Vikan


Vikan - 22.09.1960, Qupperneq 10

Vikan - 22.09.1960, Qupperneq 10
Einu sinni haíði hún vöknað í fæturna í rigningu og hafði hlaupið inn í stofu úr garðinum. Hann hafði kastað sér niður fyrir framan hana og klætt hana úr skónum og kysst granna, vota fætur hennar. Slíka ham- ingju hafði hann aldrei framar á ævi sinni fundið. Ferskt og ilmandi regnið féll æ hraðar og ofsalegar úti fyrir opnum svaladyrunum, og inni í hálfrökkri húss- ins sváfu allir miðdegissvefninum. Hræðilega höfðu Þau hrokkið við, þegar svartur og eirgrænn hani, með stóran eldrauðan kamh, hafði alit i einu komið hlaupandi utan úr garðinum. Kiáernar smullu á gólfinu og það var eins og hann hefði gleymt. allri varkárni. En þegar hann sá þau spretta upp af legubekknum, þaut hann með lafandi stéiið. eins og niðurbrot.inn af blygðun út, í regnið aftur. Einn heitan dag stakk Rusja upp á þvi að þau færu að róa út á vatnið. GraSið á bakkanum, þakið gulum blómum, var fullt af heitum raka. Daufgræn fiðrildi flögruðu yfir vatninu. Hann ýtti bátnum frá landi með árunum, dýfði honum i svalt vatnið og dró hann með kjölinn út að vatninu yfir vatnspiönturnar, fram hjá gulum lækjasóleyjum og grænu eskigrasinu. „Þett.a er gaman, er það ekki,“ kaliaði hún glaðlega. „Yndislegt," svaraði hann og tók af sér húfuna og rétti henni. „GeHð svo vei og kastið húfunni minni á þóftuna við hlið yðar, annar.s déttur hún á botninn og bað verður að segjast að hún er ekki vatnsheld." Hún tók húfuna og lagði hana á hnéð. „Gerið yður ekkert ómak, hendið henni bara ein- hversstaðar," sagði hann snöggt. „Nei, ég ætia að varðveita haria," sagði hún lágt. Hann varð undarlega hrærður og setti árarnar niður í djúpið, milli vatnaliljanna á giitr'andi vatnsfletinum. Skyndilega veinað; hún og bálurinn hallaðist á aðra hiiðina. Hún hafði rétt út höndina eftir vatnaliiju og togað svo fast, í stöngulinn, að hún datt og var nærri búin að hvolfa bátnum. Hann gat rétt náð taki undir handleggi hennar, áður en hun datt. En þá féli hún á bakið á afturlyftinguna, hló og skvetti vatni af votri bendinni i andlit hans. Þá greip tiann hana aftur og án þess að hugsa sig um kyssti hann brosandi varir hennar. Hún tók eldsnöggt um hálsinn á honum og kyssti hann hálf klaufalega á kinnina. Eftir það byrjuðu þau að róa um vat.nið á næturnar. Næsta dag eftir miðdegisverðinn í gárðinum kaliaði hún til hans: „J^lskar Þú mig?“ Hann minntist kossins í bátnum og svaraðl r.tlriðufulit: „Frá því að ég sá þig fyrst," „Og ég líka,“ ;agði hún og bætti við eftir að hafa hugsað ;sig um: „í kvöld, þegar allir eru hátt- aðir, skulum við fara Þangað aftur og bíddu eftir mér. En vertu varkár, þegar,.þú ferð út úr húsinu, því mamma vakir yfir hverju fótmáli minu. Hún er hræðilega af- brýðisöm. Um kvöldið Bom hún að vatninu og hal'ði ábreiðu undir hendinni.’ Hann var eins og í leiðslu af gleði og spurði bara ruglaður: „Til hvers ábreiðu?" „En hvað þú ert: heimskuf,“ sagði hún hlæjandi. „Það verður kalt, og við munum þarfnast þess. ,Tæja. sezt.u fljót.t, og róðu yfir á hina ströndina." Á leiðinni þögðu þau bæði. Þegar þau komu að skógi vöxnum bakkanum sagði hún: „Jæja, hér erum við komin. Komdu til min. Hvar er ábreiðan? Hér er það. Dúðaðu mjg, mér er dauðkalt. Seztu héina hjá mér. Já, svona, nei, bíddu, ég ætla fyrst aðeins að kyssa þig.“ Hún kyssti bliðlega varir hans og snerti þær varla. Hann svimaði af geðshræringu og hún lá alveg hreyf- ingarlaus i örmtim hans. Svo sagði hún: „Mamma segir að hún mundi' ekki lifa það af ef ég gifti mig, en ég ætla ekki að hugsa meira um það núna.“ T mildu hálfrökkrinu voru hin dökku augu hennar oe svarta hárið umvafið fléttunni ævintýri líkust. Hann kjfsti hendur hennar og gat ekki komið upp orði vegna þessarar næstum óbærilegu hamingju. Það var eins og eitt.hvað hreyfði sig öðru hverju í skóginum á strönd- inni og svo var eins og þetta stæði aftur kyrrt, um- kringt af maurildi, stæði og hlustaði. Hér og þar brak- aði lágt í einhverju. Rusja lyfti uþp höfðinu. „Biddu. hvað er þetta,“ hvísl- aði hún lágt og óttafullt. „Vertu ekki hraidd,“ sagði hann róandi. „Þetta er sjálfsagt froskur að skrlða um á ströndinni eða ugla í skóginum.“ „En ef það væri nú einhyrningur," sagði hún æst. „Hverskonar einhyrningur?“ spurði hann undrandi. „Ég veit það ekki. en ímyndaðu þér bara að allt i einu kærni einhyrningur út úr skóginurri og stæði þarna og öskraði. Æ, mér liður svo vel. að mig langar tii að tala tóma vitleysu." Aftur þrýsti hann höndum hennar að vörum sér og kyssti þær eins og Þær væru heilagar. í augum hans var hún orðin að nýrri konu Bak við dökkan skóginn hafði græn rökkurbirtan ekk- ýprt dofnað og endurspeglaðist ,nú i vatnsfletifium. :;ÍIryllilegir, svefnlausir gullsmiðir flögruðu yfir bátnufn Dg sífellt skrjáfaði, brakaði og klóraði einhversstaðar eitthvað. Einni viku seinna var hann, örvilnaður yfir að skilja við hana svo skyndilega, rekinn út úr húsinu með skömmurn og svívirðingu. Framhald á bls. 25. Eins og auglýst var í Vikunni á sínum tíma, hlaut Gunnar Friðbjörnsson, Hofteigi 34, verðlaun í verðlaunakeppni þeirri, er heitið var fyrir fyrir Kaupmannahafnarferð að launum. Gunnar varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík nú í vor og þótti tækifærið sannarlega kærkomið til þess að lyfta sér ærlega upp. Vinningurinn gilti fyrir tvo og Gunnar bauð með sér félaga sínum, sem líka heitir Gunnar og hafði áður verið í Höfn, en Gunnar Friðbjörnsson hafði aldrei komið úl fyrir pollinn. Vikan hafði Ijósmyndara á höttunum í einn dag og hann fylgdi Gunnari eftir. Hér sjáið þið nokkrar svipmyndir frá dvölinni í Kaupmannahöfn, og_ er skemmsl frá því að segja, að þeir félagar skemnitu sér konunglega og Flugfélag Tslands flutti þá heim heilu og höldnu með sælar endurminningar. Verzlanirnar voru mjög freist- £> andi, en pyngjan ekki að sama skapi þung. Hér er Gunnar Friðbjörnsson að skoða i sýn- ingarglugga á hinni frægu sölusýningu danskra listiðnað- armanna „Den Permanente" við Vestei'brogade. Tívoli er heil dásemd, hvort sem er að nóttu eða degi. Þessi mynd er tekin að degi. Þar sést tjörnin og bak við hana kin- verski turninn. <] Mjög venjuleg gata þetta, en ef Islendingar á ar.nað borð koma auga á skiltið með heiti hennar. fer ekki hjá því, að þeir staldra við og líta í kringum sig. Gat- an heitir nefnilega Brimar- hólmur og í sambandi við það nafn koma fram í hugann ýms- ar hrollvekjandi endurminning- ar um pyntingar og þrældóm frá árum danskra yfirráða á íslandi. <] Jú, hvað haldið þið. — Þarna var Vikan í allri sinni dýrð á sjálfri Vesturbrúargötu. En þegar betur var að gáð, var það skóbúð með þessu nafni. Gunn- ar kemur þarna út eftir að hafa keypt skó á systur sína. Hann á nefnilega enga kærustu enn- þá — eða svo segir hann. 10 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.