-
ur í 24 mínútur. Næst kemur
draumatimabil aftur i byrjun sjö-
unda timans, og þá dreymir okk-
ur í 28 mínútur. Ef við sofum all-
an þennan tíma, getum við búizt
við liálftíma meðaldjúpum svefni
i viðbót. Þá fljótum við enn upp í
léttan svefn og dreymir, þar til
við vöknum.
Á nóttunni eiga draumarnir at-
hygli okkar óskipta, eins og þeir
væru spennandi leikrit eða kvik-
mynd. Þegar við nálgumst drauma-
tímabilið, setjum við okkur i nýj-
ar og glæsilegri stellingar í rúminu.
Við færum til fætur og handleggi
og finnum okkur nýjan stað á
koddanum fyrir höfuðið. Vísinda-
mennirnir likja okkur við fólk i
leikhúsi, sem iðar eirðarlaust í
sætunum, áður en tjaldið er dregið
upp.
Þegar draumurinn hefst, hætt-
um við að hreyfa okkur. Jafnlengi
og draumurinn stendur yfir, liggj-
um við grafkyrr. Aðeins augu okkar
hroyfast, þvi að þau fylgja öllu,
sem gerist i draumnum. Þegar
draumurinn endar, hætta augu
okkar að heyfast og við byrjum aft-
ur að snúa okkur og bylta. Leikritinu
er lokið, og áhorfendur eru aftur
áhugalausir.
Hvernig má það vera, að við
getum legið kyrr, meðan okkur
dreymir, að við séum að hlaupa,
berjast og klifra? Eina skýringin,
sem Kleitman og Dement geta gef-
ið, er sú, að sá hluti heilans, sem
stjórnar lireyfingunum, sé ekki
virkur, þegar okkur dreymir. Það
er ekki aðeins það, að draumarnir
hafi engin áhrif á líkama okkar,
heldur er eins og þeir hafi oft
engin áhrif á huga okkar heldur.
Milljónir manna vakna á hverjum
morgni og muna ekki vitund eftir
því, að þá hafi dreymt um nóttina.
Okkpr virðist það órúlegt, að við
höfum eytt klukkutíma eða meira
í alls konar hugaróra um dýpstu
28
VIKAN