Vikan


Vikan - 04.08.1960, Side 34

Vikan - 04.08.1960, Side 34
Hinn hverfuli hugur Framhald af bls. 9. þroska. Þvi fer þó mjög fjarri. Fjöldi fólks staðnar i þróun sinni á barns- og unglings- rJdri, bæði í vitsmunalífinu i heild og sér í lagi í tilfinningalifi sinu. Eins og til eru dverg- ar að líkamlegum vexti, þannig eru einnig tilfinningar fjölmargra manna dvergvaxnar og vanþroska. Fólk með slika þróunargalla öðl- ast aldrei það innra jafnvægi, sem tryggir staðfestu og órofa trúnað. Um það eiga þvi við orð Hávamála, sem bréfritarinn hefur i huga, en þau hitta konur sízt fremur en karla. Öðru nær: Konan er að eðlisfari t'rygglynd- ari en karlmaðurinn, en til lians gerir hið frumstæða siðgæði Hávamála engar tryggða- kröfur nema gagnvart vini. Vináttan er það tryggðaband, sem karlmaður má að hans dómi aldiæi slita. Af þessu er auðsætt, að hæfni manna til tryggrar ástar og vináttu getur að verulegu leyti ákvarðazt i bernsku eða á mótunarskeiði unglingsáranna. Ef geðflækja myndast í til- finningalífi barns og geyniist virk í dulvitund þess fram á fullorðinsár, gelur hún valdið varanlegri vanhæfni til skapfestu og tryggðar. Sá þróunargalli leynir oft á sér og kemur ekki greinilega í ljós, fyrr en ytri erfiðleikar reyna á styrk skapgerðarinnar. En ef barn er heil- brigt að eðlisfari og býr við hagkvæm skil- yrði til tilfinningaþroska, þá þróast smám saman það sálræna jafnvægi, sem veitir skap- gerð karta og kvenna staðfestu og tryggð. ★ Draumar Framhald af bls. 22. svo margir hefðu lagt hart að sér tii að eignast þennan grip, að ég mætti hrósa happi að fá hann fyrirhafnariaust, og yfirstrikuðu nöfnin væru nöfn þeirra, sem hefðu talið sér hlutinn of visan, en aðrir reynzt vera hans verðari. Við þetta vaknaði ég, áður en ég fékk botn í þetta, og furðaði mig á, að ég skyldi vera með fullu viti ajálf. E. B. SVAR til E. B. Þú munt veröti uð vinnu lengi og hafa mikiO fyrir lífinu, og einhver mun vera afbrýöisamur út í þig, — sennilega mágur þinn, — vegna viöurkenningar, sem þú munt hljóta. Siöari draumurinn merkir, að þá eign- ast tvö bðrn meS þeim manni, sem þi varst trúlofuð. Herra draumráðandi. Mig dreymdi, að ég væri stödd hjá vinkonu minni, og fannst mér það vera i sveit, en við eigum báðar heima i kaupstað og erum báðar giftar. Fer ég þá að máta á mig þrjá hringi, sem mér finnst hún eiga. En ég sá ekki nema einn i einu. Ég vissi ekki fyrr en ég hafði látið þá á höndina, hvern um sig. Fyrsti er grár járnhringur með hjartaplötu, en hann er gamail og beyglaður, og ég tek hann strax af og floygi honum frá mér og hugsa, að þessi sé svo Ijótur. Þá er ég komin með annan. Hann er iítill, silfurlitaður með grænum, kúptum hjartasteini. En ég tek hann af mér strax og hugsa, að ég megi ekki hafa þennan á hend- iiini, því að ungi maðurinn, sem ég sá fyrir utan dyrnar áðan, hafi gefið vinkonu minni hann. íÞað var ungur maður, Ijóshærður, sem ég þekkti ekkert.) Svo er ég allt í einu komin ineð 1 n þriðja á höndina, og er hann með hjartaplötu, allur í rauðbleikum og hvítum blómu n, og armband, áfast við hringinn, er um úlnliðinn, allt í þessum blómijun. Og þá er vínkona uÍA þaniA tii miri, og vfð sitj- 34 uat hlið við hiið á rúmi, *g ég sýni heani, hvað þetta sé fallegt. En i þvi er ég komin með einhverja snúruflækju um hina höndina (hægri) og um báða fætur líka. Þá rétti ég fram hendur og fætur og sýni henni og segi, að ég sé bara með armbönd alls staðar, og skellihlæ. Svona endaði draumurinn. Hulda. SVAR til Huldu. Draumurinn merkir, að þú eignast þrjá allnána vini, áður en þú giftist endanlega, en þeir falli þér ekki í geð, svo að leiðir skilji með ykkur. — Þannig er þvi einnig (arið, að okkur mönnunum er oftast bezt að skilja i friði, þegar okkur kemur ekki saman. Draumráðandi Vikunnar. Fyrir nokkru dreymdi vinkonu mína, að liún væri í litlum, rauðum bíl og sæti i aftur- sætinu við hliðina á strák, sem hún rétt aðeins kannast við, og ég sæti í framsætinu við hliðina á stráknum, sem ég er með, og hann keyrði. Henni fannst við aka á mjög sléttum og breiðum vegi, sem var alveg auður, og hún sá engan á vcginum, en við ókum alltaf beint áfram. Hvað heldurðu, að draumurinn þýði? Didda. SVAR til Diddu. Draumurinn bcndir til þess, að þú munir giftast piltinum við stýrið, en vinkona þin piltinum í aflursætinu. Caracas Framhald af bls. 14. öllu því, sem hendi er næst. í þessum ömur- legu híbýlum búa Indíánar, sem leitað liafa til borgarinnar innan úr iðrum landsins. En á stöku stað má þó heyra hávaða í útvarpi innan úr þessum hrörlegu hreysum. Og inni á sóðalegum knæpum glymur seiðandi tónlist, og óþrifalegt fólk situr og sötrar café negro, — kolsvart kaffi, — eða cuba libre, — blöndu af kóki, roinini og sítrónusafa. Þarna spila menn dómínó eða horfa á fjölbragðaglímu, — lutcha libre, — í sjónvarpinu. Þótt fátæktin sé sár, er þó þetta fólk lífsglatt og unir sér vel í skugga halla auðmanna, og sjaldan skerst í odda með þeim og yfirvöldunum nema stöku sinnum af stjórnmálalegum örsökum. Óviða getur að lita slíkar andstæður sem í Caracas. En við verðum að vera þess minnug, að borgin er í rauninni ekki nema tiu ára. Gamalt spakmæli kannast allir við í Venezú- ela: Það, sem sagt er að morgni um líðandi stiítffl, er ef tíl vlll óaratt að kVBWí. * Hetja Framhald af bls. 11. „1 guðs bænum, hættu. Þú mátt ekki gera svona hávaða. Komdu, og leggðu þig.“ „Mátt ekki, mátt ekki. Svo að Þú ætlar að fara að stjórna mér. Ha-ha. Nei, aldeilis ekki, góða mín. Nú er það ég, sem stjórna. Á ég að segja þér, hvað þú ert? Heimskt sveitafifl, uppblásin af innantómri skinhelgi. Burt. Hann grípur í axlir mér, hristir mig og hendir mér síðan upp í legu- bekkinn .Hann grípur flöskuna aftur og slangrar til mín og lyppast niður á gólfið. Hann er farinn að formæla sjálfum sér. „Adda, ég er aumingi, bölvaður aumingi og úrþvætti. Fyrirgefðu mér, Adda min. Ég verð bara að drekka. Adda mín, fyrirgefðu mér.“ — Hann er farinn að gráta. Ég er öldungis ráðalaus og skelfd og einmana. Ég segist skulu fyrirgefa honum. Ég strýk um hár hans og reyni að róa hann. Þá staulast hann aftur á fætur. „Músík,“ drafar i honum, „þvi í fjandanum er engin músik?“ Hann dragnast yfir að útvarpinu, sem enn er opið, og reynir að finna Kanann, en þegar það heppnast ekki, sparkar hann i tækið. Það veltur niður á gólf með brothljóði og hávaða. Hann bölvar og ætlar að stíga yfir, en hrasar og skellur á gólfið. Svo fer að korra i honum, hann er sofnaður. Þá er dyrunum lokið upp, og húsráðandinn kemur inn. Hann er óbliður á svipinn, þegar hann litast um í herberginu. Svo snýr hann sér uð mér. „Gerið svo vel að koma þessum ræfli út úr húsinu innan tíu mínútna, og þér getið flutt á morgun — eða í dag, réttara sagt.“ Hann skellir hurðinni á eftir sér. Ég er ráðalaus. Ég þori ekki að vekja Hrein. Hann gæti orðið óður aftur. Ég lít á klukkuna. Sjö. Kannski er búið að opna á kaffistofunni á horninu. Sinnulaus læðist ég út. Ég verð. Ég hef engin önnur ráð. Stuttu seinna ronnir lögreglubillinn upp að liús- inu, og ég fylgi iögregluþjonunum tveimur upp í herbergið. „Hm, — eitthvað hefur gengið á,“ segir annar og gengur að Hreini. „Komdu hérna, góðurinn.1, Þeir reisa hann upp, og hann rankar við sér. Undrun skín úr svip hans, og hann umlar einhver óskiljanleg orð. Fótatak þriggja manna berst niður stigann, út á götu, bíll er settur i gang. Ég veit ekki, hverju ég bjóst við, hvort ég sæi Hrein aftur. Ég var sinnulaus. Ég fór í vinnuna, en ég vissi ekki, hvað ég gerði, og heyrði naum- ast góðlátlegar glósur stallsystra minna um und- arlegt útlit mitt. Stuttu eftir að ég kom heim og ætlaði að fara að pakka niður, var barið að dyrum. Það var Hreinn. Hann starir á mig kol- svörtum heiftaraugum og hreytir út úr sér: „Þökk fyrir siðast, saklausi engill. Nú er ég kominn á skrá hjá lögreglunni sem árásarmaður og óþokki, og það á ég þér að Þakka. Ég býst við, að þú vonist eftir borgun fyrir tilvikið." Hann réttir mér bunka af bankaseðlum, en þegar ég geri mig ekki líklega til að taka við þeim, fleygir hann þeim í mig. „Ég vona, að ég eigi ekki eftir að kynnast annarri eins drós og þér. — Skepna." Síðasta orðið hvæsti hann framan í mig og •r svo horfinn. Ég tindi upp peningana, skjálfandi fingrum, tætti þá sundur, ögn fyrir ögn, svo fleygði ég mér upp i rúm og grét, grét ofsalega og óstöðv- andi. „Hreinn — Hreinn ...“ Loksins er ég komin alla ieið. Ég tek upp blaða- strangann við dyrnar, opna kaffistofuna og geng inn. Hér er notalegt eftir storminn úti. Ég hef komið í fyrra lagi og hef nógan tíma til að tylla mér niður og líta í blöðin. Á fyrstu siðu er fréttin frá í gærkvöldi undir stórri fyrirsögn: Hetjudáð. Síðastliðna föstudagsnótt vann ungur maður það frábæra afreksverk að kasta sér fyrir borð í stormi og stórsjó til að reyna að bjarga félaga sínum, sem hafði fallið útbyrðis. Það gengur kraftaverki næst, að hann skyldi geta haldið sér uppi með meðvitundarlausan mann i nærri 20 mínútur, áður en tókst að bjarga þeim upp i bát- inn. Þessi unga hetja heitir Hreinn Ólafsson. Slik afreksverk o. s. frv. Hetja. Orðið stækkar og rís upp af blaðsiðunni. Mér finnst það vera skrifað stórum stöfum á veggina allt í kring. Svo veit ég ekki, hvað kem- ur yfir mig. Ég byrja að hlæja, hlæ eins og fáráðlingur, ég bókstafiega veltist um af hlátri. — Hetja. — Þá ber fyrstl viðskiptavinurinn að dyrum. ^ ____

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.