Vikan


Vikan - 20.10.1960, Side 35

Vikan - 20.10.1960, Side 35
hafnir, hitaveitu, verksmiðjur, heil- brigða verzlun, iðnað og samgöngu- kerfi. Allt sem vel er gert í þeim efnum er fyrst og fremst skáldlegt og listrænt. Bak við allar merkilegar framkvæmdir stendur skapandi orka maiinsins. Það er minniháttar at- riði, hvort skáldin yrkja ljóð í lit- urn, steini eða mannlegum skipu- lagsbreytingum. Suðurland hefur gefið allri þjóð- inni marga snjalla listamenn, skáld, tónsmiði, byggingarmeistara, mál- ara og myndhöggvara. En nú hefur þetta hérað bætt við einum frum- legum listamanni, sem yrkir i framkvæmdum, og ljóð Egils Thor- arensen eru svo máttug, að þau munu eins og allur góður kveðskap- ur, þykja því merkilegri, sem þau verða eldri. Af því að Egill Thorar- ensen tilheyrir flokki hinna sönnu listamanna, mun ljóða hans verða minnst, meðan íslenzkt fólk byggir sléttuna miklu milli Eyjafjalla og Hellislieiðar“. ★ g- Hvernig við fengum skatta. Hinir fyrstu, sem lögðu skatt á fólk, voru kvenprestar hinnar egypzku gyðju Isisar. Átru- endur hennar urðu að borga skatt, ef hún átti að bænheyra þá. Og þessi skattur var miðaður við efni fólks og af- kornu. Æðstu kvenprestarnir, sem venjulega voru meðlimir konungs- fjölskyldunnar, færðu upphæðina í bækur bænaliússins. Karlkynsaðdá- endum Isisar var einnig skemmt í musterinu af fögrum konum — en auðvitað gegn þvi að þeir borguðu fyrir. Svo, þúsundum ára fyrir Krist, tóku karlmenn við þessu starfi kvenprestanna, vegna þess að kven- fólkið, þá eins og nú, dró undan um áttatiu prósent af ágóðanum. Ég vildi gjarnan deyja á einum af þeim dögum, sem engin blöð koma út á — bara til að ergja blaðamennina. Winston Churchill. Er nauðsynlegt að stanza svona snögglega? „Verðir“ Framhald af bls. 31. Þögnin var orðin óbærilega löng, þegar Gunni sagði allt í einu: „Við verðum bara að kasta upp á það.“ „Nei, það er ekki hægt,“ sagði Doddi, „það verður aldrei jafnt.“ „Gunni verður auðvitað formaður, af því að hann stakk upp á þessu,“ sagði Nonni, sem hafði ekki gert sér of miklar vonir um að hlotnast heiðurinn, þar sem hann hafði leg- ið í rúminu, þegar strákunum datt þetta í hug. „Þá getum við Doddi hent upp á hvor eigi að verða varaformaður," hélt hann áfram. Doddi sá að þeir gátu ekki allir orðið formenn, svo hann samþykkti tillöguna og rak höndina ofan i buxnavasann og dró upp fimmeyring. „Hérna er fummaur," sagði liann og rétti Gunna, „kastaðu upp, ég segi í loftinu." Gunni henti firnm- eyringnum upp og lét hann snúast i loftinu. „Kórónan!“ hrópaði Doddi áður en peningurinn snerti gólfið, síðan rúllaði hann út af teppinu og undir skápinn. Drengirnir hentu sér allir á magann og Gunni dró hann aftur fram á gólfið. Kórónan hafði komið upp og Doddi var orðinn varáfor- maður. Þeir settust aftur við borðið. „Nonni getur verið ritari,“ sagði Gunni og þá voru allir ánægðir. Síðan komu þeir sér saman um að passa að strákarnir í nágrenninu brytu ekki á móti lögunum heldur, hvernig sem þeir gætu nú farið að því, og þeir ætluðu ekki að taka neina fleiri í félagið nema allir félagsmenn væru því samþykkir. Nonna var, sem ritara, falið að geyma fingrafarablöðin og lagalist- ann, en Doddi og Gunni skrifuðu þau hjá sér til þess að þeir gætu lært þau utan að um kvöldið. S.G.B. i ii • • ni ■■ ii > i . > , 11 , , i, ajajiiiii«{ii!!íní!ÍÍ!í!!!i!!ííiiii!ji!iÍÍiÍliíHiiiiÍl!!U!i!ÍíiiiiÍiilií!ÉÍ!iliiííii heimilistækin hafa staðist dóm reynslunnar eru nýtízkuleg létta hússtörfin Sliiiim#- H.F. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN, HAFNARFIRÐI llllllli] ••ipHPj VIKAN 35

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.