Vikan


Vikan - 22.09.1960, Page 6

Vikan - 22.09.1960, Page 6
í Efri-Lág gaf að líta snör Þorsteinn frá Hamri: 9 handtök; Bjarni Bjarnason var að starfi við bse sinn og mátti sjá, að þau h ITS A II I I |fl I. j-Margrét höfðu fararsnið, Var Bjarni í óða kappi að mölva amboð og innan- stokksmuni. Kistur og kirnur braut hann í mél, bita og sperrur úr bað- Einn snauður skelmir eingist á jörðinni meðan böðullinn reigist við og Ivih.-adir hrísið á beinaberum hryggnum. Yfirvaldið telur liöggin, 1 rjú fjögur fimm og áfram; forvitnir sveitúngar standa í hnapp og virða fyrir sér holdið þegar það tálgast uppúr hryggleingju náungans, sem titrrr snöggt við hvert liögg og gefur annað veifið frá sér veika stunu; unz piningargleði stjórnarvalda og böðuls lætur manntötrið kyrrt Iiggja á flötinni með blóðugt bakið og lætur til skarar skriða við næsta bófa. Að þessu sinni gánga þrír hvinnskir bændur undir kagstrýkíngu. Og hetja dagsins strýkur svitann af enninu og geingur hróðug til sýslumanns með blóðugan vönd í hcndi. I'etta skeði að Staðarbakka í Helgáfejlssveit um góulokin 1749. Sýslu- maður þíngar þar um nokkur mil; og .heizt frægðarverk réttvisinnar þennan dag er kagstrýking þrjggja manna: Ormur Vigfússon í Kol- gröfum hafði stolið til tveggja liundraða eða meira i Akureyjum í Helga- fellssveit, og Bjarni bóndi í Akureyjum hafði árið áður framið þjófnað að Seijum f Helgafellssveit ásamt mótbýlismanni sinum Guðmundi Gunnlaugssyni. Sýslumaðurinn var Guðmundur .Sigurðsson á fngjaldshóli. Hann hafði haft sýsluna frá 1739, ríklundaður kallaður og ekki vinsæll af sumum mönnum; sagður hinn fégráðugasti ef svo bar í veiði. En á Bakkaþíngi skeður fleira jiennan dag; maður sver fyrir barn- getnað. stofunni, sex eða sjö potta, þar aí einn sem tók fimm eða sex fjózðunga, en mælt er að honum haíi t sést í flýtinuift yfir einn pott. — Fatnað allan gjör- LEIÐIN Á BRIMARHÓLM. Píslargánga íslenzkrar alþýðu var á hræðilegasta hjallanum. Á 18. öld herjaði kúgun danskra ásamt eldplágum og drepsóttum og murkaði líftóruna úr almúganum. Þeir aumustu og smæstu voru hraktir út á gaddinn þarsem lífið tærðist úr j>eim á milli bæjanna. Flestir „afbrota- mcnn“ þeirra tíma voru í tölu þessara lifandi breinagrinda sem af veikum mætti hnupluðu einhverju smáræði, fáeinum fiskum eða snær- isspottum. Búandi fólk svalt lika heilu húngri. Allir voru undir eina sök seldir nema þeir sem sátu á gömlum merg auðs og metorða eða voru leppar Dana. Tugir þjófa voru hýddir og markaðir árlega I sumum sýslum. Þeir sem meira var haft við voru heingdir eða sendir i þrælkunarhús Brimarhólms þarsem böðlar lömdu og píndu oft lítið úr vesalingunum á stuttum tíma. Þeir sem ekki voru dæmdir í ævilánga þrælkun komu því sjaldnast aftur nema dvölin væri því skemmri; og þeir sem feingu að sjá sína voluðu ættjörð á ný — menn sem tæpast var hægt að drepa —, voru þá bæklaðir og brotnir. Það var mjög algeingt á þessum áruin að ruplað var úr verzlunar- húsum Dana meðan ]>au biðu læst og mannlaus yfir vetrartimann. Þeir sem hlýddu á kveinstafi barna sinna í matarlausum kofunum tóku stundum til sinna ráða þarsem kornvaran beið innsigluð á næsta leiti. eyðilagði hann, utan þann er hann bjóst til að hafa með í fözina og kýrnar stakk hann allar með hnífi til dauðs. — ÞÓRDÍS ÞJÓFAMÓÐIR OG BÖRN HENNAR. Á fyrstu áratugum aldarinnar bjó sá maður að Grund í Eyrarsveit er Jón hét og var Þorleiksson. Kona hans hét Þórdís og var Bjarna- dóttir frá Saurum í Helgafellssveit Hannessonar. Dagfarsleg deili vitum við eingin á þeim hjónum, en það er í frásögur i'ært að Þórdls var almennt kölluð þjófamóðir; enda er það mergur málsins að þeim hjón- um varð barna auðíð, átta að tölu. Hannes hét sonur þeirra, annar Einar, þriðji Bjarni, fjórði Bjarni ýngri, hann var kallaður öskubak, fimmti Jón, er alla jafna var kallaður Grundari; en dætur Margrét, Sigriður og Björg. Það segir af þeim systkinum að þau voru miður vel þokkuð og snemma kennd við margvíslegan skelmisskap. Hannes kvæntist Guðrúnu Ólafsdóttur Helgasonar frá Draungum á Skógarströnd, og bjuggu þau fyrst að Straumi á Skógarströnd en síðan að Vatnabúðum í Eyrarsveit. Hannes var sagður harðdrægur og aðsjáll. Margrét var þcim manni gefin er Bjarni Bjarnason hét, og bjuggu þau i Efri-Lág.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.