Vikan


Vikan - 22.09.1960, Page 35

Vikan - 22.09.1960, Page 35
ávallt að aðgæta vel, hvað hún að- hefst og segir. Allt má færa á verri veginn. Hvers vegna í ósköpunum sezt Soraya að i Róm? spyrja blöðin. Til þess að njóta samvistar Or- sinis prins? Eru þau i giftingar- hugleiðingum? Því líkar spurning- ar hlýtur Soraya að liafa getað séð fyrir, en blaðaskrifin gerðu henni lífið erfiðara. HEIMSÓKNIR í SVEITASETUR SORAYU. Sorayu var farið að verða ljóst, að það var erfitt að halda veið- unum áfram, meðan hún var undir smásjá almenningsálitsins í Róm. Þess vegna tók hún á leigu sveita- setur fyrir utan borgina, til þess að hún gæti ótrufluð hitt Orsini prins. Sveitasetrið var tiltölulega einföld, tveggja hæða bygging og var í raun og veru ekki á sérlega góðum stað, — loftið var mettað reik frá sykurverksmiðju, sem var þar í nágrenninu, tvö sjúkrahús og ein járnbrautarstöð voru næstu nágrannar. Að vísu var í garðinum glæsileg sundlaug, en hún var ekki nægilega byrgð fyrir augnaráði for- vitinna. Og Sorayu var aðeins leyfi- legt að nota sundlaugina þrjá daga vikunnar, — þetta varð hún að skrifa undir i samningnum. . . . Hún gat sem sagt ekki ráðið því sjálf, hvenær hún tæki sér sól- bað eða fengi sér sundsprett. Raimondo Orsini prins heim- sótti Sorayu oft á hinu nýja heim- ili hennar. Tímunum saman sat liann i hengirúmi eða synti ásamt Sorayu í grænglitrandi vatninu. Þau snæddu hádegisverð úti á svölunum, drukku kaffið í skugg- sælum krók, lásu dagblöð og viku- blöð og töluðu um daginn og veg- inn. En Eva Esfandiari, sem allt- af var á verði bak við tjöldin, veitti þvi eftirtekt sér til mikillar mæðu, að samtölin urðu ávallt styttri en þagnirnar stöðugt lengri. Hvernig mundi þetta enda? Mundi þetta allt saman renna út í sandinn þrátt fyr- ir allt? En hver veit, — kannski höfurn við ekki enn séð fyrir endann á sambandi þeirra Sorayu og Or- sinis prins? Kannski var skilnað- urinn ekki alveg eins ákveðinn, þegar öllu er á botninn hvolft. Grundaþjóíasaga Framhald af bls. 31. við Bárð og Guðmund Einarsson hér að framan. Þetta sumar voru þessir héraðs- dómar sýslumanns staðfestir á Al- þíngi og Bjarni og Guðríður tekin af. Aðeins tvö af börnum Jóns Þor- leikssonar og Þórdísar þjófamóður lentu ekki í afbrotum svo getið sé, þær systur Sigríður og Björg. Af systkinum þessum er margt fólk lcomið. Frá Björgu eru nú uppi afkomendur í 6. og 7. lið. — Hannes á Vatnabúðum, sem strauk, var faðir Einars, föður Jóns á Túngarði á Fellsströnd er kallaður var franski og Jóns er nefndur var þýzki og Þorláks er kallaður var loftúnga af blíðmælgi sinni, föður Hannesar kollubíts. — Jón Grundari átti þann son frægastan er Jón hét og kallaður var Skorvíkingur; segja bækur að hann var illmenni mikið. Hann fórst á Breiðafirði 27. október 1791 og Steinunn dóttir hans þúnguð með honum, og átti faðir hennar þúng- ann. Var mjög reimt eftir Jón þenn- an að því er sögur segja: sótti hann mest að bónda nokkrum, Guðmundi Teitssyni á Hellu; hafði sá neitaf að meðgánga þúnga Steinunnar fyr- ir Jón og sloppið lífs úr háskanum þegar þau feðgin fórust (sjá Þjóð- sögur Jóns Árnasonar I. og Blöndu). Og nú yfirgefum við sögukornið af Grundarþjófum. Þekktu sjálfan þig Framhald af bls. 13. í þessum leik er enginn annars bróðir. Óþjáll trúbróðir, samherji í stjórnmálum, þegn í samfélagi fær bráðlega að kenna á valdi rógsins, ef hann fjarlægist um of viður- kennda stefnu og sjónarmið. HIÐ ALSKYGGNA AUGA. Andspænis allri þessari dul- argervislist leitast skarpskyggni mannsins við að sjá í gegnum dular- hjúpinn og grannskoða innstu hrær- ingar mannssálarinnar. Margir menn eru gæddir ótrúlega næmu sálrænu innsæi, sem leyfir þeim að skyggn- ast bak við látbragðslist náungans. Hún kemur okkur þá fyrir sjónir sem misheppnaður leikur. Bak við fagurgalann glottir hatrið, gegnum skinhelgina grillir í trúleysið, og syndsamlegt ástríðubál logar bak við vandlætinguna. Lítillæti á ytra borði er oft hjúpurinn einber yfir hrokafullu hjarta, en stórlæti sprett- ur ósjaldan af innri smæðarkennd og öryggisleysi. Nú er komin til sögunnar ný mannþekkingaraðferð: sálarfræðin. Sálfræðingurinn er öðrum mönnum færari um það að skyggnast djúpt inn i duldustu afkima sálarlífsins og sjá í gegnum það látbragðsgervi, sem einstaklingurinn hefir varpað yfir sig. Hjá honum sameinast ómeð- vitað innsæi, lærð þekking og víð- tæk reynsla. Af þessum sökum líta margir á sálfræðinginn með nokk- urri tortryggni. Menn óttast, að hann niuni í einum svip grannskoða hug þeirra og innstu sálrænar hrær- ingar, að látæðishjúpur þeirra muni engu skýla fyrir alskyggnu auga hans. í flestum tilvikum er þessi ótti ástæðulaus. Sálfræðingurinn þarf oftast að beita kerfisbundnum rannsóknum til þess að greina duld- ar þrár og leynd áform annarra. En fyrir ólærðum, sálskyggnum mönnum erum við hvergi örugg. Að lokum eitt dæmi um það. Velmeg- andi eldri hjón tóku blindan mann inn á heimili sitt (eftir loftárás). Konan lijúkraði honum, las fyrir hann og leiddi hann úti. Meðan á jiessu stóð, veiktist bróðir konunnar hættulega, og með því að sjúkrahús, sem enn stóðu uppi, voru full af særðum hermönnum, reyndi systir hans að útvega honum hjúkrunar- konu heim. Hún bauð henni til matar til þess að kynnast henni persónu- lega, áður en hún réði hana. Við borðið sat stúlkan við lilið blinda mannsins, sem ekki vissi, hvers vegna hún var þangað komin. Seinna spurði hann velgerðakonu sina, hver stúlkan væri, og ætlaði að ær- ast, þegar hann heyrði hún ætti að hjúkra bróður hennar. Þetta væri kaldlynd og hirðulaus manneskja, fullyrti hann. Konan mætti ekki ráða hana til bróður síns. En með því að konunni sjálfri og manni hennar leizt sæmilega á stúlkuna, var lnin ráðin. Bráðlega sýndi sig þó, að hún vanrækti starf sitt og hirti ekki um líðan sjúklingsins. Þannig skynjaði háþróuð sál- skyggni blinds manns í einum svip vel dulda skapgerðarbresti sem sjá- andi hjónin gátu ekki greint. ★ NýHtku RAfHA eldnvél í nýtízku eldhús Nýtízku gerðir Rafha eldavéla fullnægja óskum sérhverrar 'hús- móður um útlit og gæði, og svo er verðið við hvers manns hæfi. Islenzkar húsmæður velja íslenzk heimilistœki. 1.1. RAFTÆKjAVERKSHIDjAN . HAFNARFIRÐI — SlMAR: 50022 OG 50023 35

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.