Vikan - 13.10.1960, Síða 21
Gabriella vill óð og nppvæg að þau
heimsækji \inu Booth,
sem Wheeler hefur sagt að væri
ástmey Howards Fletchers
nm þessar mnndir, enda búa þau í sama
húsi.
Karlmenn vinna oft verstu verk í afbrýði-
semi - en meðferð sú,
sem IVina fær hjá Gabriellu, sannar
að konur eru engir
eftirbátar, sízt þó hvað hugkvæmni og
miskunnarleysi snertir.
„Þú getur spurt, en þögn ég svara mun," mælti
ég alvarlegur mjög.
„Hvaða skáld orkti þetta?" spurði Schafer.
„Tennyson mun hann hafa heitið," svaraði ég
um leið og ég steig inn í lyftuna, brosti og skellti
hurðinni að stöfum. Studdi á lyfturofann og hélt
niður á við, en Schafer stóð á loftskörinni og
glápti á eftir mér.
Ég ók þangað sem Salter bjó, ef treysta mátti
upplýsingunum í símaskránni. Klukkan var um
eitt á miðnætti þegar ég kom þangað, en húsið
var samt allt uppljómað og sex eða sjö bílar stóðu
þar fyrir utan.
Otidyrnar voru opnar til hálfs; ég hringdi bjöll-
unni og beið átekta. Háreysti heyrðist að innan,
hlátrar og glasaglaumur. Kannski voru forráða-
menn spilavítishringsins að gera sér þarna glaða
nótt, hugsaði ég með mér og hringdi bjöllunni enn.
Ljóshærð, miðaldra kona ko.m niður stigann,
dálítið reikul í spori. Hún var klædd svörtum
kjól, flegnum í háismálið, svo að enn meira bar
á því hve vel henni var i skinn komið. Þegar
hún kom út i dyrnar sá ég að hún var mjög yngri
en ég hafði gert ráð fyrir, ekki mikið meira en
tvítug. Hún hélt á vínglasi í hendinni og starði
á mig stórum, spyrjandi augum. „Hvað gengur
eiginlega á?“ spurði hún. „Hefur brotizt út upp-
reisn eða hvað?“
„Fyrirgefið ónæðið,“ sagði ég. „Mig langar til
að hafa tal af herra Salter ef Það væri unnt."
„Ég er sko konan hans," svaraði sú ljóshærða.
„Nægir yður ekki að hafa tal af mér?“
„Við flestar aðstæður mundi ég kjósa það held-
ur," varð mér að orði. „En í þetta skiptið hittist
svo á, að mér nægir það ekki. Ég verð að bera
erindi mitt upp við húsbóndann sjálfan."
„Þá hljótið bér að vera í einhverjum viðskipta-
erindum." sagði hún. „Ég segi það orða sannast,
að ég óska bess oft að Hugo stæði ekki alltaf
í þessum viðskintum unn fyrir haus, skiliið þér
... upn fvrir haus. Aðrir geta notið hvíldar og
gert sér glaðan dag, en hann er alltaf önnum
kafinn í þessum bölvuðum viðskiptum ... skilj-
ið bér."
„Það er mikið starf fyrir viðskiptamenn í Las
Vegas," mælti ég.
„Las Vegas?" Hún glápti ð mig. „Hugo flvtur
inn liósmvndatæki. sem hann s°lur hér . .."
„Fvrirgef'ð misgrin mín." sagðí ég. „En gæti
ég fengið að t.ala við húsbóndann?"
...Tð ég skal nð í hann," sagði hún. „Hvað var
nafnið nú aftur?“
„Wheeier," mælti ég eins skýrt og mér var
unnt. „Wheeler ...“
..Eg skal ná i hann. herra Wheeler." svaraði
hún. . Ég skal ná í hann. Ég skal leita að honum
um alit húsið, skiliið þér .. . bátt og lágt ... unni
á hanabiálka og niðri í kiallara ... skiljið bér,
leita að honum bangað til ég finn bann . .. Hu<m
. . . Hugo ...“ Rödd hennar f.iariægðist þegar hún
hvarf upn stigann. reikul í spori.
Ég kveikti mér í vindlingi. lét haliast upn að
dvrastafnum og beið. Eftir stutt andartak kom
Salter niður stigann. ..Gerið svo vel að ganga
í bæinn," mælti hann hressilega. „Mér þykir leitt
að ég skuli hafa látið vður bíða. Við vorum að
skemmta okkur svolít'ð; konan mín á afmæii i
dag, og eins og gefur að skilja liggur vel á henni."
Hann brost.i vingjarnlega „Þér skiljið þetta —
það liggur kannski helzt. til vel á henni. En maður
er nú ekki heldur nítján ára nema einu sinni
á lífsleiðinni."
„Nítján ára?" endurtók ég. „Þér hafið kvænst
henni kornungri eftir þvi að dæma."
„Jæja, við höfum ekki verið nema sex mánuði
í hjónabandinu," svaraði hann. „Hún er þriðja
konan min, en hins vegar er ég fyrsti maðurinn
hennar, eins og gefur að skilja."
„Og hvað varð um fyrri konurnar tvær? Þér
hafið þó ekki tapað þeim i fjárhættuspili?"
Hann brosti. „Þér kunnið að koma orðum að
því, sem þér viljið segja," varð honum að orði.
„Við skulum koma upp í skrifstofuna mína og
spjalla saman stundarkorn. Það er engin hætta
á að við verðum fyrir neinum truflunum þar af
hálfu gestanna."
Ég hélt upp stigann og inn ganginn, en hann
vísaði leiðina. Loks námum við staðar við dyr
á vinstri hönd. Hann opnaði, bauð mér inn að
ganga og lokaði vandlega á eftir okkur." Gerið
svo vel að fá yður sæti. Hvað má ég bjóða yður
að drekka?" spUrði hann vingjarnlega.
„Dálítið af viskýi og örlítið af sódavatni," svar-
aði ég. Hann skenkti i glösin og bar mér. „Hvenær
hófst samkvæmið?" spurði ég.
„Um níuleytið," svaraði hann. „Og ég geri
fastlega ráð fyrir að þvi ijúki ekki fyrr en undir
morguninn — ef Angela, konan mín verður þá
«ppistandandi.“
,„Og þér hafið verið þeima siðan það hófst?"
„Vitanlega." Hann lyfti glasinu. „Yðar skál,
leynilögreglumaður," sagði hann.
„Og þér hafið að sjálfsögðu vitni að því?" spurði
ég enn.
Salter horfði á mig um hríð. „Hvers vegna
spyrjið þér?"
„Við skulum ráða nánar þetta með vitnin, áður
en ég svara," mælti ég. „Og hvernig er það með
þessi timafreku viðskipti, sem þér verðið að vinna
að fram eftir öllu?"
„Nú, þér hafið Þá talað yið konuna mína." Hann
glotti við. „Hún hefur ekki neina hugmynd um
hvers eðlis viðskipti mín eru. Já, og vitnin, leyni-
lögreglumaður — ætli gestirnir séu ekki um tutt-
ugu talsins, og þeir eru hérna enn. Þeir vita
allir að ég hef verið heima óslitið, síðan sam-
kvæmið hófst."
„Nina Booth var myrt fyrir um það bil tveim
klukkustundum."
Andiit hans varð samstundis sviplaust eins og
gríma. „Það er dularfullt," varð honum að orði.
„Hafið þér nokkra hugmynd um hver valdur er
að ódæðisverkinu?"
„Gerið þér ráð fyrir að ég mundi hafa heimsótt
yður um þetta leyti sólarhringsins, ef ég vissi
það?"
„Nei, vitanlega ekki. Það var heimskulega spurt.
E'n því miður get ég ekki veitt yður neina aðstoð,
hvað það snertir. Þér getið að sjálfsögðu yfirheyrt
vitnin, sem ég nefndi, en þau munu öll bera það,
að ég hafi ekki farið út fyrir hússins dyr síðan
klukkan níu í kvöld."
r--------------------------------------------"
Hve glögg eruð þið
Svör af bls. 22.
Neðri teikningin er frábrugðin
beirri efri í þessum atriðum:
1. Lögregluþjónninn með skeggið
hefur fengið kringlótt eyru.
2. Sami lögregluþjónn ber byss-
una á hægri hlið.
3. Hinn lögregluþjónninn hefur
hneppt frá vasa sínum.
4. Á buxur hans hefur verið sett
hvít rönd.
5. Fanginn með hjólbörurnar hefur
skipt á tréskónum og venjuleg-
um skóm.
6. Fanginn mqð kústinn hefur bætt
á sig einum tölustaf í viðbót.
7. Fanginn, sem er að sópa, hefur
ýtt húfunni sinni aftur á hnakka.
s-----------------:---:------:--------------V
„Ef til vill hafið þér ekki heldur þurft þess.
Það er óneitanlega til í málinu, að þér hafið látið
einhvern annast framkvæmdirnar, þótt þér hafiS
skipulagt þær sjálfur."
„Snúið mér til morðdeildar fyrirtækisins — nei,.
ég tek þetta einungis sem glens yðar, leynilög-
reglumaður."
„En því miður er glens mitt gersneytt allri
fyndni, og þar að auki ótímabært," sagði ég. „En
mikið vildi ég gefa til að vita hvort forráðamenn-
irnir í Las Vegas hafa tekið nokkra ákvörðun
varðandi Fletcher og hans fylgjara, og hvenær
þeir hafa ákveðið að lát-a til skarar skríða."
„Þeir hafa enga ákvörðun tekið enn," mælti
hann opinskátt. „Og það virðast allar líkur til
að svo fari, að þeir þurfi þess ekki. Nú eru ekkí
eftir nema Þeir tveir og annarhvor þeirra hlýtur
að vera morðinginn. Og þér munuð sjá um hann
... Hinsvegar vildum við gjarna vita hvað orðið
hefur, eða hvað verður um peningana."
Ég lauk úr glasinu og stóð upp. „Nú verð ég
að fara." sagði ég.
„Ætlið þér ekki að ræða við vitnin fyrst?"
spurði Salter.
„Ég held að ég láti Það vera," svaraði ég. „Mér
kemur það ekki að neinu haldi hvort eð er. Ef
þér hafið myrt Ninu Booth, munu allir gestir
yðar vera undir það búnir að sverja, að þér hafið
ekki farið út fyrir hússins dyr. Ef þér hafið aftur
á móti ekki myrt hana, kemur mér ekki hið
minnsta við hvort Þér hafið fjarvistarsönnun eða
ekki."
„Þér lítið frumlega á þetta," svaraði Salter.
„Engu að siður hafið þér rétt fyrir yður."
Hann fylgdi mér niður stigann. til dyra. „Jæja,
góða nótt, herra Wheeler," sagði hann. „Ég er
yður þakklátur fyrir að þér skylduð ekki kynna
yður sem leynilögreglumann. Það hefði getað orð-
ið til þess að konan mín færi að leggja fyrir
mig óþægilegar spurningar."
„Ég gerði það mest sjálfs míns vegna. Það er
alltaf svolítil tilbreytni," varð mér að orði.
„Látum svo vera," sagði hann. „Eins og ég
drap á, þá hefur Angela, konan mín, ekki neina
hugmynd um i hverju þessi viðskipti min eru
fólgin. Ekki annað en það, að ég flytji inn ljós-
myndatæki, og mér dugi ekki annað en leggja
mig allan fram við þau viðskipti. Ég fullvissa yður
um það, að ég kann vel að meta þessa hugul-
semi yðar. Hver veit nema ég geti líka einhvern-
tíma gert yður smágreiða í staðinn. Þér skuluð
að minnsta kosti leita til mín ef svo ber undir."
„Þakka yður fyrir," svaraði ég. „Það er gott
að eiga von á því. Hver veit nema þér getið komið
því þannig fyrir, næst þegar ég skrepp til Las
Vegas, að ég geti unnið að minnsta kosti sjötiu
þúsund dollara af spilavítahringnum."
Ég ók hægt og rólega heim á leið. Ákvað að
Koma ekJfi vifi í nkrifstofu lögrcglustjóra; gerði
Framhald í næsta blaði.
vikan 21