Vikan


Vikan - 22.09.1960, Page 8

Vikan - 22.09.1960, Page 8
 Smásaga eftir Iwan Bunin i „Ég Þekki svona konur,“ sagði konan. „1 mennta- skóla átti ég slíka vinkonu. Hún hefur sjálfsagt verið móðursjúk." Maðurinn leit upp og starði stundarkorn á hana, en það var eins og hann horfði á eitthvað bak við hana. „Það getur vel verið," sagði hann og yppti öxlum, „og því frekar sem hún líktist móður sinni ...“ Hann þagnaði og augnaráð hans fjarlægðist aftur. „Móð- irin var af austrænni furstaætt," hélt hann áfram eftir góða stund, „og leið af ákaflegu þunglyndi. Hún lét bara sjá sig við máltíðirnar, þá kom hún, settist, hóstaði svolítið, leit aldrei upp og var sí- fellt að hreyfa hnífapörin til og frá, og þegar hún allt í einu sagði eitthvað, talaði hún svo hátt að allir hrukku i kút.“ „En faðirinn?" „Líka mjög þögull, grannur og hávaxinn. Hann var liðsforingi á eftirlaunum. Það var aðeins son- urinn, sem var óbrotinn og elskulegur, en það var honum sem ég kenndi." „Hvað hét hún?“ spurði konan. „Hvað hét stúlkan?" „Rusja,“ sagði hann og endurtók nafnið lágt, „Rusja." „Hvaða nafn er það eiginlega?" „Ósköp einfalt, það er Marusja." „Jæja, hvernig var þetta svo, varstu mjög ást- fanginn af henni?" „Vissulega. Eða að minnsta kosti fannst mér ég vera hræðilega ástfanginn af henni.“ „En hún?“ Hann þagði um stund og sagði síðan stuttlega: konan hallaði sér að öxl hans. „Fyrir löngu dvaldist ég á þessum slóðum í sumarleyfi," sagði maðurinn allt í einu lágt. „Ég var heimiliskennari i þorpi hérna skammt frá ...” Það varð löng þögn og svo tók hann aftur til máls. „Það var leiðindahola. ömurlegur skógur, full- ur af mývargi og engisprettum. Hvergi var fagurt um að litast. Sjóndeildarhringinn sá maður aðeins úr kvistgluggum hússins, sem var byggt í rússneskum sveitasetursstíl, en allt i niðurníðslu. Elgendurnir voru eignalaust fólk. Bak við húsið var stórt flæmi, einhverskonar skemmtigarður og í honum vatn, sem eiginlega hvorki var hægt að kalla stöðuvatn né fen. Umhverfis það uxu eskigras, fifa og lækjasól- eyjar." „Auðvitað hefur svo verið ung dóttir í húsinu, sem leiddist og reri fram og aftur á þessu feni,“ sagði konan og leit glettnislega á manninn. „Já, þannig var það í rauninni," sagði hann, „nema hvað ungu stúlkunni leididst alls ekki. Eg reri oft með henni á kvöldin, og okkur fannst það meira að segja mjög rómantiskt." Nú þaut lestin fram hjá. Ljósin í gluggunum runnu saman í langa, lýsandi slöngu og um leið var hún horfin. Hraðlestin byrjaði þegar að hreyfast. Lest- arþjónninn kom inn i svefnvagninn, kveikti ljósin og lagfærði rúmin. „Jæja, hvað varð svo úr þessu með þig og stúlk- una?" spurði konan. „Varð þetta eitthvað sögulegt? Þú hefur aldrei sagt mér frá henni. Hvernig var hún eiginlega?" „Hún var há og grönn," svaraði maðurinn hugs- andi. „Hún klæddist gulum sarafan og á berum fót- unum hafði hún bændaskó, reimaða með marglitum uliarböndum." „Sem sagt öll I rússneskum stíl," sagði konan. „Frekar í stil fátæktarinanr, mætti segja. Hafi maður ekkert til að fara í, klæðist maður einfaldlega sarafan. Annars var hún listakona, nemandi í Stroganovska málaraskólanum. Sjálf var hún líkust málverki. Hún var með eina langa, svarta fléttu, brúna húð með litlum dökkum fæðingarblettum, grannt, beint nef, dökk augu og svartar brúnir. Við _ ______ _____ ________ gula sarafaninn og hvítar ermar léreftsblússunnar ar þegar hún gekk líni á hælalausum'skónurm var útlit hennar töfrandi," 0$% Framhald á bls. 10, !

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.