Vikan


Vikan - 20.10.1960, Blaðsíða 4

Vikan - 20.10.1960, Blaðsíða 4
VAGGA GLÆPAMAN 1||!1||::|: ................................... wmm. : . : | - : llpjjpplg#: : : Náttúrufegurð er mikil á Sikiley, en almenn velsæld ekki eftir því. Litla stúlkan á myndinni að neðan, er sú, sem sagt er frá í greininni. Hún var send út á götu til þess að betla. A stóru myndinni á hægri sfðunni er gata í Palermó. Hver íbúi Suður-Ítalíu hefur tvisvar og hálfu sinni minni tekjur en landi hans í iðnaðarhéruðum Norður-ltalíu. Á Sikiley eru lægstu launin, hæsta fæðingartalan, mestur barnadauði, flestir ólæsir og mest um atvinnuleysi. Þrátt fyrir mikinn tilkostnað og víðtækar áætlanir hafa tilraunir til að koma ástandinu í svipað horf og á Norður-Ítalíu borið lítinn árangur. Sikiley er þjökuð eftir mörg þúsund ára áþján. Þar herja bófaflokkar, og alþjóðafélagsskapur glæpamanna, MAFIA, er upprunninn þaðan. I skuggalegu hliðarstræti rétt við aðalgötuna i Palermo stóð hún og horfði feimnislega á prúðbúið fólkið ganga um í þessum bjarta heimi, sem bar fyrir hana í gegnum þröngt húsasundið. Það var varla hæ.gt að segja, að hún væri tötrum klædd, en skitug og vanhirt, og undrandi augun virtust of stór fyrir andlitið. 1 fanginu hélt hún á stranga úr ullarteppi, og upp úr honum sást í svart hár yfir stórum augum í fölu barnsandliti. Þegar ég yrti á hana, hrökk hún við, eins og hún ætti von á höggi. Marietta, gat ég togað upp úr henni, að hún héti og væri fimm ára og barnið átta mánaða. Ég hefði gizkað á, að það væri þriggja mánaða, svo lítil og óþroskuð var litla systirin. Samt var barnið of þungt fyrir fimm ára telpu. Hún kiknaði undir byrðinni, en hreyfðist samt ekki úr stað. Ég er á móti því, að börn taki við peningum af ókunnugum ,en mig langaði til að sjá hana hlaupa hlæj- andi burt til Þess að kaupa sér ís. En hún hló ekki, þegar hún tók við peningunum. Hún þakkaði ekki einu sinni fyrir, en kreisti peningana fast i lófa sínum. Síðan byrjaði hún að ganga hægt aftur á bak að opnu porti og leit ekki af mér allan tímann, eins og hún væri hrædd um, að ég tæki þá aftur. Þá skildi ég, hvernig í öllu lá. Hún hafði verið send út til að betla og látin hafa litlu systur sína með sér til Þess að vekja meðaumkun. E'n hún hafði ekki þorað út á sólbjarta götuna, og nú hafði ég ýtt henni út á braut betlarans. Ég þarf ekki að sjá heimili Mariettu til þess að vita, hvernig það lítur út. Ég hef séð fjölmörg slík heimili í mörgum borgum á Suður-ítaliu, — svört smáhreysi, þar sem veggfóðrið flagnar af saggafúnum veggjunum og inni er eitt rúm fyrir alla fjölskylduna og skolpræsi bak við hlíf. Faðir hennar er einn af þúsundunum, sem snapar sér vinnu öðru hverju hér og þar, misjafnlega heiðarlega. Ef hann hefði vinnu allan ársins hring, mundi hann ekki senda börn sín út að betla. Uppþotin á Italiu hafa horfið í skuggann fyrir óeirðunum í Kongó. En því hefur verið haldið fram, að kommúnistar, sem eru næststærsti flokk- urinn á Italíu, standi þarna bak við. Það má að einhverju leyti til sanns vegar færa, en þegar ég hugsa um eymdina á Sikiley, sé ég stóru augun hennar Mariettu fyrir mér, full af sorg og sárri reynslu. 1 fréttum frá Italíu var sagt frá mótmælagöngu í borginni Licata i Agrigento, sem farin var til að mótmæla Því, að ekkert varð af byggingu orkuvers, sem fyrirhugað var. Tveir þátttakendur voru skotnir til bana af lögreglunni. Á þingi um heilsuvernd, sem ég sat á, var Þvi lýst, hvílíkt neyðarástand ríkti í Palma di Montechiaro, skammt frá Lieata. Þar var sagt frá því, hvernig menn og skepnur búa hvert innan um annað í þröngum húsa- kynnum, og frá farsóttunum og veikindunum, sem leiðir af næringarskort- inum og sóðaskapnum. Þá reis borgarstjórinn í Licata upp og sagði: „Ástandið í Licata er hið sama, en íbúarnir þar eru 45000, helmingi fleiri en í Palma. Margar fjöl- skyldur búa í hellum, og verkamennirnir hafa vinnu í mesta lagi fimm mánuði ársins. Daglaunin eru 600—800 lírur. Árum saman var okkur lofað vatnsleiðslu, og daginn fyrir kosningar var vatninu hleypt á, en síðan var lokað fyrir það aftur í marga mánuði." Ég hef ekki verið i Licata, en í Palma og Palmero hef ég séð, hvernig þetta örvilnaða, hungraða, fáfróða og hjátrúarfulla fólk lendir í óeirðum vegna smámuna. Ég hef séð lögregluna slá skóladrengi og hrinda konum í götuna af smávægilegu tilefni og án þess að gefa fólkinu kost á að skýra mál sitt. ■sfSJ U

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.