Vikan - 29.12.1960, Side 13
I heimi kvikmyndanna eru jafnan ærin tíðindi
á ári hverju og eitthvað mun til tínast fyrir árið
í ár. Gamlar hetjur af kvikmyndatjaldinu hafa
lagt upp laupana fyrir aldur fram, svo sem Tyrone
Power, sem deyði á Spáni á öndverðu árinu og
síðar sjálfur kóngurinn í Hollywood, Clark Gable.
Hann var aðeins 59 ára og átti barn f vonum í
fyrsta sinn á ævinni. Hann hefur um langt árabil
verið hjartaknúsari númer eitt, svo þar hefur eng-
inn niegnað að veita honum samkeppni. f síðustu
mynduni sín.um lék hann miðaldra elskhuga, en
þótti ekki takast jafnvel og fyrr.
<] Þeir hittust á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð-
anna í New York, allir meiriháttar leiðtogar, en
þó standa þeir í skugga hinna stærstu. Frá vinstri:
Nehru, Nkrumah, Nasser, Sukarno og Tito.
Bandaríkjamenn völdu sér nýjan
forseta að undangengnum löngum
og kostnaðarsömum kosningaáróðri
og næstum ofurmannlegu álagi á
frambjóðendurna. Kosning Kenne-
dys hefur mælzt vel fyrir um hinn
frjálsa heim; menn búast við því að
ungur maður hleypi fersku blóði í
samskipti þjóðanna, en aðrir eru
hræddir við reynsluskort hans í al-
þjóðapólitík. Sænskt blað sagði ný-
lega: Eiginlega ætti allur hinn
frjálsi heimur að hafa kosningarétt
í bandarísku forsetakosningunum.
Það getur verið spursmál um líf eða
dauða fyrir okkur öll — og ekki að-
eins Bandaríkjamenn — hvaða mað-
ur velst í þetta embætti.
Á þessu ári giftist Margrét Breta-
prinsessa loksins, en það var ekki
öllum Bretum til óblandinnar á-
nægju. Hinn hamingjusami var
sem sé aðeins venjulegur maður,
að visu góður ljósmyndari, en ekk-
ert meir. Hann heitir sem kunnugt
er, Anthony Armstrong-Jones og
virðist hafa gaman af þvi að koma
Framhald á hls. 34.
V
K f N A .
í þessu fjölmennasta og þéttbýlasta landi jarð-
arkúlunnar hefur sitthvað gerzt á árinu, og er það
að vonum. Ef til vill hefur almenningur þó einna
helzt tekið eftir því, að kommúnistaforinginn Mao
Tse Tung hefur borið sig til að standa uppi í hár-
inu á hinum vísu feðrum í Moskvu, og sums staðar
hefur komið fram nokkur uggur um það, að Kín-
verjar hygðust ná heimsyfirráðum til handa hin-
um gula kynstofni. Eyjarnar úti fyrir ströndum
Kína hafa einnig verið mjög til umræðu, ekki hvað
sízt í sambandi við forsetakosningarnar í Banda-
ríkjunum, þegar forsetaefnunum varð mjög tíð-
rætt um varnir þeirra.
Á árinu fylgdist allur heimurinn með ástamálum Sharsins
af Persíu. Hann fann, sem kunnugt er, nýja konu vestur
í París og gekk snarlega að eiga hana. Nú hefur hún alið
drottnandanum son við mikinn fögnuð og sá verður keis-
ari í Persíu einhvern tíma, ef ekki brýzt út blóðug upp-
reisn í landinu út af misskiptingu auðs og þá er fjölskylda
keisarans í mikilli hættu. Fyrrverandi keisaradrottningin,
Soraya, ferðast á milli lúxushótela og skemmtistaða í Evr-
ópu, en gengur illa að ná sér í nýjan eiginmann.
Krússéf var samur við sig og beitti kjafti og
klóm í samskiptum við aðrar þjóðir á mann-
fundum. Hann leikur sér að heimsfriðnum eins
og skessurnar að fjöreggjunum í gamla daga
og bakhjallur hans er vopnastyrkur og vís-
indaleg afrek þeirra í Sovét. Krússéf er leikar-
inn mcðal stjórnmálamanna; hann kreppir hnef-
ana, öskrar og roðnar í andliti, lemur í borð
með skónum sínum og grípur fram í fyrir ræðu-
mönnum. Af öllum stjórnmálamönnum ársins
1960 hefur Krússéf verið mest umtalaður, hann
fer með aðalhlutverkið í heimspólitíkinni.
yucAN 13