Vikan


Vikan - 13.10.1960, Page 4

Vikan - 13.10.1960, Page 4
44VH&VE6NA £RU Degi er tekið að halla. Gyðinga- hverfið í Jerúsalem er vafið skini frá lágri sól. Flugurnar suða, og umferðargnýrinn rennur saman við ysinn og hávaðann fiá veitingastdíS- unum. Ég var rétt í þessu að ganga í gegnum Möndluviðarhliðið á ianda- mærum Jórdaníu og ísraels. Ég hef numið staðar, furðu iostinn yfir andstæðunum. Fyrir handan er heimur Araba, — veröld, sem ég ann, lukt í sjálfa sig og enn á milli svefns og vöku. Þar hef ég horft á fátæka bændur erja grýttar brekkur Oiíuviðarfjalls- ins, séð flugnagerið þekja andlit sofandi flóttabarna. Ég hef hlustað á örvæntingartölur hinna ungu og róttæku og undanbragðasvör gömlu stjórnmálamannanna. Ég hef reikað um grasgarðinn í Getsemane, setið uppi í turninum, sem Vilhjálmur keisari lét reisa og hugðist stjórna þaðan öllum heimi. Ég hef gljáslitið bakhlutann á brókum minum á bekkjunum í biðstofu óteljandi ráðu- neytisdeilda. Ég hef setið í hópi kunningja minna i hlýju rökkri næt- urinnar, og okkur hefur dreymt um nýjan heim, Aröbum til handa, — þar sem hvorki fyrirfyndust flugur, sóðaskapur né niðurlæging, — vak- andi heim.. Og nú er ég staddur í Israel, — í heimi, sem vakir, — nei, heimi, sem hrokkið hefur upp með and- fælum! — hjá þjóð, sem.sækir fram, — nei, þjóð, sem sprengir allar tálmanir úr vegi! Lífshættulegur ávöxtur á meiði heimsstjórnmál- anna? — Já, að vísu, en um leið draumur, sem rætzt hefur með furðulegu móti: þjóð, sem hefur endurfæðzt eftir tvö þúsund ára útlegð. Hér teljast það gömul hús, sem reist voru í gær. Tvítugur maður er talinn roskinn og reyndur. Gljá- andi og glitrandi bílarnir bruna um göturnar, eins þótt livíldarstund sé og allt í móki og værð. Hér getur að lita ungan mann og stúlku, bæði í einkennisbúningi, fallast í faðma og kyssast úti á æfingasvæðinu. Ég sný mér að Davíð Ben Jehuda, — nafnið er dulnefni, — starfs- Framhald á bls. 29. Fyrir Gyðinga í Evrópu var ísrael fyrirheitna landið: Þar voru allir jafnir, engar géttóur, enginn ótti, engar fjöldaaftökur. Á myrkustu ofsóknartímum dreymdi þá um þessa paradís á jörðu, baðaða í sífelldu sólskini. Þannig leit það út í fjarlægum hillingum, en veruleikinn reyndist öðruvísi. Landið var fátækt og berangurslegt. En hvers vegna höfðu Gyðingar flæmzt að heiman og orðið svartir sauðir meðal framandi þjóða? Um það er rætt í þessari grein. •K* «, ' • ■ ■.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.