Vikan


Vikan - 13.10.1960, Qupperneq 14

Vikan - 13.10.1960, Qupperneq 14
 1 1 í ~J/ f( í þetta skipti var ég gegnumlýstur og teknar af mér röntgenmyndir, og síðan tók Snæ- fríður hjúkka ýmsar prufur af mér. Bréf úr annríkinu Smásaga eftir PETER MAGNUS Ég ætla að byrja á því að þakka ykkur kærlega fyrir bréfið að heiman. Það voru ekkert nema góðar fréttir, sem ég fékk, og mér skilst, pabbi, að þú sért fjörugur eins og unglingur. Hugsa sér, að þú skulir hafa borið þennan þunga ölkassa aleinn alla leið frá búðinni. Það er sannarlega vel gert. Það var annars dálítið ergilegt, að Skjalda skyldi eiga bolakálf, en við vonum, að Rósalína reynist betur. Nú eruð þið iíklega orðin ægilega spennt að vita, hvernig mér iíður í borginni og hvernig mér gengur með þessa fínu vinnu, sem ég fékk. Og nú skuluð þið líka fá að heyra. En áður en ég byrja, verð ég að þakka ykkur fyrir að taka mark á Knubbesild kennara, þegar hann kom og sagði ykkur, að ég væri sú manntegund, sem ætti að kosta í skóla. Útlærður er ég ekki enn þá, það veit ég vel, en ég hef að minnsta kosti fengið góða undirstöðu, og það er ykkur að þakka. Þar að auki hafið þið kennt mér, hvað það hefur í för mér sér að hangsa og sá lærdómur er kannski sá mikilvægasti og bezti, sem ég hef fengið, — því að þar sem ég vinn núna, hef ég séð, að enginn kemst áfram, ef hann leggur ekki að sér. Ég vissi, að það var mikið að gera á skrifstofu eins og þessari, en svona hræði- lega mikið, það vissi ég ekki. Samt þurfið þið ekki að vera hrædd um, að ég spjari mig ekki. Það er engin hætta fyrir svona unga og hrausta pilta eins og mig, og hing- að til hefur mér bara liðið ágætlega. Klukkan níu á mánudagsmorgun mætti ég svo á skrifstofuna og kynnti mig fyrir Murhus skrifstofustjóra, stórfínum náunga með fjóra síma fyrir utan hátalarakerfi með sambandi við allar deildir. Þetta glumdi allt án afláts, svo að þótt það væri ekki mikið, sem hann þurfti að tala við inig um, tók það næstum því klukkutíma. Svo gekk þetta allt eins og í sögu. Murhug þrýsti á hnapp í hátalarakerfinu og fékk samband við lækni fyrirtækisins á elleftu hæð, og læknirinn var tilbúinn til að taka á móti mér undireins. 'Því miður var lyftan í ólagi, en ég þaut upp stigann eins og elding, og þar sat fröken Ormerud og beið eftir mér — Snæ- fríður hjúkka, eins og hún er kölluð hér, gaf mér svona eyðublað, eins og þú fékkst pabbi, þegar þú ætlaðir að líftryggja þig, og ég byrjaði að útfylla. Ég fékk lánaða rit- vél, og Snæfriður hjúkka sagði, að það væri ágætt, að ég væri ekki lengur en tvo tíma í allt. Samt varð ég að skrifa þetta tvisvar, því að ég setti kalkipappírinn vitlaust i, þannig að ég fékk ekki afrit. Eftir að ég var búinn með átta eintök, verð ég að segja, að þau vita hreint ekki svo litið um mig þarna á skrifstofunni. Þú mannst víst ekki, mamma, hvaða ár það var, sem ég fékk kighóstann? Svo var morgunverðarhléið, en mér var sagt að koma aftur til læknisins eftir hléið, sem er þrír stundarfjórðungar. Við þurft- BRUGÐIÐ R Óskar Aðalsteinn: SOGNSÆR ÖNNURGREIN. I ferðaáætluninni stendur skrifað: „Siglt frá Bergen innan skerja norður í Sognfjörð, síðan inn fjörðinn til Balestrand.“ Og það er sólskin og blíðviðri. Og það er ekki sá snillingur á jarðarkringlunni, sem getur lýst^þeirri náttúrufegurð, sem hér ber fyrir augu manns. Sognsær er lengsti fjörður Noregs, yfir 200 km á lengd, viða allbreiður, en þrengist mjög eftir því, sem innar dregur. Hvassbrýnd risafjöll ganga niður að firðinum. Sums staðar er bergið skóglaust og nakið, ris lóðrétt og nær því hrufulaust úr sjó, og viða er aðdýpið slíkt, að svo virðist sem ferjan okkar hverfi undir blágrýtisflugin. — Ég ávarpa fararstjórann þessum orðum: . — Þetta er nákvæmlega eins og að sigla niðri í Flosagjá. — Hvað segirðu? — Þetta er eins og að sigla niðri í Flosagjá á Þingvöllum, endurtek ég. — Jæja, svo að þú hefur siglt um Flosagjá. • Vertu ekki að snúa út úr fyrir mér, skrattakollur, anza ég. Hlátur. Svo segir fararstjórinn: — Þeir settu að setja skemmtisnekkju i Flosa- gjá. Það mundi auka ferðamannastrauminn til landsins! Eftir stund er fararstjórinn» risinn úr sæti. Hann ætlar að sjá um, að súpan verði tilbúin nákvæmlega á því augnabliki, sem okkur fer að langa í hana, en allt slíkt finnur hann á sér. Meðfram firðinum standa víða hýrlegir smá- bæir undir fjallsrótum, sem í svipinn minna helzt á skrautleg sumarkort (prentuð fyrir ferðamenn), af því það er sólskin og fjöllin standa á höfði djúpt í spegli vatnsins. Guð hef- ur ekki skapað fegurri jörð en þá, sem ber fyrir augu okkar I dag. Og í einum smábænum leikur lúðrasveit unglinga fyrir okkur á bryggjusporðinum. Hinir ungu lúðurþeytarar eru í rauðum einkennisfötum. Og lúðrarnir ljóma í sólskininu, og hljómur þeirra heldur afram að óma hið innra með okkur, löngu eftir að við erum aftur lögð af stað út á rjómalygnan fjörðinn. Undir kvöld, ef hægt er að tala um kvöld á shkum degi sem þessum, erum við á Balaströnd, en Þar er ein mesta ferðamannamiðstöð hér um sloðir. Þetta er kyrrlátur bær. Gömul kona hlú- ir að blómum í garðinum sínum. Tvær litlar um svo langan tíma, því að það var ekki fyrr en klukk- una vantaði fimmtán mínútur í tólf, sem ég fékk te- bollan minn, svo að ég varð að gleypa í mig matinn og þjóta aftur til læknisins. I þetta skiptið var ég gegnumlýstur og teknar af mer röntgenmyndir, og síðan tók Snæfriður lijúkka ymsar prufur af mér. Hún hló nokkrum sinnum af mér, því að ég var svo feiminn, en ég er ekki heldur vanur svona löguðu. Þetta gekk allt greiðlega, og þegar klukluina vantaði ííu mínufur í hálffimm, vorum við búin. Læknirinn sagði, að ég væri eins frískur og heilbrigður og fvrir- tækið gæti óskað. Aður en ég fór, sagði Snæfriður hjúkka mér, að ég ætti að fara í stöðuvalskönnun næsta morgun klukkan Hann var fluttur til borgarinnar og hafði fengið vinnu gera á þessari skrifstofu eins og bezt sést af þessu 14 VIXAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.