Veðrið - 01.04.1956, Blaðsíða 8
02 08
20
kílóraetra ofar. Köldustu mánuði
ársins ber einnig mjög lítið á þess-
ari daglegu sveiflu, eins og við er
að búast, því að þá er sól svo lágt
á lofti, að skin hennar hitar lítið-
Myndin sýnir í stórum dráttum,
hvernig dægursveiflunni er háttað
að meðaltali í júlí 1954. Við jörð er
hún rúmlega þrjár gráður, en
minnkar ört upp á við og er orðin
minni en ein gráða í 1500 metra
liæð. Hitinn virðist vera lengi að
berast upp á við, því að við jörð
nær hann hámarki klukkan 14, en
í 1500 metra hæð og þar fyrir ofan
er hlýjasti tími dagsins ekki fyrr
en um klukkan 20, eða sex klukku
stundum seinna en við jörð.
Á fjöllum, sem eru lítil að víð-
áttu, má gera ráð fyrir, að dægur-
sveifla hitans sé áþekk því, sem
mynd 5 gefur til kynna. Hámark
hitans kemur jjar jiví seinna á dag-
inn jjví hærra sem dregur, og liita-
5. mynd. Dcegursveifla hitans i júli 1954. munur dags Qg nætur minnkar með
hæðinni. Allt öðru máli gegnir um fjöll, sem eru stór að flatarmáli. Á þeim má
gera ráð fyrir, að daglegur gangur hitans sé eftir því líkari og á láglendi sem fjall-
ið er víðáttumeira. Og inn til landsins, þó á hálendi sé, er dægursveifla hitans
yfirleitt mun meiri en úti á annesjum. Það er {jví augljóst, að ekki er hægt að bera
saman í einstökum atriðum hitafar á fjöllum íslands að sumarlagi við jjað, sem
mælist á sama tíma yfir Reykjanesi, jró að í sömu hæð sé frá sjávarmáli.
En meiri háttar hitabreytingar hljóta }>ó að ganga jafnt yfir allt landið. Og á
vetrum eru þessar breytingar lítið truflaðar af hinum reglubundnu dægursveifl-
um. Við getum því litið svo á, að á vetrum sé hitastig á fjöllum sunnan lands oft-
ast í góðu samræmi við jrað, sem mælist yfir Keflavík. Norðanlands er eitthvað
kaldara, og er sá munur sennilega tvö til þrjú stig að jafnaði.
ÁRSSVEIFLA HITANS.
Mynd 6 sýnir, livernig liitastig liefur breytzt árið 1954 frá einum mánuði til
annars við jörð og í eins og tveggja kílómetra hæð yfir sjó. Að sjálfsögðu breyt-
ist hitinn svipað í öllum þessum liæðum, en jió er nokkur munur. Það er helzt,
að ársveiflan, munur á hitastigi hlýjasta og kaldasta mánaðarins, vex með auk-
inni hæð. Við jörð er hún 10,4 stig, í þúsund metra hæð 10,6 og í tveggja kíló-
metra hæð er hún orðin 12,0 stig.
8