Vikan


Vikan - 22.09.1960, Blaðsíða 16

Vikan - 22.09.1960, Blaðsíða 16
Ætlarðu að í fyrsta Fyrsta almennilega boðið, loksins kom að þvi og þú ert aS verSa eins nerfus og leikari fyrir frumsýningu. Það er ósköp auðvelt að segja, taktu þessu með ró, en fyrsta boðið á nú að vera alveg sérstak- lega vel heppnað, og hér eru nokkur góð ráð til þess að svo verði. Fylgið þið þess- um ráðum, er engin ástæða til að vera taugaóstyrkur, þó við annars viðurkenn- um að það eru margir hlutir sem þarf að taka tillit til. Ef við göngum út frá því að boðið hafi verið með viku fyrirvara, gestirnir séu af báðum kynjum og það eigi að dansa bæði fyrir og eftir matinn, á að byrja á því að bjóða eins mörgum og hægt er, með tilliti til húspláss og peninga. Þá er- uð þið búnar að ganga frá því að gestirnir geta skemmt sér sjálfir. Það er góð — og sönnuð regla — að hafa fleiri föt með smurðu brauði og Olnbogarnir Það kemur í ljós þegar farið er í erma- lausu blússuna eða selskapskjólinn, hvort handleggirnir eru vel hirtir. Hafa þeir ekki fengið ofurlítið af næringarkremi af og til um leið og andlitið? Svo er nauðsynlegt að þurrka upphandleggina hraustlega með grófu frottihandklæði, annars er hætt við að þar myndist eilífðar-gæsahúð. En hvað með olnbogana? Ef að eitthvað vantar á að þeir séu í góðu lagi, þá er hér ráð til þess að kippa því i lag. Takið sítrónu og skerið hana í tvennt og setjið sinn helming á hvorn olnboga, sitjandi í hægindastól. Safinn úr sítrónunni gerir húðina hvíta og mjúka. Gleymið svo ekki að halda henni í horfinu með því að bera feitt, nærandi krem á olnbogana daglega. hafa boð skipti? meira af ávaxtasafa (eöa hvaö þiö hafið nú hugsað ykur að hafa á boðstólnum) en þið höfðuð hugsað ykkur. Þá þarf eng- ar áhyggjur að hafa af því að þetta sé ekki nóg. Og svo skulutj þið endilega ekki veigra ykkur að fá lánaðar plötur hjá einhverj- um kunningjum, ef þið hafið ekki nóg. Þið skuluð heldur ekki vera hræddar við að biðja eina eða tvær vinkonur um að hafa auga með grammófóninum eða at- huga hvort ekki vanti meiri mat. Þær munu ekki taka það illa upp, þeim finnst það aðeins skemmtilegt að hjálpa svolít- ið til. Fullkominn gestgjafi kemur þvi einnig þannig fyrir að hún þarf ekki að vera fimm minútur i burtu frá gestunum eftir að boðið er byrjað. Allt sem hægt er að gera fyrirfram á að vera búið og gert áður en fyrsti gesturinn hringir á dyra- bjölluna. Yertu gestgjafi, en fyrst og fremst góð- ur og skemmtilegur félagi. Vel undirbúið boð passar eiginlega upp á sig sjálft. Svo vænta gestirnir þess líka að gestgjafinn skemmti sér. t>að er allt búið. Eg fékk bréfið I morgun. Hvernig á ég að komast yfir þetta? AC Kalli skuli geta gert þetta. ViO sem höfum átt svo mikiO sameiginlegt, á ötlum sviO- um. Ég hélt ég ætlaCi aO deyja, þegar ég sá uppsagnar- bréfiO. Mamma varC aO hringja í vinnuna og segja aO ég væri veik. Þaö er ég lika, sálarlega. Enginn skilur mig. Jafrivel mamma er alveg samúOarlaus. Taktu þetta ekki svona alvarlega, segir hún alltaf, þetta lagast af sjálfu sér. Ef ég væri þú mundi ég fara út meC Óla í kvöld, hann er búinn aO hringja þrisvar, þar aö auki er hann reglulega skemmtilegur. Ég er búin aö segia henni aO ég öskra, ef hún nefnir Óla einu sinni enn. Ég þoli þetta ekki; ég ætla aC ganga í klaustur. Þaö er einkennilegt aO maður skuli ekki fá leyfi til aC syrgja í friöi, ligg.ia og grenja allan daginn . .. Aö hún skuli ekki skilja það. Eg hef tekið öll bréfin hans fram, þau eru ekki mörg. en því dýrmætari eru þau fyrir mig. En ég held, ég ætti að uppræta þetta allt. Myndirnar, sem ég á af honum, skal hann fá aftur. Það má ekkert minna mig á hann, nú ætla ég aö byr.ia nýtt lif, ég verð neydd til þess. Ég ætla að taka mig saman, það er ekkert eins gott við ástar- sorg og vinna. Vinn- an á að vera athvarf mitt ... Annars get ég ekki séð, hvernig það á að verða, þegár hún er svóna hræöi- leg eins og mín er. Kannski ég ætti að reyna tómstunda- vinnu. Já, þá man ég eftir þvi; að ég verð að fá mér nýjan kjól fyrir ballið á laugar- daginn. Ég verð að bjóta eins og skot niður I bæ og finna eitthvað I kjól. Seinna sama dag. Allt er gott begar endirinn er góður. Ég fékk rejmdar ekki kjól, en hverjum hald- ið þiO að ég hafi mætt, Hans, yndisleg- asta manni I heimin- um. Hann var ánægð- ur aO sjá mig. ViO fórum inn á veitinga- hús, og ég varö að segja honum alla sög- una. Svo fórum viö I bió, og sáum mynd þar sem aðalmaðurinn var jafn ótrúr og Kalli. Ég skæidi, en Hans tók í hendina á mér og huggaði mig. Hann lítur ekki bara út fyrir að vera yndislegur, hann er það og hann hefur mjög róandi áhrif á mig. Svo keypti hann handa mér rósir, þær fallegustu, sem ég hef á ævi minni séð. Síðan keyrOi hann mig heim. En áður en við fórum út úr bílnum kyssti hann mig góða nótt-------- Hafragrautur og freknur Stínu hafði lengi þótt góður hafragrautur, en allt í einu var ómögulegt að koma, þó ekki væri nema einni skeið ofan í hana. Nei, takk, sagði hún ogi kreisti saman munninn, ég ætla ekki að borða hafragraut framar. Maður fær nefnilega freknur af honum. En sú vitleysa, sagði ég ergileg — hvernig í ósköpunum getur þér dottið það í hug? Ég hef séð það í blöðunum, sagði hún, það var mynd af strák sem borðaði hafra- graut, og hann var allur út í freknum. ó, hugsaði ég, haframjölsauglýsingarnar. Þannig verður barnið yðar einnig — frískt og heilbrigt, stóð í þeim. Og Stína reiknaði auðvitað með því að þar væru freknurnar innifaldar. — Þá henni fór að verða illa við hafragrautinn. 16 YIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.