Vikan


Vikan - 13.10.1960, Síða 29

Vikan - 13.10.1960, Síða 29
HIYEi f NlVfx L crEHe 'VI f ^ vAður en pé? gangið til hvílu^ Til þess að vernda húð yðar * ættuð pér að verja nokkrum mínútum ó hverju kveldi til að snyrta andlit yðar og hendur með Nivea-kremi. Það hressir, styrkir og sléttir andlitshúðina og hendurnar verða mjúkar og fallegar. Nivea-krem hefir inni að halda euzerit, sem er skylt eðlilegri húðftu. fess vegna gengur það djúpt inn í húðina, og hefir óhrif langt inn fyrir yf rborð hörundsins. fess vegna er Nivea-krem svo gott fyrir húðina. IHvers vegna eru Gyðingar hataðir? Framhald af bls. 5. Ef eitthvað varð til að gera Pól- verjum gramt í geði eða hleypa þeim í æsingu, var ekkert sjálfsagðara en að múgurinn hrytist gegnum girðingarnar umhverfis géttóurnar og myrti Gyðingana. Það var og ó- sjaldan, að yfirvöldin hvöttu til hópmorða á Gyðingum, — keyptu sjálfum sér frið á kostnað Gyðing- anna. Og inni í géttó-hverfunum risu hinir furðulegustli sértrúarflokk- ar. Gervimessíar reyndu að fá fólk til að aðhyllast sig, margir hinna hrjáðu reyndu að flýja raun- veruleikann og öll vandræðin og helga sig ritningunum eingöngu. Andrúmsloftið varð hið óheilnæm- asta; géttóurnar urðu gróðurreitur heimsandúðar og örvæntingar. „HIN ENDANLEGA LAUSN“. Þessi spilling andrúmsloftsins liélzt enn, þótt engin hópmorð á Gyðingum hefðu verið framin síðast- liðnar tvær aldir, — „aðeins“ eitt og eitt morð við og við; fyrirlitleg- ar augnagotur öðru hverju, ókvæð- isorð á götum úti, útilokun frá sér- stökiun störfum. Styrjöldin hófst. Faðir Davíðs féll sem hermaður í hinni tuttugu og sjö daga löngu lietjuvörn pólsku þjóðarinnar, — þegar Pólverjar og Gyðingar börðust hlið við hlið — fyrir sama land, fyrir sitt land, — eða svo hugðu þeir þá. í Berlín unnu forystumenn naz- ista að hinni „endanlegu lausn“. Áður en þeir fundu hana, — gas- klefalausnina, — afréðu þeir að flytja úr landi sem flesta Gyðinga, til helztu borga i Póllandi. Landstjórinn í hinu sigraða landi mótmælti, og þegar mótmæli hans voru ekki tekin til greina, greip hann til þeirra gagnráðstafana, sem lágu hendi næst: að hengja og skjóta eins marga Gyðinga og yfir varð komizt. Aftökusveitirnar unnu dag og nótt. Margir af skráphertustu storm- sveitarmönnum nazista gengu af vitinu, er þeir urðu að standa í því frá morgni til kvölds að slátra mannfólki. Yfirböðullinn, Rudolf Höss, gerði þá athugasemd síðar, að það væri óheppileg aftökuaðferð að skjóta menn, ])ar eð hún hefði miður æskileg álirif á aftökusveit- irnar, og bæri þvi fremur að beita „vísindalegri“ aðgerðum. Hver nótt var óslitin martröð. Þýzkir varðsveitaliðar börðu á dyr lijá hverjum einasta Gyðingi I land- inu, og undir morgunsárið héldu fjölskyldurnar, reknar í hópum eins og húsamli, til stórborganna, þar sem géttóurnar liöfðu verið teknar I notkun aftur. Ekki fengu fjölskyld- urnar að taka annað með ser en liið allra nauðsynlegasta. Nokkru síðar voru svlvirðingar- táknin aftur upp tekin, — Gyðingum gert að skyldu að bgra hvit arm- bindi með Daviðsstjörnu. Þeim Davið, móður hans og fimm bræðrum, var fengið aðeins eitt herbergi í géttóu til ibúðar, en ell- efu fjölskyldur voru saman um eld- hús. Að sjálfsögðu var ekki um neinn lífeyri að ræða. HANN FÉKK EKKI NEINNAR ÆSKU NOTID. Hinir frábæru hæfileikar Gyðinga til að laga sig að hvaða aðstæðum, sem er, konm þeim nú sem endranær I góðar þarfir. Þeir komu á fót skól- um, jafnvel sinfóníuhljómsveitum og leikflokkum, sem sýndu kvöld eftir kvöld við mikla aðsókn og hrifningu. Trúarlifið blómgaðist, — enda þótt þeim trúuðu væri ógnað með líflátshegningu. Nokkrir af þessum Gyðingum sættu sig við umhverfið og aðstæð- urnar. Aðrir sáu fyrir, livað verða mundi. Ef einhver gerði tilraun til að flýja géttóurnar, fór jafnan svo, að hann náðist og var tekinn af lifi, — oft og tíðum vegna þess, að Pól- verjar sviku þá i liendur þýzku nazistunum, sér til eilifrar skamm- ar. Fjöldahandtökur og hvers konar hrottaskapur varð daglegt fyrir- bæri. Þegar Davíð var ellefu ára að aldri, varð hann sjónarvottur að þvi, er stormsveitarmaður sparkaði í Gyðingakonu, unz hún beið bana af. Ekki leið á löngu, áður en kvisast fór, — þótt hljótt færi og ekki feng- ist á því nein staðfesting, — um hin hræðilegu fjöldamorð I Kíev, þar sem nazistar höfðu komið á fót sérstökum aftökusveitum, er vinna skyldu að því að uppræta Gyðinga. Þær umkringdu og skutu um 33.000 Gyðinga. Hríðskotabyssurnar gjömmuðu látlaust I tvö dægur, og líkin féllu niður í áður teknar fjöldagrafir. — Á þá að myrða okkur öll? spurði Davíð móður sina af þeirri barns- legu einfeldni, sem enn livarflaði að honum endrum og eins. Hún reyndi að fullvissa hann um, að allt færi vel. En hann trúði lienni ekki. VONLAUS ÞRÁ. Svo kom árið 1942, — ár dauðans. Dag nokkurn komu Þjóðveriar I fylkingu inn i géttóurnar. Það var að visu ekki nema hversdagslegur atburður, en í það skiptið höfðu þeir ekki vinnufæra karlmenn á brott með sér, heldur konur og börn, — sem þeir sögðu, að ættu að fara í ferðalag upp í sveit. Og sum af börnunum fóru þegar að syngja af gleði. Förinni var heitið til fangabúð- anna I Treblinka, þar sem Gyðinga- konurnar og börnin voru tafarlaust tekin af lífi í gasklefunum. Ekki reyndu Pólverjar á neinn hátt að koma í veg fyrir þennan liarmleik. Þegar leiðtogar Gyðinga komust í leynisamband við pólsku and- spyrnuhreyfinguna, fengu þeir staðfestingu á því, að þessir atburð- ir hefðu gerzt, en ekki neina aðstoð. Gyðingar töldust ekki jafningjar Pólverja. Vanfærar konur voru leiddar inn I gasklefana — eins og hinar. Börn, sem hikuðu við að fylgja mæðrum sínum inn, voru vægðarlaust skotin. Engu að siður varð þetta Davið litla hamingjuár. Hann eignaðist sina hugsjón, sinn draum. Hann tók að leggja við hlustir, þegar rætt var um Erets Israel, hið fjarlæga land feðranna, sólu baðað suður á Palestínu, þar sem mjólk og hunang draup af hverju strái, — land, þar sem allir voru vinir, þar sem enginn varð að gjalda þess að vera Gyðing- ur, vegna þess að allir þár voru Gyðingar. Davfð gerðist ákafur sionisti. Hvað eftir annað fékk hann hina til að ræða um hið fyrirheitna land Gyðinga, landið, sem þeir áttu og mundu allir flytjast til, og þá var eins oíJ sól skini á skituga veggi géttóunnar, — sólin, sem skein á Landið helga. 'Undir merkjum þessa draums, fyrir hina vonlausu þrá, gerðu Gyð- ingar I géttó-hverfinu í Varsjá upp- reisn hinn 18. janúar 1943 ... GLATAÐA, FYRIRHEITNA LANDIÐ. En nú verður að segja lítið eitt frá Palestinu, fyrirheitna landinu- Undir aldamótin 1800 liafði nokk- ur hópur Gyðinga tekið sér ]>ar ból- festu, flúið þangað undan ofsókn- unum í Evrópu. Þeim Gyðingurrr fjölgaði síðan stöðugt, sem nema- vildu þar land. Margir þeirra héldu, að það væri sama og að komast i Paradis, og urðu fyrir miklúm von- brigðum. Aðrir litu á þetta af meira raunsæi, kynntu sér nákvæmlega skýrslur, þar sem greint var frá þeim staðreyndum, að heima í Palestinu væri allt í niðurniðslu, órækt og fátækt. Gyðingarnir, sem þangað fluttust, stofnuðh ýmist litl- ar landbúnaðarnýlendur eða þeir reistu sér horgir í géttóustíl, þar sem þeir lögðu einkum stund á bænahald og trúarlegar athafnir. Þeir komust ekki af án fjárhagsað- stoðar. Auðugir Gyðingar víða um heim hlupu undir bagga með þeim og þó fyrst og fremst franski banka- jöfurinn, Edmond Rothschild. — Hvaða máli skiptir fátæktin? spurðu Gyðingar I Evrópu. Hvað er hún samanborið við gasklefana? En þeir gleymdu að taka tillit til Breta. Hvi skyldu þeir líka þurfa að gera ráð fyrir nokkurri mót- spyrnu af þeirra hálfu? Voru Bretar ekki þeirra bandamenn í baráttunni gegn nazistum og nazismanum? Jú, en þeir voru um leið fjendur Gyðinga, að því er varðaði innflutn- ing og landnám i Palestinu. Bretar óttuðust Araba. Arabar óttuðust Gyðinga. Þýzkararnir keyptu sér fylgi meðal Araba. Þeir Gyðingar, sem þegar voru setztir að í Pale- inu, bökuðu sér óvild með allt of hagstæðum — og á stundum ekki allt of lieiðarlegum jarðakaupum. Afleiðingarnar af þessu öllu sam- an urðu svo þær, að enska umboðs- stjórnin, — Bretar höfðu unnið landið af Tyrkjum i fyrri heims- styrjöld, en siðan var það gert að brezku gæzluverndarsvæði, — stöðv- aði allan innflutning Gyðinga. Það dugði ekki að espa Araba gegn sér. Fyrirheitna landið varð því glat- aða landið. < UPPREISNIN, ORUSTAN, DAUÐINN ... Hinn 18. janúar 1943 gerðu Gyð- ingar I géttó-hverfunum I Varsjá uppreisn. Davíð var meðal þeirra, sem gripu til vopna. í nokkrar vikur voru hverfin sem logandi viti. Þýzku stormsveit- irnar beittu skriðdrekum, Gyðing- ar benzinflöskum. Þótt þýzkar úr- valsstormsveitir sæktu fram, brytj- uðu Gyðingar þær niður úr laun- Framhald á bls 31. vikan Z 9

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.