Vikan


Vikan - 18.08.1960, Page 34

Vikan - 18.08.1960, Page 34
Sólarlag Framhald af bls. 7. lífs og sálar kröftum, en fékk ekk- ert svar. Sjálfur var ég svo máttfar- inn, að ég gat naumast staðið, og hugsunin um stúlkuna i sleðanum fyllti mig örvæntingu, því að ég var sannfærður um, að hún mundi frjósa í hel. Ég var sjálfur í skinn- mússu, en hún var aðeins í venju- legri úlpu. Og hún hefði sannarlega frosið í hel, ef ekki hefði verið for- ystuhundinum mínum, Díönu að þakka. Aðeins einu sinni á öld fæð- ist slíkur hundur hérna í freðmýr- unum. Ðiana hafði nagað sundur sleðatauminn, leitað mig uppi og vísað mér í áttina að sleðanum. Og þarna sat Katja, hljóð og hreyfingarlaus. Einmitt, hugsaði ég, hún er þegar frosin í hel. Og mér óaði við að snerta hana. En skyndi- lega sagði hún mjúklega: — Funduð þér slóðina? Ég vafði skinnmússunni minni utan um hana og ók henni hið skjót- asta til stöðvarinnar. Á sjúkrahúsinu voru allar tærnar á báðum fótum hennar skornar af. Meðan hún lá á sjúkrahúsinu, kom ég þangað á hverjum degi, en ég þorði aldrei að fara inn til hennar. Loks var hún brautskráð, og nokkr- um dögum siðar kom hún gangandi frá flugvellinum til heimskauta- stöðvarinnar. Og von hráðar kom liún einnig niður í plássið til mín. Og hún var glöð og kát, eins og ekkert hefði komið fyrir. Og Díana var ávallt eftirlæti og yndi hennar. Ég ók henni til haka á sleðanum eftir sömu slóð og áður. Og liún talaði og hló, hún söng meira að segja dálítið. Þá skildist mér, að hún Aukið blæfegurð hársins . .. með hinu undraverða WHITE RAIN shampoo-hæhr yðar hári. HEILDVERZLUNIN HEKLA H.F. Hverfisgötu 103 —- Sími 11275. WHITE RAIN fegrandi Shampoo . . . þetta undraverða shampoo, sem gefur hárinu silkimjúka og blæfagra áferð. þetta ilmríka WHITE RAIN shampoo . . . gerir hár yðar hæft fyrir eftirlætis hár- greiðslu yðar. Petta frábæra WHITE RAIN shampoo . . . lætur æskublæ hársins njdta sín og slær töfraljóma á það. Hvítt fyrir venjulegt hár — Blátt fyrir þurrt hár — Bleikt fyrir feitt hár. vildi létta af mér áhyggjunum með glaðværð sinni, forða mér frá þungu samvizkubiti af að hafa valdið lienni ævilöngum örkumlun ... í fyrsta sinn, sem ég sá hana, fann ég, að ég unni henni, en seinna ... seinna elskaði ég hana af öllu hjarta. Ég elskaði hana svo heitt, að ég skildi ekki, hvernig ég hafði farið að því að lifa áður en ég kynntist henni. Og í dögun næsta dag hélt ég til hennar, barði á gluggann og vakti liana. Þegar hún kom fram i forstof- una, sagði ég strax: — Viltu ekki giftast mér? En það vildi hún ekki. Já, í stað þess var eins og hún hefði særzt við þetta. Hún hélt vafalaust, að ég liefði beðið hennar vegna meðaumk- unar til þess að reyna að bæta fyrir afbrot mitt. Og mér varð ljóst, að henni mundi ekki snúast hugur, íafnvel þótt ég þrábæði hana að gift- ast mér. Þá hélt ég í norðurátt og hafði þar vetursetu. Og tilhugsunin um hana olli mér mörgum andvökunótt- um. Og þarna lá ég, bylti mér og hugsaði, hugsaði ... og hlustaði á ýlfrið í storminum ... Við hefðum betur bæði frosið í hel ... Og nú er hún gift, hún Katja min ... Katja mín. Hann hló bitr- um hlátri. Öðrum manni gaf hún ást sína, — ekki mérl — Hún hefur þekkt hann lengi, sagði ég, eins og til þess að verja Kötju. Þau þekktust i æsku, á skóla- árunum. — Einmitt? í æsku? Rödd Nikolajs varð skyndilega há og kraftmikil. Ég sá mér til undrunar, að þetta virtist hafa djúp áhrif á hann. Það var engu líkara en hann liti ekki lengur á Boris sem keppinaut. Hann var æskuvinur hennar, og þau höfðu bundizt heitum í æsku. Þess vegna hafði hún synjað öðrum. — í æsku, endurtók liann, síðan strauk hann hendinni yfir andlitið, eins og til þess að má burt öll spor svartsýni og sorgar. Síðan hló hann hásri röddu. — Og ég ... ég, sem ætlaði að skjóta hana í dag. Já, ég stóð lengi með byssuna fyrir utan gluggann ... Hann gekk skyndilega út, og nokkrum mínútum síðar kom liann aftur með snjóhvítan hund. Hund- urinn lagðist við fætur hans og bar höfuðið hátt og tignarlega. — Dina! Elsku Dina! hrópaði Katja. Síðan gekk hún fram, féll á kné og lagði hendurnar um liáls hundinum. — Dína er brúðargjöf mín til þín, sagði Nikolaj. Gestirnir þyrptust kringum Dinu og Kötju, og enginn nema ég tók eftir því, að Nikolaj hélt á brott. í dyragættinni staðnæmd- ist hann andartak og leit til Kötju. Hann horfði á hana eins og maður, sem horfir yfir freðmýrarnar á nóvembersólina, sem er að hverfa við sjóndeildarhring inn í óramyrk- ur heimskautanæturinnar. . Ég fór á eftir honum fram í for- stofuna. Ég vildi tala við hann, reyna að lijálpa honum, en ég vissi ekki, hvað ég átti að segja eða gera. Og það var eins og hann fyndi það, því að hann hrópaði skyndilega: — Vertu sæll, vinur! Siðan tók hann að hlaupa með hundaeykinu eftir snævi þakinni slóðinni, sem blikaði i köldu tungls- Ijósinu. Svipan small í loftinu, og síðan varpaði hann sér niður á sleð- ann og gróf andlitið í feldinn. Innan stundar var hundasleðinn horfinn fyrir nesið. Mig langaði ekki til þess að fara aftur inn, svo að ég varð kyrr og kveikti mér i pípu. Þá kom Katja hljóðlaust til min, og einhverra hluta vegna hvíslaði hún, er hún spurði: — Hvar er Nikolaj? Ég benti þegjandi á tvær dökkar rákir, — förin eftir stálsleðann í bláleilum snjónum. — Ég get ekki tekið við þessari gjöf af honum, sagði Katja lágri, raunamæddri röddu og opnaði skyndilega dyrnar. Dína stökk fram í fordyrið, stað- næmdist, virtist eins og hvít mynda- stytta eitt andartak, síðan gaf hún frá sér stutt, hvellt gelt, þegar hún kom auga á sleðaförin. Mér fannst hún fljúga yfir snjó- breiðuna. Brátt var hún horfin, eins og hún hefði leystst upp i kristalls- tæru loftinu. Svæsnir svikahrappar Framhald af bls. 13. Anaconda-hlutabréfunum. Hann kom aftur til gistihússins og sagði sínar farir ekki sléttar. Hann hafði tapað öllum peningunum! Thompson hvítnaði af vonzku og húðskammaði Pompey, en Baker sat þögull og raunamæddur úti í horni. Hann var skyndilega orðinn bláfá- tækur. En Thompson var ekki af Þeirri manngerð, sem svíkur vin sinn í neyð(!) Hann bauð Baker þegar til Tangier, þar sem hann bauð Baker stöðu fulltrúa við fyrirtæki hans. Þetta var að vísu ólán. sagði hann, en engin ástæða til að örvænta. Fyr- irtæki hans í Wall Street mundi von bráðar koma fótunum undir þá. Hann hafði reyndar einmitt í dag fengið veður af afar gróðavænlegu fyrirtæki, og ætti það að vera hægðarleikur einn að vinna sér inn þúsundir punda! Baker róaðist nú, og Það varð að samkomulagi, að tveir þeirra skyldu halda til Tangier. Á síðustu stundu kom eitthvað fyrir Thompson, svo að hann gat ekki farið, eins og á stóð, svo að Baker varð að fara einn til Tangier. Þegar hsuin kom til Madrid, beið hans símskeyti. Það var frá Thompson, sem tjáði honum, að hann yrði að breyta áætlun sinni, þar eð áform hans hefðu farið út um þúfur. Thompson kvaðst mundu hitta hann í borg, sem hann tilnefndi. Og í sakleysi sínu hélt Baker ferð sinni áfram. Þegar hann kom Þang- að, sem um var samið, beið hans enn eitt skeyti. Hann átti að fara þangað og þangað, og hann hlýddi í blindni. þangað til hann gafst loks upp og hélt til New York. Þar tók hann að at- huga málið, og ekki leið á löngu, áð- ur en hann komst að raun um, að hann hafði verið gabbaður heldur illilega. Hann hafði ferðazt um Evrópu endilanga eins og hlýðinn rakki. Hann tilkynnti þetta lögreglunni, og mér var falið málið í hendur sem fulltrúa Scotland Yards. Ég var ekki lengi að komast að því, hverjir Thompson og Pompey voru. En þótt við leituðum þeirra dyrum og dyngj- um, fannst hvorki af þeim tangur né tetur. Þrjú ár liðu, og við vorum næstum búnir að gleyma þessu máli. Þá til- kynnti lögreglan í New Jersey skyndi- lega, að Pompey hefði verið hand- 34 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.