Vikan


Vikan - 22.09.1960, Síða 7

Vikan - 22.09.1960, Síða 7
sfju Bjarni cldri var kvæntur Gujríði nokkurri Vigfúsdóttur, og bjuggu þau að Grund. Þegar liér var komið sögu, 1749, var Bjarni látinn, en til bús með Guðríði hafði ráðizt bróðir lians, Bjarni öskubak, og voru þau búsett í Akur- eyjum. Almannarómur hafði í flimtingum að þau væru lielzti nærgaungul hvort öðru og Stóra- dómi, og 22. desemher 1748 vildi svo til að Guðriður ól barn. Hún brá þá á sitt ráð og kenndi það Bárði nokkrum Sigurðssyni. Og það er Bárður þcssi sem sver fyrir barn Guðríðar á fyrrnefndu Bakkaþíngi, sama dag- inn og bróðir liennar Ormur er hýddur þar ásamt friðlinum Bjarna öskubaki og öðrum til. / 500 VÆTTUM STOLIÐ. Þarsem Bárður hafði nú svarið fyrir faðernið, lá beinast við fyrir sýslumann að taka tillit til þess orðróms sem ýmsir menn virtust fúsir að staðfesta um samlif Guðriðar og Bjarna ösku- baks; enda ákvað hann að tekin skyldu vitni kunnugra að sambandi þeirra hinn 5. maí ])etta vor, og skyldi þínga um þetta heima á íngjalds- hóli. En ýmislegt fleira lá i loftinu um þessar mundir. Atburði sem skeð hafði fyrir þremur árum' skaut snögglega upp í hugum manna: Þegar danskir opnuðu kaupmannshúsin í Grundarfirði vorið 1740 þótti þeim heldur hafa um skipazt. Voru liorfnar vörur úr búðunum sem svaraði 500 vættum. Grunur féll á Jón Grundara og Orm Vigfússon, scm þá var á Grund, og skipaöi kaupmaður að þeir skyldu handsamaðir og settir í varðhald. Grunur sem þessi var ekki ný bóla gagnvart Grundarfólki; t. d. 1736 hafði það verið grunað um þjófnað úr búðunum en ekkert varð sannað um það. Um þessar mundir stóð bærinn á Grund á svoköll- uðum Grundarkambi neðan Grundarár og voru búðirnar svotil við bæjarvegginn. Um mál Jóns og Orms var svo þíngað tvisvar um sumarið án þess að nokkuð yrði fullkomlega sannað uppá þá félaga. Um haustið var þeim svo sleppt þeg- ar þingað var i þriðja sinn, og h’utu þeir ekki dóm eða verulegan fjárhagskostnað af varð- haldinu. Þetta mál hafði nú legið i þngnargildi um hrið; en nú var heldur en ekki komið kvis á gáng. Bjarni öskubak Iiafði sleppt leyndarmálinu við fyrrnefndan Bárð Sigurðsson og „einn fróm- an mann“ Guðmund Einarsson: kvaðst liafa verið að stuldinum 1740 í Grundarfirði ásamt þeim syslkinum sinum: Jóni, Bjarna eldra, Hannesi, Einari og Margréti í Efri-Lág; einnig Orini Vigfússyni og Guðríði; og hefði Kristín Þórðardóttir, vinnustúlka á Grund, verið i vit- orði með þeim. Og' eins og nú stóðu sakir fyrir þeim Bjarna og Bárði, var ekki að furða þótt Bárði e. t. v. liðkaðist um málbeinið við kunníngja sína og réttvísina. En nú skeðu óvæntir atburðir. Þann fjórða i páskum sem bar uppá 9. apríl bar gest að garði hjá Hannesi Jónssyni i Vatna- búðum: Einar bróðir hans þeysti í hlaðið. Hannes tók bróður sínum opnum örmum en hvað þeim fór á milli cr þeir tóku tal saman vitum við ekki, enda öll likindi á að það sem segja þurfti hafi fyrr verið rætt. Hitt er víst að þeir tóku nú til starfa af miklum móði. Hannes átti nýjan áttæríng. Þennan farkost tóku þeir bræður og hrundu honum fram með hjálp heimamanna. Að því loknu báru þeir góss á skipið: skrinu, kistu, tvo poka og eitthvað af fiskmeti. Húsfreyja stóð með barn þeirra úngt við hönd sér og sá á athafnir bræðranna. Hannes vatt sér að henni. ]ireif til svuntu hennar og skar af henni silfurhnappa sem hann hafði áður fært henni að gjöf. Hann síakk og á sig nokkrum kverum, þeirra á meðal grallara og postillu, — og 12 ríkisdölum. Síðan geingu þeir bræður til skips og er ekki vitað hversu margt var um kveðjur. t fjörunni vék Einar sér að uppeldissyni Hannesar og bað hann þiggja hest sinn að gjöf: þessu hafnaði pilturinn. Einar tók þá hnlf sinn, hratt hestinum úti flæðarmálið og gekk þar al' reiðskjóta sinum dauðum. Hannes hað vinnumann sinn, Guðmund að nafni, að fylgja þeirn áleiðis, og gerði hann svo. Stefndu þremenningarnir síðan beinustu leið yfir fjörðinn til Lágaróss. A leiðinni hafði Einar orð á þvi að Guðmund- ur vinnumaður skyldi slást að fullu í förina; en það aftók Hannes og kvað Guðmund ráða ferðum sinum. Er þeir félagar tóku land í Lágarósi vélc Ilann- es sér að Guðmundi og sagði tionum að hvílast og sofa þar við skipið meðan ]>eir bræður geingju heim til Efri-Lágar. Guðmundur tók þessu boði með þökkum: i þann tíð áttu hjú þvi ekki að vcnjast að þau væru heðin að sofa. BRJÁLAÐUR MAÐUR AÐ VERKl. í Efri-Lág gaf að lita snör handtök; Bjarni Bjarnason var að starfi við bæ sinn og mátti sjá að þau Margrét höfðu fararsnið. Var Bjarni i óða kappi að mölva amboð og inqanstokks- muni. Kistur og kirnur braut hann i mél, bita og sperrur úr baðstofunni, sex eða sjö potta, þar af einn sem tók 5 eða 6 fjórðúnga; en mrelt er að honuin sást í flýtinum yfir einn pott, — hann stóð þarsem skugga bar á í einu horninu. Fatnað allan gjöreyðilagði hann ,utan þann er hann bjóst til að hafa með í förina. Vinnukona sat á baðstofupalli incðan Bjarni bóndi gekk þennan berserksgáng, þartil hann vék að henni orðum og skioaði að hún smalaði fé lians hið snarasta. Hún hlýddi, fann ])ó ekki nema nokkurn hluta fjárins; en bóndi tók jafn- ótt við þvi og brytjaði til nestis sér. Þau hjón áttu barn úngh Margrét húsfreyja var heilsuveil um þessar mundir en lét eingan bilbug á sér sjá; og það segir hclzt af hennar tiltektum að hún þreif barnsliúfuna, skar af henni nokkrar silfurplentur og varðveitti; hún skar og spjarirnar utanaf barninu og lét það síðan eftir hjá vinnukonunni. Að þessum aðförum loknum geingu þau hjón úr hlaði ásamt þeim bræðrum, Hanncsi og Einari. í túninu nösluðu kýrnar, fjórar að tölu. Bjarni lagði ]iær allar með hnífi i hálsinn til dauðs. Ein ]>eirra átti mánuð eftir til tals; — henni veittist Bjprna erfiðast að sálga, þvi hún styggðisl hann og hljóp undan leingi, unz hún féll fyrir hnífnum einsog hinar. Síðan gekk fólkið lil sjávar. í fjörunni lá bátur sem Bjarni átti. Þar tók Bjarni enn til starfa, gerði harða grjöthríð að bátnum og molaði hann. Gaiomundur vinhumaður beið við skipið. Hannes tók liann tali: þakkaði honum allan starfa sinn og bað hann að fara í skiprúm sitt útá Hjallasandi, cn þar hafði Guðmundur róið um veturinn; Hannes bað hann eiga seinni vertíðarhlutinn uppi kaup sitt. Siðan kvaddi hann vinnumann sinn með virktum og við þetta skildu þeir. Áður en lagt var frá landi tók Hannes tvær árar úr skipinu og lagði þær við naustirnar, kvað Lágarmenn mega brúka l)ær ef þeir þyrftu með. Bjarni heyrði þetta, brá við hart og mölv- aði báðar árarnar. Einginn hlutur skyldi þeim er til kynnu að koma að gagni verða. Á skipinu voru nú töluverðar vistir: reka, páll, ljár, lilill pottur, vatnsfata. færi, löðir og nokkur matfaung. Að svo biinu lagði fólkið frá landi og ýmist sigldi eða reri. Útá miðum hittu þau bát úr Eyrarsveit. Tóku þau bátsverja tali og keypti Einar skinnstakk af einum þeirra. Siðan var ferðinni haldið áfram sem hraðast mátti. Þeirra beið óvissan ein. HÚÐLÁT OG DAUÐADÓMAR. Til skipsins sást úr landi um sólarlag ])etta kvöld, og daginn eftir sást það innarlega frami flóanum. Síðar fréttist að 12. april hefði það komið i Keflavik vestra og feingið fylgd vesturyfir Látraröst. Þarmeð cr þetta flóttafólk horfið okkur fvrir fullt og allt, og hvort þvi hefur tekizt að ná duggum við Vestfirði einsog ætlunin var eða það hefur farizt i sjó, verður aldrei upplýst. Munnmæli fullyrða að fólkið hafi komizt í dugg- ur og styðja sitt mál með þvi að Hannes hafi síðar sent konu sinni silfurhnappinn, þá stadd- ur í Hollandi. Guðmundur sýslumaður á fngjaldshóli ákvað að svo konmu máli að gera eitt úr tvennu og þínga um Grundarfjarðarmál ásamt faðernis- málinu ])ann 5. maí. Lét hann nú handtaka Orm Vigfússon að nýju, Jón Grundara, Bjarna ösku- bak og Guðriði og lét færa sér þau heim að Framhald á bls. 31.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.