Vikan


Vikan - 29.12.1960, Blaðsíða 19

Vikan - 29.12.1960, Blaðsíða 19
óskamyndin en að koma þér vel við kennarana? T. d. stráka. Þú ert með einbaug, ertu trúlofuð? — Á ég að svara þessu öllu? Þá er það svona: Jú, auðvitað. Kannske. Ekki aldeilis. ■—■ Hvað áttu við, ekki aldeilis? Ertu á móti trúlofunum? — Ekki almennt, en það er ekki þar með sagt, að ég geti ekki verið á móti því fyrir sjálfa mig. — Jæja, en hvers vegna ertu þá með einbaug? Megum við sjá hann? —• Gjörið svo vel. Amma okkar gaf okkur systrunum svona hringi þegar við fermdumst. Það eru þrír þriggja- blaða smárar á þeim öllum. — Táknrænt, ha? — Einmitt. — Hvernig er það. Er ekki amast við því að þið mætið í síðbuxum í skólann? — Nei. enda er varla hægt að am- ast. við því. Það er ekki Þægilegt að arka í pilsum í öllum veðrum. — Heyr, heyr. E'n áhugamálin, hvernig er með Þau, ekki megum við gleyma þeim? — Það er nú svo margt sem hægt er að kalla áhugamál. Ég hef t. d. gaman af klassískri tónlist, fer gjarn- an í leikhús, það er hitt og Þetta og eitt. og annað. — Jæja, við skulum sleppa þessu fyrst þú safnar ekki frímerkjum. — En framhaldsnámið? — Það er óráðið, eins og gefur að skilja. Þar kemur sitthvað til greina. Þið eigið við háskólanám, er það ekki? — Jú, eiginlega. — Annars fer ég í máladeild, ef ég næ prófi. — Má bjóða þér sigarettu? — Nei takk, ég reyki ekki. — Og smakkar ekki áfengi? — Ekki heldur. — Það er gleðilegt að heyra, þá væri meira að segja stórsparnaður að bjóða þér út, ef við hefðum efni á því. Arndís er farin að ókyrrast, lík- legast leiðist henni þófið. Enda spyr hún allt í .einu hvort ekki sé komið nóg. Við litum á punktana og sjáum að svo er, þökkum, kveðjum og höld- um heim til ritstjóra vors og herra. Ellert Schram. 1 þetta skipti birtum við mynd af Ellerti Schram. Hann hefur lengi verið á lista hjá okkur, sérstaklega hafa ungir drengir út um land og stúlkur líka, beðið um mynd af hon- um. Ellert er með þeim fremstu í KR-liðinu og ekki ber að efa að hann eigi eftir nokkur frægðarspor þar. Hann er sem stendur í Háskólanum, en stundar samt knattspyrnu af kappi. Við fengum að taka myndina heima hjá honum, rétt áður en hann fór á sefingu. Karlmennirnir þurfa ekki að kvarta, því nóg er til handa þeim og þar á meðal þessir munir á meðfylgj- andi mynd. Mappan er úr mjög fínu svínaskinni, fóðruð öll að innan og er með rennilás og mörgum hólfum ' enda er verðið ekki dónalegt, 800 — 900.00 kr. Ekki halda menn berhentir á slik- um gripum og því eru hanzkarnir fóðraðir og mjög mjúkir á einar 180.00 kr. Seðlaveskin eru heldur ekki af lak- ari endanum, úr geita- og kálfskmni með myndahólfum, frímerkjahólfum, renniláshólfum og mörgum íleiri. Bæði veskin kosta um 200.00 kr. Seðlabuddan er úr sama efni, einn- ig mjög smekklega unnin, nýju seðl- arnir komast vel fyrir og hún kostar um 160.00 kr. Nú skaltu láta bjóða þér út og sjá hvort þú takir þig nú ekki vel út. varð ekki mikið um og skipaði okkur að koma okkur í gagnið. Þá er við tiplum í hálkunni dettur okkur í hug að leita æðri menntunar og skjót- umst inn i íþöku, en svo nefnist hús eitt í miðbænum og þar er kaffistofa menntskælinga til húsa. Strax og gáfnaljósin verða þess vör, að rollur nokkrar eru komnar í túnið, kalla þau á Möggu. — Magga, Magga, komdu og láttu taka af þér mynd. Þar sem Magga vill ekki koma, var tekið Það ráð, að Ijósmynda aðra stúlku. Sú er ekki alveg á því, að láta taka myndir af sér, svona með frekju og vill ekkert með okkur hafa. Við Sidney Poitier hefur þegar getið sér nokkurrar frægðar með leik sín- um í myndunum — Flótti í hlekkjum — og einnig í Hollywoodútgáfunni af — Porgy og Bess. — Myndin hér að ofan sýnir hann I hlutverki Porgys, bæklaða betlarans. Hingað til höfum við aðeins fengið að heyra í Sidney sem Porgy, en vonandi verður þess ekki langt að bíða, að myndin komi hingað og við fáum að sjá hann lika. bréfaviöskipti Rósa Jónsdóttir og Aðalbjörg Karls- dóttir, báðar að héraðsskólanum á Laugum, óska eftir að skrifast á við pilta á aldrinum 17 til 19 ára. — Guðlaug Magnúsdóttir, Fagurhlíð, Landbroti, Vestur-Skaftafellssýslu vilí komast í bréfasamband við pilt á aldr- inum 15 til 17 ára. — E'ftirfarandi stúlkur allar að húsmæðraskólanum Laugalandi, Eyjafirði, óska eftir bréfasamböndum. Auður Öskarsdótt- ir, Kristín Jónasdóttir, Kristín Hjalta- dóttir, Þuriður Jóna Thorlacíus og Jóna Jónsdóttir. — Margrét Stein- arsdótir, Strandgötu 9, Hnífsdal, V,- Isafjarðarsýslu óskar eftir bréfasam- bandi við pilt eða stúlku 16—18 ára. nytt Svo er hér fréttatilkynning frá Félagi Frímerkjasafnara. Frá 1. desember 1960 mun Félag Frímerkjasafnara i samvinnu við póststjórnina hefja upplýsingasLarf- semi fyrir almenning. Verður þessi starfsemi rekin í herbergi félagsins að Amtmannsstíg 2, II. hæð. Opið verður alla miðvikudaga kl. 8—10 e. h. og verða þar sérfróðir menn til að veita upplýsingar um allt, er að frl- merkjasöfnun lýtur. Þjónusta þessi er ókeypis og sérstaklega ætluð yngri söfnurum. kvilcniyndir Svo er nú eitthvað fyrir alla. Og það er Bandi. En það er skautaleik- ur sem er nokkuð skyldur hockey Hann er að vísu ekki hugsaður fyrir lið eins og í hockey, heldur geta eins margir og vilja tekið þátt í leiknum. Bandi er að Því leyti frábrugðið Hockey, að notaðar eru kúlur en ekki plötur. Svo má vera 1 hvers kon- ar búningi sem er. Ekki þarf alls kon- ar hlífar. Hann er mjög vinsæll í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Iðk- aður þar á hvers konar svellum, tjörnum og vötnum og hvar sem hægt er að koma skautum við. Bandisteng- urnar á myndinni kosta um og yfir hundrað krónur. Kúlurnar 30 tií 40 kr. Skautarnir um 700.00 krónur. Prjónatrefill á 130.00. Skíðablússa á 250.00 og skíðahúfur á 100.00 til 200.00, en það er mjög þægilegt að vera klæddur einhverju léttu í þess- um leik. Svo óskar Vikan ykkur góðr- ar skemmtunar. r hópnum Það var ekki hundi út sigandi, en blaðamenn teljast sem kunnugt er tll lægri húsdýra, svo ritstjóranum Arndís Gná. snúum okkur undan og látumst gleyma þessu, en lymskan prýðir alla snjalla blaðamenn og þegar stúlk- una minnst varir er tækið sett í gang og búinn heilagur. — Megum við ekki fá eins og lítið viðtal? — Nei, en fyrir hvern er þetta? — Ef við megum taka aðra mynd skulum við segja þér það. — Allt í lagi. Hópur menntskælinga hefur safn- ast utan um blaðamennina og láta góð ráð fjúka. Heiðurs okkar vegna getum við ekki tekið mark á þeim, þó sum ráð beri vott um furðulegt gáfnafar. Að myndatöku lokinni fá- um við stúlkuna til að setjast við borð með okkur og leggjum fyrir hana nokkrar fáfengilegar spurningar. Hún kvaðst heita Arndís Gná Theo- dórs og okkur setti hljóða, en settum upp helgisvip. -— Heyrðu annars, það er smáatriði, sem okkur langar til að vita. Segjum svo að við fáum hálsbólgu og förum niður I Ingólfs Apótek, þá er það segin saga að þú afgreiðir okkur þar. Batni hálsbólgan ekki og við leggj- umst á Landsspítalann, þá sjáum við ■ þér bregða fyrir þar lika. Hvernig unvíkur þessu við? — Ég á systur, tvær, önnur er tvíburasystir mín og afgreiðir í Ing- ólfs Apóteki og hin sem er ári eldri og mjög lík okkur vinnur á rann- sóknarstofu hjá Landsspítalanum. — Þú segir nokkuð. En þú, í hvaða bekk ertu? — 3A. — Eintómar stelpur, er það ekki? — Jú, hvernig vissuð þið það? — Leyndardómur blaðamennskunn- ar, er ekki hundleiðinlegt í skólanum? — Nei, það er bara reglulega gam- an. Skemmtilegt félagslíf og mikið. Svo eru kennararnir miðað við annað, ágætir. — Þetta segirðu bara til þess að koma þér vel við þá. — Ekki er það verra. — Satt segir þú hin fróma. Nú, áttu ekki eitthvert annað áhugamál, «UC*N 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.