Vikan


Vikan - 22.09.1960, Qupperneq 3

Vikan - 22.09.1960, Qupperneq 3
Hvað telst óhæft til flutnings í útvarpinu fyrst textinn ,,Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig“ er leyfður. Þessari uppástungu er hér með beint til réttra hlutaðeigenda. Hún virðist að minnsta kosti athugandi. Ef til vill yrðu nokkur vandkvæði á að koma þessu við, svona fyrst í stað, en svo ætti það að geta gengið af sjálfu sér þegar skipulagið væri einu sinni komið á. Enginn mun efa það að ungling- ar hafi gott af að kynnast framleiðslustörf- unurn af eigin raun. Að undanförnu hefur og talsvert verið gert í þá átt, þótt sá háttur, sem bréfritari stingur upp á. hafi ekki verið upp tekinn. ÞJÓÐLEIKHÚSFEItÐIR ÚT Á LANl) — Á SEGULBÖNDUM. Kæra Vika. Undanfarin sumur hefur Þjóðleikhúsið efnl til sýningaferða víða um land, og er það vel. En það er nú svo, að leikritin, sem það hefur valið til slíkra sýninga, hafa af eðlilegum ástæð- um verið við það miðuð, að þau væru sem hæg- ust í vöfum — leikendur fáir og fábrotinn leik- sviðsútbúnaður. Nú var ntér að detta í hug hvort það væri ekki tilvalið, að leikflutningur í Þjóðleikhúsinu væri tekinn upp á segulband, sem síðan væri lánað út á land til endurflutn- ings i félagsheimilum, sérstaklega þar, sem leik- félög eru starfandi. Þar yrði ekki aðeins um ákjósanlegt skemmliefni að ræða, heldur lika mjög lærdómsríkt og gagnlegt fyrir alla þá, sem áhuga hafa á leiklist, og þannig gæti Þjóðleik- húsið um leið bezt náð þvi takmarki að verða leikhús allrar þjóðarinnar. Vitanlega mundi þetta hafa nokkurn kostnað í för með sér, og væri ekki nema sjálfsagt að taka einhverja leigu fyrir, en auk þess tel ég að oft hafi verið veittur opinber styrkur til þess, sem óþarfara er. Með beztu kveðjum og þökk fyrir margar ánægjustundir. E. Hallgríms. Þetta virðist merkilegasta uppástunga, og vill pósturinn skora á þjóðleikhússráð að bregð- ast vel við henni. Að þessu gæti orðið mikill leikmenningarauki, því að þótt flest af þeim leikritum, sem Þjóðleikhúsið sýnir, séu flutt í útvarpið, hefur það ekki neitt svipaða möguleika í för með sér til áhrifa, bæði al- mennra og á leiklistina. Þannig mætti og gefa almenningi út á landi kost á að njóta þess bezta, sem flutt er á hljómleikum hér í borg, og er eiginlega merkilegt að ekki skuli hafa verið byrjað á þessu fyrir löngu. VÍTAMÍNSJÚKDÓMARV Kæra Vika. Er það satt, að fólk, sem etur of mikið af vítamínum, geti fengið einskonar vitamínsjúk- dórna? Ég lief heyrt þelta, en veit ekki um sönn- ur á því. Emma. Það mun ekki sannað, en hins vegar mun ofnotkun vítamínlyfja ailalgeng, og enginn ætti að vera að hrúga þeim í sig að nauð- synjalausu, hvort sem það er beinlínis skað- legt eða ekki. Ágæti póstur. Greinin um geiml'erðalögin um daginn var einhver sú bezta, sem ég hef lesið af þvi tagi. Blessaðir komið þið með meira af svo góðu. Árni Pálss. Kæra Vika. Ég las með atliygli grein um timann og gcim- ferðalögin, en ég er nú anzi hræddur um, að eitthvað gc-ti verið hæpið af þvi. Það var gam- an að henni samt. Kveðja, BP., Selfossi. Til Vikunnar. ... Mér þykir Matthias taka í lurginn á predikurum sértrúarflokkanna — en óneitan- lega komst hann vel að orði, þegar hann sagði þá „selja himnaríki við útsöluverði". Það er einmitt það sem þeir gera ... .Tói, Kópaskeri. Póstur. Mér þykir draumráðningarnar vera lengi á leiðinni. Ég sendi draum fyrir óralöngu og hann var fyrst að koma núna. Af hverju gengur þetta svona hægt. Þó borgaði ég 20 krónur fyrir. Ein af Nesinu. Það hefur borizt svo mikið af „draumabréf- um“, að það pláss, sem blaðið hefur ætlað slíku efni hrekkur varla til. Þar af leiðir það, að langur tími getur liðið. Svo var blessuð póstþjónustan að gera okkur lífið leitt rétt einu sinni með sínum 18. aldar póstlögum. Það má sem sé ekki láta slík bréf í póst nema að kaupa ábyrgð á þau, en við teljum vafa- samt, að lesendur nenni að hafa fyrir því og þess vegna höfum við fallið frá kröfu um greiðslu og geta þeir, sem vilja fá drauma ráðna, sent bréfin til Vikunnar án greiðslu og þeim verður komið á framfæri. — Þetta var elskuleg stúlka, en hundkvikindið hennar hafði ekki alveg sama álit á mér. —Hesturinn er til reiðu, fru! — Heyrðu vinur, þetta er ekki nokkur sala hjá þér. Keppinautur þinn hérna neðar í götunni seldi 10 sinnum meira í dag. VIKAN ð

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.