Vikan - 29.12.1960, Qupperneq 12
K Ú B A .
„Frelsishetjan“ Fídel Castró, ein-
ræðisherra á Kúbu, reyndist vera
harðstjóri í verra lagi. Á þessu ári
hefur hann látið taka þúsundir
manna af lífi fyrir litlar eða engar
sakir. Hann lagði hald á svo til all-
ar eigur Bandaríkjamanna í ríkinu,
og nýlega lét hann svo um mælt í
ræðu til sinna manna, að Kúbverj-
ar mundu lækka versta rostann í
Bandaríkjamönnum. Sovét styður
við bakið á honum.
KÓREA. >
í Kóreu hafði Syngman Rhee
komið á fót einræði sínu og stjórn-
aði landinu harðri hendi. Hinn 20.
apríl 1960 hófst blóðug uppreisn
í Seoul undir stjórn stúdenta, sem
þráðu frelsið, og þrátt fyrir harð-
vítuga tilraun tókst lögreglunni
ekki að bæla hana niður. Lýðræðið
sigraði, en að sigrinum unnum lágu
lík barna og kvenna um allar götur.
Þau voru gjaldið, sem frelsið var
goldið með. Myndin sýnir nokkrar
mæður, sem eftir lifðu, gráta fallna
syni sína.
\ú árið er liðið
TYRKLAND.
Undir felldu yfirborði hélt
Menderes Tyrkjum í heljargreip
ófrelsis og ótta. Stúdentar voru
teknir höndum og drepnir, svo
að lítið bar á. Til þess að hylja
yfir glæpina voru lík þeirra
brytjuð í stykki og möluð í kjöt-
kvörnum. í maí gerðu stúdent-
arnir, sem eftir lifðu, uppreisn,
og þótt Menderes léti setja járn-
grindur fyrir dyr háskólans,
tókst þeim að steypa honum af
stóli, og herstjórn tók völdin í
sínar hendur. Síðan er allt hljótt.
JAPAN. >
I lok maí urðu hörð stjórn
málaátök í Japan, sem leiddu til
þess, að ofstækisfullir verka-
menn og stúdentar stofnuðu til
óeirða og útifunda til þess að
mótmæla sambandi Japana við
Bandaríkjamenn. Hagerty, full-
trúi Eisenhowers, sem var á
ferð í Japan um þetta leyti til
að undirbúa komu Eisenhowers
þangað, var hætt kominn, og
forsetinn varð að hætta við heim-
sókn sína, þar sem japanska lög-
reglan treysti sér ekki til að
ábyrgjast öryggi hans. Myndin
sýnir stúdenta og verkamenn
gera aðför að þinghúsinu í
Tókíó.
A L S í R . >
Hatur og tilgangslaus morð
einkenna borgarastyrjöldina í
Alsír, sem geisað hefur allt ár-
ið. Pyndingarnar og hin illa
meðferð í frönskum fangelsum
er goldin af hálfu innlendra
manna með ógeðslegum hrotta-
skap. Nasser blæs að glóðunum
til að halda Alsírbúum hæfilega
heitum móti Frökkum. Á mynd-
inni er liðsforingi úr liði upp-
reisnarmanna að drepa bónda-
grey í Alsír fyrir þá sök eina,
að hann í sakleysi sínu sagði
nokkrum frönskum hermönnum
til vegar — og vísaði þeim rétta
leið.
Eftir 70 ára veldistímabil í Kongó gáfu Belgar loks í-
búunum frelsi á árinu 1960. „Frelsið“ reyndist hins vegar
verða til þess, að allt fór í uppnám í ríkinu, meðan reynslu-
lausir leiðtogar eins og Lúmúmba og Tsjombe börðust um
völdin. Það varð til þess, að allt fór í kaldakol í ríkinu,
uppreisnir og óeirðir hófust og enginn var óhultur um
> líf sitt.
I febrúar og marz sauð upp úr í Suður-Afríku, og hinir <]
undirokuðu svertingjar gerðu uppreisn gegn ráðríki hvítra
manna. Þrátt fyrir það að allur heimurinn hrópaði á stjórn
Suður-Afríku og bað hana sýna mildi, var uppreisninni
drekkt í blóði svertingja af vopnaðri lögreglu, her, skrið-
drekum og eldspúandi flugvélum. En alls staðar, — í Suður-
Afríku, Rhódesíu, Súdan, Senegal, — ólgar undir niðri, og
ógerlegt er að segja, hvenar falinn eldurinn gýs upp og
verður að ofsalegu báli.
Suður-Afríka.
KONGÓ.
12 VIXAN