Vikan


Vikan - 29.12.1960, Qupperneq 2

Vikan - 29.12.1960, Qupperneq 2
Lokunartimi verzlana Kæri póstur. Viltu skýra það fyrir mér, hvers vegna hætt er a'ð hafa búðir opnar til fjögur. Mér finnst þetta ekki ná nokkurri átt. Hvenær á fólk, sem vinnur allan daginn að verzla? Það verður að fara að gefa sérstök verzlunar- frí ef þessu heldur áfram og livergi nokkurs staðar í heiminum mundi húðarfólki liðast að vera með svona óliðleglieit. Gallinn er hara sá, að íslendingar halda frá fornri tíð að kaupmaðurinn sé iieilög vera, sem ekki má segja styggðaryrði við. En þeir mega hafa það hugfast, að kaupmaðurinn er til að þókn- ast þeim og þeir snúa við honum bakinu, ef þeim hýður svo. Ein í tímaþröng. Mér er Ijúft að svara þessu litillet/a. Það er þá fyrst til að taka, að 'búðir eru opnar lengur en til fjögur alla daga aðra en laugar- daga, og meira að segja til sjö á föstu- dögum Ég veit ekki, hvort búðarfólk er svo sérstaklega óliðlegt, en öllum er okkur þann vcg farið að við viljum gjarna hafa fri yfir helgina, til þess að vera heima hjá okkur eða fara út og skemmta okkur. Búð- arfólk er engin iindantekning þar frá. Við verðum að hafa það liugfast, að eftir að búðum er lokað, á afgreiðslufólkið æði oft eftir að gera eitt og annað, já, stundum nokkurra klukkutíma verk, áður en það get- ur farið heim. Kjötverzlunarmaður, t. d., sem lokar kl. 6, er sjaldnast kominn heim fyrr en kl. 8. Áður en sá siður var tekinn upp í haust, að lmfa búðir ekki opnar nema til eilt á laugardögum, höfðu afgreiðslumenn boðið verzlnnareigendum að koma lil móts við þá með þvv að vinna lil 10 eða jafn- vel lengur einhvert eða einhver lcvöld vik- unnar i stað þess tíma, sem fellur úr á laugardögum, en samningar náðust ekki um það. Ég er því liins vegar sammála, að þetta er heldur slæmt ástand eins og það er, og full ástæða til að bæta. úr þvi á einhvern hátt, og það sem fyrst. Veðmál. Kæra Vika. Viltu ieysa úr veðmáli lijá okkur tveimur vinkonum. Okkur kemur ekki saman um, hvernig nafnið á ilmvatninu 4711 er til komið. Hún segir, að sá sem byrjaði að framleiða ilmvatnið, hafi verið nr. 4711 í stríðinu, en ég segi að nafnið sé eldra. Hvor hefur rétt fyrir sér? „4711“ Þú munt hafa rétt fyrir þér í þessu efni. Þegar Napoleon gamli kom lil Kölnar, áttaði hann sig ekkert á þvi hvað var hvar í bœnum, svo að hann skipti honum í reiti og númeraði öll húsin í hlaupandi töluröð. í liúsi nr Míí bjó fjölskylda, sem fram- leiddi Kölnarvatn, og meira þurfti ekki til, húsnúmerið yfirfærðist á framleiðslu þeirra. 2 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.