Vikan


Vikan - 20.10.1960, Page 9

Vikan - 20.10.1960, Page 9
inn og pannan í samkvæmislífi Lundúna? Veslings Cargate. Honum hefur vafalaust verið ljóst, að það var hættuspil að giftast Nathalie, en hann hefur víst ekki skeytt hví neinu. Eftir þriggja ára hjónasælu var bifreið ekið á Cargate. Bílstjórinn hvarf og hefur aldrei fundizt. Þá var Cargate í kaupsýsluerindum í Liver- pool, og Nathalie var næstum óhugg- andi, þótt auður Cargates, — takið eftir, — hafi orðið til þess að lina sorg hennar lítillega! —■ Vaknaði ekki grunur lögregl- unnar? skaut McField inn i. — Auðvitað, McField, lögregluna í Liverpool grunaði sannarlega margt, sagði Oakes, og það var þá, sem New Scotland Yard fór- á stúfana. Við reyndum á alla hugsanlega vegu að afsanna fjarvistarsönnun Nathalie. Því miður hafði hún dvalizt á sveita- setri, sem fjölskyldan átti, einmitt þegar Cargate var í Liverpool, og þótt ekkert hefði verið því til fyrirstöðu, að Nathalie hefði laumazt til manns sins og ekið á hann með köldu blóði •* - í Liverpool, var okkur ógerningur,^* þótt undarlegt megi virðast, að af- sanna þessa fjarvistarsönnun, þar sem enginn hafði séð hana aka frá staðn- um eða heim aftur. — Pú, sagði McField, og nú þetta! —■ Einmitt, og nú þetta, sagði lög- regluforinginn og kinkaði kolli. En nú höfum við ekki augun af hinni fögru Nathalie, McField! Það eru tak- mörk fyrir öllu! Hálfu ári eftir að kviðdómurinn hafði lýst yfir því, að dauði Howards hefði orðið af völdum einnar eða fleiri óþekktra persóna, var frú Nathalie Howard komin í ferð til Miðjarðarhafsins á stóru skemmti- ferðaskipi. — Ó, sagði Nathalie kvöld eitt dreymandi og leit dökkum augum á félaga sinn, — þetta tunglskin .. . Ó, er nokkuð eins fagurt og tunglið yfir Miðjarðarhafinu? Finnst yður það ekki, Thurston? Hár, dálitið feitlaginn maður við hlið hennar fann, að hjarta hans barðist ákaft í brjósti hans, og hann glápti til skiptis á gula skifuna á Framhald á bls. 26, vikan 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.