Vikan - 20.10.1960, Side 23
WIKAI
Útgefandi: VIKAN H,F.
Riticjóri:
Gfili Sigurðsson (ábm.)
Auglýsingastjórl:
Ásbjörn Magmisson,
Framkvæmdastjórl:
Hilmar A. Krlstjánsson.
Rltstjórn og iuglýslngar; Skípholtí 33.
Símar: 35320, 35321, 35322. Pósthólf M9.
Afgrciðsla og dreifing: BIaðadreIfing,
Míklubraut 15, síml 15017. Verð i lausa-
sölu kr. 15 Áskriftjrverð er 200 kr. árs-
þríðjungslega, greíðist f/rirfram. Prent-
un: Hilmir h.f. Myndamót; Rafgraf h.f.
Þið fáið Vikuna í hverri viku
I næsta blaði verður meðal
annars
♦ Mafia ,stærsta glæpafélag í heiminum.
♦ Kiljan hefur stolið flestu frá mér. — Rætt við Karl
Einarsson Dunganon, greifa af Sankti Kilda.
♦ Dansmærin í Beni Mússa, smásaga eftir Patrick
Turnbull.
♦ Óskar Aðalsteinn: Brugðið á leik, 3. grein: Borgin
í skóginum.
Ástríðueldur, smásaga eftir Ingu Skarphéðinsdóttur.
$ Dr. Matthías Jónasson: Seiður valdsins.
^ Hús og húsbúnaður: Fura í innréttingum.
^ Milli tveggja elda, smásaga eftir Omar Bigger.
♦ Vetrartízkan.
Hér eru tvær eins myndir, að því er virðist.
En neðri m.vndin eru frábrugðin þeirri efri í
sjö atriðum. Reynið nú að finna þessi atriði,
og verið ekki lengi. — Lausnin er á bls. 27.
v.v.v.v
•W.w
•V.V.V.V.
v.v.y.sv
Hrútsmerkiö (21. marz—20. apr.): t þessari viku
skaltu reyna a3 forðast allt óhóf, einkum skemmt-
anir. Þú múnt verða að sinna ýmsu í vikunni, sem
þú hefur ekki haft ástæðu til að sinna undanfarið,
en nú er sannarlega kominn tími til þess. Þú færð
bréf, sem gæti orðið til Þess að valda þér einhverjum áhyggj-
um — af ástæðulausu. Fimmtudagurinn er mikill heilladagur
fyrir konur. Heillatala 8.
Nautsmerkiö (21. apr.—21. maí): Þér mun vegna
vel í vikunni, ef þú hagar þér eins og samvizka þín
býður þér. Þér hættir dálítið til þess að láta smá-
muni angra þig þessa dagana, en nú fasrð þú svo
mörgu að sinna, að þú gleymir beinlínis þessu smá-
vægilega mótlæti. Einhver órói ríkir vegna hjartans mála, en
ekki er víst að hann eigi sér djúpar rætur.
Tvíburamerkið (22. maí—21. júní): Þetta verður
einkar ánægjuleg vika, einkum þó fyrir karlmenn.
Hætt er samt við, að þú missir af gullnu tækifæri um
helgina, og verður það ef til vill til þess að valda
þér talsverðum áhyggjum. En vertu ekki of bráður,
því að eftir helgina býðst þér annað slíkt tækifæri og það ekki
af lakara taginu. Einn hæfileiki þinn fær sérstaklega að njóta
sín i þessari viku. Heillatala 5.
Krabbamerkiö (22. júni—23. júli): Þú munt oft tefla
á tvær hættur í þessari viku, en stjörnurnar þykjast
sjá, að yfirleitt verði lánið með þér. Á vinnustað
gerist spaugilegt atvik, sem á eftir að draga dilk á
eftir sér. E’f þú ert ástfangmn, munt þú fá áþreifan-
lega sönnun þess í vikunni, hvort hinn aðillinn elskar þig eða
ekki. Varaztu að reiðast þótt þér finnist einn fjölskyldu-
meðlimur gera á hlut þinn. Heillalitur gult
Ljónsmerkið (24. júlí—23. ág.': Þessi vika verður
■QTJB nokkuð varasöm. Umfram alit skaltu ekki lofa
BfsS meiru en þú getur staðið við. Þú skalt varast að
gylvH ganga í ábyrgð fyrir nokkurn mann. Konur ættu að
varast það að verða of vingjarnlegar við mann, sem
þær þekkja ekki nema lítilsháttar. Helgin verður mjög
skemmtileg og óvenjuleg.
Meyjarmerkiö (24. ág.—23. sept.): Þetta verður
„spaugileg" vika — það mun ýmislegt gerast, sem
kemur þér i gott skap. Þú munt fyllast bjartsýni, og
ev það vel. Þar sem Amor er á ferðinni gerist ýmis-
legt spaugilegt, en menn skyldii varast að taka hann
alltof alvarlega. Þú skalt varast alltof miV:il peningaútlát. Þú
ferð líklega að heiman um skamma hrið í einhverjum erinda-
gerðum. Heillatala kvenna 4, karla 7.
VogarmerkiÖ (24. sept.—23. okt): Þér virðast ætla
að græðast peningar óvænt í þessari viku — að vísu
verður það ekki stór fjárupphæð, en hún mun sann-
arlega koma sér vel, eins og þú kemst að síðar. Þú
skalt umfram allt hafa bæði augu og eyru opin á
þriðjudag. Ekki er fyllilega ljóst hvers vegna, en allur er var-
inn góður. Vini þínum verður á glappaskot, sem kann að koma
illa við þig. Einhver ungur maður er að reyna að ná i þig.
Drekamerkið (24. okt.—22. nóv.): Það gengur mikið
á i vikunni, og ef Þú ert ekki allt of fljótfær, getur
vikan orðið einkar ánægjurík og fjölbreytileg. Ef
þú átt skuld, sem fallin er i gjalddaga, skaltu borga
hið skjótasta, ef þú vilt ekki hafa verra af. Skeyttu
ekki skapi þínu á ástvini þínum af ástæðulausu. Þér virðist
hætta til þess. Heillalitur bláleitt.
BogmaÖurinn (23. nóv.—21. des.): Þessi vika verður
eins ólík fyrri vikum og frekast má verða. Þú munt
hafa í svo mörg horn að líta, að líklega gefst þér alls
ekki tí ii til þess að sinna neinu fyllilega. Það versta
er, að ekki geta stjörnurnar ráðlagt þér neitt, hvern-
ig þú átt að haga þér, svo að þú verður að láta dómgreind þína
ráða.' Umfram allt skaltu ekki missa þolinmæðina.
GeitarmerkiÖ (22. des.—20. jan.): 1 vikunni verða
nokkur þáttaskil hvað athafnasemi snertir. Þú munt
verða miklum önnum kafinn, og líklega ræður þú
fram úr flestöllum þeim verkefnum, sem þú færð að
glíma við. Vikan er annars húsmæðrum til heilla, og
væri vel af Þær gerðu þær breytingar, sem þær hafa lengi haft
á prjónunum varöandi heimilið.
VatnsberamerkiÖ (21. jan.—19. feb.): Þessi vika get-
ur orðiö afar ánægjuleg, ef þú hefur aðeins dáíitið
fyrir þvi sjálfur, sem ætti ekki að vera allt of erfitt.
Þú verður aðeins að hafa vakandi auga fyrir því,
sem gerist í kringum þig. Svikið loforð getur valdið
einuhverjum erjum. Farðu varlega með peningana í þessari
viku, því að þú munt Þarfnast þeirra í næstu viku. Heillataia 8.
Fiskamerkiö (20. feb.—20. marz): Það gerist frem-
ur fátt markvert í vikunni, þótt hún verði ekki
beinlínis leiðinleg. Það skiptir miklu, að sambúð þín
við félaga þína á vinnustað sé góð. Þú þarfnast
hjálpar við að ráða fram úr þessu verkefni þínu, og
skaltu ekki vera feiminn við að leita hjálpar vina þinna.
U>