Vikan


Vikan - 13.10.1960, Side 31

Vikan - 13.10.1960, Side 31
sátri. Stormsveitirnar vildu beita umsátursaðferð og freista að svelta Gyðinga, en yfirmenn þeirra ráku þær til atlögu. Þær beittu eidvörp- um, en Gyðingar létu brunasárin ekki á sig fá og réðust til mótatiögu. Davíð hafði ekki neina tölu á þeim Þjóðverjum, sem liann felldi. Þótt hann væri ekki nema þrettán ára að aldri, barðist hann eins og reyndur hermaður. Hann sá alla yngri bræður sína falia. Hann sá það síðast, þegar bardaganum lauk á þann hátt, sem honum hlaut að ljúka, að þeir fáu, sem stóðu uppi af Gyðingum, voru dregnir á brott og fluttir í gasklefana. Sjálfur lá hann í fylgsni undir rústunum. Hann gat eKKi hugsað, honum var allt auðn og tóm. Hann veit það ekki enn i dag, hvernig liann komst á brott úr Varsjá. Svo var hann umkringdur. Hann hugsaði ekki nema eitt, aðeins eitt: — lsrael. Öðru hverju sá hann fyrirheitna landið eins og draumsýn. Þar var sólskin og frelsi. Á stundum þótti honum líka sem hann mundi liitta þar fyrir foreldra sína, enda þótt þau væru bæði látin. Hann gekk eftir þjóðveginum, sem leið lá, og má vera, að það hafi einmitt orðið honum til lífs. Hefði hann laumazt um í skóginuin, er ekkert liklegra en Þjóðverjar hefðu skotið hann. Þess í stað var hann tekinn höndum og fluttur á næstu lögreglustöð, en þaðan til Treblinka- fangabúðanna. Aðrir hafa sagt mér, að þar hafi honum verið skipað i hóp með þeim, sem látnir voru hreinsa tii í gas- klefunum, þegar hópslátrun var lokið hverju sinni. Þegar nýr hópur Gyðinga var svo leiddur inn til af- töku, kom það i hlut Daviðs og sam- starfsmanna hans að ræða við þá og róa, telja þeirp trú um, að þeir hefðu ekkert að óttast. Þegar þeir hefðu verið „afiúsaðir“ inni i klef- unum, fengju þeir ný og hrein föt og nógan mat ... En liefði honum ekki borið að segja þeim allan sannleikann? — Hvað hefði það þýtt? Engum var undankomu auðið. Það var me'ri miskunnsemi, að þeir fengju jkkeri að vita. Davið telur sjálfsagt, að það eitt hafi bjargað sér frá því að ganga af vitinu í fangabúðunum, að ekk- ert annað en ísrael komst að í hugs- un hans. Hann notaði hvert tæki- færi, sem bauðst, til að fræðast nán- ar um ísraei og hugleiða örlög þjóðar sinnar. Gyðingar hafa verið ofsóttir, allt frá því er sögur hófust, en hvers vegna? Er það Guð, sem lagt hefur á þá slíka refsingu? Þar sem hann gat ekki lengur á neinn guð trúað, hlaut liann að svara þeirri spurningu neitandi. Kemur það af því, að Gyðingar séu á einhvern hátt ólíkir öðrum? Þeirri spurningu hlaut hann einnig að svara neitandi. Er það þá orsökin, að Gyðingar hafa í rahninni aldrei átt neitt land, frá því er núgildandi tímatal hófst, — að þeir hafa alltaf verið i minni- hluta, þar sem þeir hafa dvalizt, — að þeim hefur i rauninni alls staðar verið ofaukið? Já, það hlaut að vera orsökin, hugsaði Davið. Og þar sem einmitt þetta svar gerði ísrael einu „endanlegu lausn- ina“ á vandamáli Gyðinga, kom það til móts við hugsjón hans og drauma um fyrirlieitna landið. Davíð var frelsaður úr fanga- búðunum árið 1945. Hann var ákaf- lega máttfarinn, en þó tókst honum að telja fulltrúa Gyðinga á að taka sig með til ísraels. Nokkru síðar var lagt af stað úr franskri höfn á litt haffæru og yfirhlöðnu innflytj- endaskipi út á spegilslétt Miðjarð- arhaf i óþolandi hita og sólskini. Davíð var um borð. En heimförin til fyrirheitna landsins gekk ekki tálmunarlaust. Bretar sátu fastir við sinn keip, enda þótt almenningsálitið í heiinin- um væri þeim andsnúið. Þeir lögðu blátt bann við, að Gyðingar fengju að stíga á land 1 Palestínu. Olían, sögðu þeir, — oiían. ísraelska kraftaverkið gerðist. Ísraelsríki var stofnað, — en krafta- verkið var dýrkeypt. Það kostaði styrjöld. Arabar létu ekki góðfús- lega af hendi það land, sem verið hafði í þeirra höndum 1 nærfelt tvö þúsund ár. Leiðtogar Araba hröktu með vilja fjölda ólæsra bænda af jörðum sínum til þeirra héraða, sem Gyðingar vildu nema, og hétu leið- togarnir þeim gulli og grænuin skógum, ef þeir hefðu i fullu tré við Gyðinga. En Gyðingar létu hart mæta hörðu og ráku Araba af höndum sér. Og þar beittu þeir óvægilegum aðferð- um, ef í það fór. Og þar með reis örðugasta flótta- mannavandamál, sem sagan kann frá að greina. Það hefur staðið i tólf ár. í tólf ár hafa Arabar búið sig undir innrás. Þeir geta gert hana, þegar minnst varir. Landnámsafrek Gyðinga í ísrael er einnig kraftaverk, meira krafta- verk á sínu sviði en nokkur dæmi finnast til. Ég spyr Davíð, hvort Gyðingar finni ekki til neins samvizkubits vegna þess, hve hart þejr hafi leik- ið Arabana, sem fyrir voru í land- rnu. Hann svarar þvi til, að ekki verði hjá því komizt að gangá of langt i sumum atriðum. — En hví skyldum við vægja fyr- ir öðrum? spyr hann og bendir mér um leið á fangabúðamerkið á barmi slr. Hví skyldum við taka tillit til annarra? Hvers vegna einmitt Gyðingar? Hvers vegna eru þeir ofsóttir og hataðir? Þeirri spurningu er enn ósvarað. Takmörk fjögurra veggja Framhald af bls. 19. ur það kosti, að innri gerð ibúðar- innar hafi einhvern sveigjanleik. En jafnvel þótt veggir séu hafðir fastir, eins og nú þykir góð latína, þá er ekki þar með sagt, að hvert herbergi hússins þurfi að vera eins og lokaður kassi. Ýmsar lausnir eru til að koma í veg fyrir það. í íbúð í sambýlishúsi við Laug- arnesveg lief ég sé þá lausn á þessu, að veggkiæðningar náðu ekki upp að lofti. Þar kom gler, — um 50 cm hátt. Loftin voru máluð í sama lit, og það var greinilegt, að þessi inn- rétting bjó yfir skemmtilegum létt- leika. Þegar um lágt ris er að ræða eða hallandi þak, er það til, að veggir séu alls ekki látnir ná upp að lofti, heldur opið fyrir ofan eðlilega veggjahæð, Þetta sést vel á meðfylgj- andi mynd, sem er úr dönsku húsi með lágu risi. Þar er mikil fjöl- breytni i innréttingunni; skápar gegna hlutverki veggja, en gler yfir. í þessu húsi er alls ekki um að ræða liina venjulegu takmörkun fjögurra veggja, sem menn hafa bú- ið við i þúsundir ára, en á ef til vill fyrir sér að breytast í einhverjum mæli. GS. Landslagið . . . Framhald af bls. 17. hverju á þá að láta staðar numið, þarna og hætta þar að stílfæra? — Það er auðvitað smekksatriði og nokkuð sem hver málari verður að gera upp við sjálfan sig. En ég fyrir mitt leyti hef kosið að láta staðar numið við stílfærsluna á þessu stigi. — Það er rétt hjá þér. Málarar eiga að vita hvað þeir eru að gera. Annars yrði þetta tóm tilviljun. Finnst þér betra að fullgera málverk úti í náttúrunni? — Ekki endilega. Oft geri ég bara frumdrög úti og fullvinn hér heima. En mér finnst mjög gott að vinna að einhverju leyti úti. Það er svo mikil auðgi i litum, sem maður mundi missa af, ef maður ynni allt á vinnu- stofunni. — Finnst þér þú alltaf græða á því að vinna myndir mikið? — Ekki finnst mér það alltaf. Sér- staklega gildir það um þessar sfemn- ingsmyndir, sem þú kallar. Maður vinur þær í flýti til þess að höndla þessa ákveðnu birtu, eða hváð nú á að kalla það, en svo kemur oft fyrir, að maður eyðileggur þær við frekari vinnu heima á vinnustofu. En mér finnst nú samt, aO vissar tegundir S{ósóL Aðeins nokkrir dropar og þ< r hafið alltaf mjúkar og falt gv t hendur. Avallt i fremstn rrh' með allt, sem lýto t v U olíukynditækjum. nsa Hafnargötu 90, Keflar> k. af myndum batni yfirleitt við i inn i og sumar hef ég uppi mánuðu. i o , jafnvel árum saman og bæti þf eln ■ hverju við. — Mér sýnist þú mála mikið fr i Húsafelli. — Ég var þar i sveit á ruí iui i yngri árum og það er kannske >ess ■ vegna, að mér finnst fallegt þ.ir E i það hafa nú fleiri sagt. Ég hef n ála i heilmikið frá Þingvöllum eins. o ; flestir málarar, sem fást við lf nds ■ lagsmálverk. — Sérðu fram á einhverjar b; eyt ingar á stílnum hjá þér? — Eíkki held ég það. Ég e>: i íjö.; rólegur yfir þessu og varpa því íkk . frá mér umhugsunarlaust, sem é£ he lagt mesta stund á. Eg býst idð því, að ég haldi áfram með lands’ igs málverkið enn um stund og mé finnst að ég eigi ýmislegt ógert i þv, ennþá. g. ytKAN 3l

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.