Vikan


Vikan - 29.12.1960, Side 23

Vikan - 29.12.1960, Side 23
y.v.y.v. Útgefandi; VIKAN H.F. Ritstjórl: ' Gisll Sígurösson (ábm.) Auglýslngastjúrl: jahannes Jörundssgn. FramkvaBmdastjóri: Hílmar A. Krlstjánsson, Rltstjórn og auglýslngar; Sklpholtl 33. Slmar: 35320. 35321, 35322. Pósthólf 149. Afgrefðsla og drclfíng: Blaðad rclf I n g. Mlklubraut. 15, stml 15017. Verð I fausa- sölu kr. 15 Askrlftarverð er 200 kr. árs- þrlðjungslega, grelðlst fyrirfram. Prent- un: Hllmlr h.f. Myndamót: Rafgraf h.f. lubtld l ^ðl & í næsta blaði verður m. a.: ♦ ♦ Líf hins lamaða — sönn frásögn úr daglega lífinu. Þau hlutu verðlaunin: Mynd og frásögn af ungu hjón- unum, sem hlutu húsgögnin í verðlanasamkeppni Yikunnar. tít á lífið. Smásaga úr Reykjavíkurlífinu eftir Elías Mar. Þátturinn hús og húsbúnaður: 1 híbýladeild. Markaðsins. Leynivopn áróðursins. Grein eftir dr. Matthías Jónas- son í greinarflokknum, Þekktu sjálfan þig. Karlmannafatnaður í ógöngum. Myndir og grein um þá sjálfheldu tilbreytingaleysins, sem karlmannafatn- aður er kominn í. Fimm þúsund milljón rakblöð á einu ári. Grein um rakblöð og rakstur. Hestamenning. Smásaga eftir Óla Ágústar. ? Getið þið fundið leiðina Þarna í miðjum skóginum hjó pabbi jólatré á jólunum, en það var varla, að hann rataði þangað. Haldið þið, að þið ratið? Þið skuluð reyna. i r ."*v .v.v.v.v v.v.v ijl Hrútsmerkiö (21. marz—20. apríl): Þú ert staddur á krossgötum í lífi þínu, og nú riður á að þú beitir skarpskyggni þinni og veljir rétta leið. Þetta er mun __ mikilvægara en þú gerir þér grein fyrir nú, en síðir mun það koma þér í koll, ef þú velur ekki rétta le:ð. Þú skalt varast allar þær freistingar, sem krefjast meiri pen- ingaútláta en fjárhagurinn leyfir. Heillatala 5. _______ Nautsmerkiö (21. apr.—21. maí): Þú tókst skyn- samlega ákvörðun i síðustu viku. 1 þessari viku er hætt við, að einhver, sem vill þér miður vel, reyni _______að fá þig til þess að skeyta þessari ákvörðun engu. Láttu ekki ókunna menn hafa of mikil áhrif á á- kvarðanir þínar. Þér hættir dálítið til Þess. Þú kynnist ung- um manni, sem þú munt umgangast talsvert næstu vikur, jafn- vel enn lengur. Heillatala kvenna 4, karla 9. Tvíburamerkiö (22. maí—21. júni): Það gerist frem- ur lítið í þessari viku. Láttu ekki óþoiinmæðina ná á þér tökum. Þú skalt aðeins varast eitt — að takn þér trúnaðarstarf, sem þú megnar ekki að rækja tii fulls. Það er að vísu erfitt að sætta sig við misbresti sína, en þú ert svo sem ekki einn um misbresti. Atburður um helgina veldur þér miklum heilabrotum. Krabbamerkiö (22. júní—23. júli): Þér hefur orðið fremur lítið úr verki undanfarið, en ef viljinn er annars vegar, getur þú bætt úr þessu svo um munar í þessari viku. Á miðvikudag væri heppilegast að ráðast. i þetta fyrirtæki, sem þú og góðvinur þinn hafið á prjónunum. Um helgina skýtur vandamál upp koliinum, sem þú færð aðeins við ráðið, ef þú lætur ekki eigingirni og eiginhagsmuni ráða í einu og öllu. LjónsmerkiÖ (24. júlí—23. ág.): Þú skalt fyrir alla muni forðast að taka stórar ákvarðanir i vikunni. Næsta vika er mun betur til þess faliin. Þú ert dá- lítið býlsýnn þessa dagana, en á sunnudag gerist dálitið, sem verður til þess, að öll bölsýni fýkur út í veður og vind. Líkur á skemmtilegu heimboði í vikunni. Var- astu þá að sýna þann eiginleika, sem þú hefur til þessa for- dæmt í fari annarra. Heillalitur rautt. Meyjarmerkiö (24. ág.—23. sept.): Nú fæst loks skor- ið úr máli, sem hefur valdið þér nokkrum áhyggj- um undanfarið, og verða lok þessa máls þér mjög ___ i hag Það gengur á ýmsu í vikunni. Þú skalt forð- ast að byggja þér loftkastala, enda þótt bjartsýni sé hverjum manni heilbrigð. Smáatvik um helgina verður til þess að áform þín breytast talsvert. Heillatala 7. Vogarmerkiö (24. sept.—-23. okt.): I þessari viku skiptir þig mestu, að þú komir vel fram við þá menn, sem þér er engan veginn vel við. Bf þú skeytir skapi þínu á þér ókunnum mönnum, munt þú aðeins hafa verra af. Amor verður mikið á ferðinni í vikunni og verður þess valdandi, að þú lendir í tveimur skemmtilegum smáævintýrum. Fimmtudagurinn er þér mjög mikilvægur, einkum þó kvöldið. Heillalitur grænleitt. Drekamerkiö (24. okt.—22. nóv.): Þú munt kynnast mjög skemmtilegri persónu í vikunni. Varast skaltu samt að vera ekki of uppáþrengjandi við hana, því að það gæti orðið til þess að hún fjarlægðist þig smátt og smátt, og væri það miður. Heimilislifið verður mjög frábrugðið því, sem var i fyrri viku. Um helgina átt þú á hættu að missa af gullvægu tækifæri, ef þú verður óstundvís. Heillatala 4. Bogmaöurinn (23. nóv.—21. des.): Mjög óvænt mun þungri byrði — liklega fjárhagslegri,— létt af þér fyrir tilstilli kunningja þíns. Reyndu nú að læra eitt- hvað af þessari reynslu. Þú verður að líkindum beitt- ur órétti í vikunni. Samt verður það til þess að þú eignast nýjan og tryggan vin. Líkur á stuttri ferð um helgina. Þér berst undarleg frétt í vikunni. Þú þarft samt engu að kvíða. _______Geitarmerkiö (22. des.—20. jan.): Satt er það, að þú hefur tekið miklum framförum undanfarið, en láttu samt ekki framgang þinn verða til Þess að þú ráðizt í verkefni, sem þú ræður engan veginn fram úr. Þú skalt ekki ráðast i nein stórræði á miðvikudag. Vik- an er mjög mikilvæg fyrir trúlofað fólk, enda þótt það komi ekki I ljós fyrr en síðar. Þú munt skemmta þér óvenjumikið í vikunni, og er það vel. Heillatala 7. Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. feb.): Ef þú dvelst að heiman í vikunni, skaltu gæta fyllstu varúðar í samskiptum þínum við náungann, svo að ekki hljót- ist verra af. Eitt kvöldið færðu heimsókn, sem þú hefur lengi beðið eftir. Gleymska þin gæti orðið til þess að þú missir af gullnu tækifæri. Vinur þinn kemur undar- lega fram við þig i vikunni, en þú skait ekki áfellast hann, nema þú vitir orsakir framkomu hans. Fiskamerkiö (20. feb.—20. marz): Hefur þú komið nógu vel fram gagnvart vinum þínum undanfarið? Stjörnurnar benda á, að vinum þinum misliki eitt- hvað í fari þinu. Þú veizt bezt sjálfur hvað það er, og sannarlega getur þú bætt úr því á stundnini. Lík- ur á skemmtilegu heimboði. Ef þú þarft að tala frammi fyrir mannfjölda. skaltu undirbúa þig vel. •.•Y*V*V*»VoV*V*V*%W*W*V*V*V*V*#*V*V*V*v*v*v*v*v*v.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.